Fjölmiðlar og fámiðlar

Fjölmiðlun

Hefðbundnir fjölmiðlar lifa í auknum mæli í firrtum heimi. Frumkvæði í rökum er komið í hendur fámiðla á veraldarvefnum. Hefðbundnir fjölmiðlar flögguðu kosningaloforðum og settu upp reikningsdæmi um, hvar hver tegund kjósenda ætti heima. Fámiðlarnir á vefnum tættu þessa hugmyndafræði í sig, sýndu fram á algilda reynslu af markleysi loforða. Eftir kosningar ræddu hefðbundnir fjölmiðlar um stjórnarsáttmálann sem umræðuhæft plagg. Fámiðlarnir á vefnum bentu hins vegar á, að sáttmálinn væri einkum froða og steypa. Rúmlega hálf þjóðin trúir firrtum fjölmiðlum og tæpur helmingur sér gegnum lýðskrumið.