Fjölmiðlun sem aukageta

Punktar

Vandi íslenzkrar fjölmiðlunar hefur aldrei snúist um, hvort miðlarnir séu ókeypis eða seldir. Hann snýst ekki lengur um áhrif stjórnmálaflokka, sem fara þverrandi, né um áhrif auglýsenda, sem eru minnkandi í dagblöðum, en vaxandi í sjónvarpi. Vandinn hér er hinn sami og víðast annars staðar á Vesturlöndum. Hann felst í, að á undanhaldi eru eigendur, sem áttu allt sitt undir fjárhagslegri velgengni fjölmiðils síns eða fjölmiðla sinna. Slíkt mynztur einkenndi til skamms tíma vestræna fjölmiðla með sjálfstæðum ritstjórnum. En nú eru fjölmiðlar hér sem annars staðar að komast í auknum mæli í hendur óligarka, sem standa víða fótum og hafa fjölmiðlun sem aukagetu. Þeir freistast flestir fyrr eða síðar til að hafa meiri áhuga á völdum hennar, heldur en arði af henni.