Íslenzkir fjölmiðlar eru úti á túni, nota bara kranaviðtöl. Segja okkur ekki, hvenær orð stjórnmálamanns séu lygi. Segja okkur ekki, hversu mikið af orðum stjórnmálamanna séu lygi. Segja ekki frá sálarlífi siðblindra, sem tala bara stanzlausa lygi. Kannski eru fjölmiðlar uppteknir við að finna út úr linnulausum lygum forsætisráðherrans eins, Röðin kemur þá aldrei að óæðri ráðherrum. Fjölmiðlar lepja lygi sjávarútvegs um, að markríldeilan strandi á ofsakröfum Noregs. Það var svo einn „virkur í athugasemdum“ á fésbók minni, sem upplýsti málið. Getulausir fjölmiðlungar ættu að tala varlega um þá, sem eru „virkir í athugasemdum“ og hlaupa í skarðið, segja okkur sannleikann.