Fjölmiðlar og flýtimeðferð

Fjölmiðlun

Enginn íslenzkur fjölmiðill hafði burði til að kanna, hvort Björgólfur Thor væri að segja satt. Fullyrti í Kompási í haust, að brezk yfirvöld hefðu boðizt til að taka IceSave yfir í flýtimeðferð. Ef íslenzk stjórnvöld hefðu lánað Landsbankanum skitnar 200 milljónir punda. Til að kanna málið þurfti óháðan blaðamann, Friðrik Þór Guðmundsson. Hann sendi fyrirspurn til brezkra stjórnvalda, sem nú hafa svarað. Kannast ekki við flýtimeðferð Björgólfs. Ég skil, að þrælslundaði Mogginn vantreysti sér til að efast um eiganda sinn. En margir aðrir fjölmiðlar eru í landinu. Þeir kiknuðu líka fyrir Bjögganum.