Fjórðungs skattur á línuna

Punktar

Þrepaskiptur tekjuskattur flækir skattheimtu. Betra er að ná sömu tekjum með meiri hækkun fjármagnstekjuskatts. Þótt hann sé kominn í 18%, er langt í að hann jafngildi tekjuskatti launafólks. Tekjuskattur mætti vera 25% á allar tekjur af vinnu og fjármagni. Ríkið nær sama tekjuauka á einfaldari hátt. Tvenns konar virðisaukaskattur flækti einnig skattheimtu. Betra var að ná sömu tekjum með einum virðisaukaskatti. Hann mætti vera aðeins lægri, 25% á alla vöru og þjónustu. Fjórðungs ríkisskattur á línuna er einfaldur og skýr. Þegar ríkið er síðar orðið skuldlaust, mættu skattarnir lækka í fimmtung.