Fjölmiðlar rakni úr roti

Fjölmiðlun

Líklega verðum við að bíða eftir næsta tölublaði Kjarnans til að fá viðbrögð stjórnvalda við nýjum uppljóstrunum Wikileaks. Sýna samsæri Bandaríkjanna og Evrópusambandsins um auðræði í stað lýðræðis. Að samningnum hefur lengi verið unnið og hann er nú til í uppkasti. Á að vera leyniplagg fimm ár fram yfir gildistöku. Ísland var aðili að samsærinu í tíð Össurar Skarphéðinssonar og er það í tíð Gunnars Braga Sveinssonar. Hvorugur hefur sagt eitt orð um þetta mál. Það finnst mér jafngilda landráðum beggja. Tímabært er, að hefðbundnir fjölmiðlar vakni til lífs og segi okkur fréttir af Wikileaks-leka aldarinnar.