Við búsáhaldabyltinguna tapaði Ísland efsta sæti á heimsfriðarskrá Ecomonist í hendur Nýja-Sjálands. Ísland er nú í fjórða sæti. Það hlýtur að teljast nokkuð friðsælt í samanburði við Bretland í 35ta sæti og Bandaríkin í 83ja sæti. Raunar er búsáhaldabyltingin orðin ein merkasta bylting sögunnar. Með þolgóðum barsmíðum á potta og pönnur tókst að hrekja vanhæfa ríkisstjórn frá völdum. Að svæla vanhæfa pólitíkusa úr stólum, Davíð Oddsson, Geir Haarde og Ingibörgu Sólrúnu. Að knýja fram alþingiskosningar. Þetta er stórkostlegt afrek byltingar án blóðsúthellinga. Verður til fyrirmyndar víða um heim.