Ein helzta röksemdin gegn friðarsamningum við útlönd er, að Nei þýði allt annað en kjörseðillinn segir. Okkur er sagt að fara á kjörstað til að segja nei við Evrópusambandinu. Til að segja nei við ríkisstjórninni. Til að segja nei við lánshæfis-fyrirtækjum. Til að segja nei við nýlenduríkjum. Til að segja nei við vinnu íslenzkra barna í brezkum námum. Til að segja nei við landráðum. Til að segja nei við “ólögvörðum” kröfum. Til að segja nei við greiðslu á skuldum óreiðumanna. Til að segja nei við afdönkuðum ráðherrum. Allir hnappar fasisma og þjóðrembu eru í fullum gangi í kosningabaráttunni.