Fjórar ágætar konur

Punktar

Margt er á huldu um gerðir nýrrar ríkisstjórnar. Hún er ekki umhverfisvæn, en ráðherra umhverfismála er umhverfisvæn. Stjórnin er hvorki gefin fyrir Evrópusambandið né hefur óbeit á lista vígfúsra þjóða. En utanríkisráðherra er þó hóflega Evrópu- og friðarsinnuð. Sumt er skýrara. Ríkisstjórnin er velferðarsinnuð í samanburði við fyrri ríkisstjórn og ráðherra velferðar er skýrt velferðarsinnuð. Ég tel líka, að menntaráðherra geti áfram komið að gagni í hennar starfi. Hér hef ég nefnt fjóra ráðherra, allar konur. Veit hins vegar ekki, hvað karlarnir átta eru að gera í þessari ríkisstjórn.