Fjórflokkurinn er skipaður tveimur bófaflokkum og tveimur bjánaflokkum. Að kjósa bófaflokkana er fráleitt, en einnig vont að kjósa bjánaflokkana. Þeir skúruðu að vísu eftir hrunið, komu upp hagvexti og fullri atvinnu, komu svo og ríkisbúskapnum í jafnvægi. Eigi að síður sló hjarta bjánanna í takt við allan fjórflokkinn. Klúðruðu nýju skipulagi íbúðaskulda, þjóðareign auðlinda og nýrri stjórnarskrá. Allt reyndist þetta þykjusta án innihalds. Af ýmsum slíkum ástæðum hefur fjöldi kjósenda yfirgefið bjánaflokkana og styður ný framboð af ýmsu tagi. Nægir þó ekki, aðeins fjórði hver kjósandi sér ljósið.