Fjórða ríkið í stríði

Punktar

Ljósar eru afleiðingar furðulegs fjármálafundar leiðtoga Evrópu í Bruxelles um Grikkland. Þýzkaland framdi þar byltingu að undirlagi Wolfgang Schäuble. Hann lagði til brottrekstur Grikkja úr evrunni, sem á sér enga stoð í lögum. Útkoma ofbeldisins er, að evran situr eftir í slíkum sárum, að ekkert ríki vill lengur fara þar inn. Þýzkaland hefur stimplað sig sem tuddann í Evrópu, með tilvísun til Þriðja ríkisins. Jafn bæklað Fjórða ríkið hefur tekið við. Ekkert regluverk er um evruna, bara leynifundir ráðherra, sem hafa ekkert umboð til slíks. Þýsku stjórninni tókst á einni helgi að gera að engu sjö áratugi flókinnar diplómasíu eftirstríðsáranna.

Wolfgang Münchau

Paul Krugman

Yanis Varoufakis