Arftakar búsáhaldabyltingarinnar eru alls ráðandi í bloggheimum. Hefðbundnir borgarar heyrast þar lítið. Næstum allir víðlesnir bloggarar eru pólitískt róttækir. Sumir til hægri, fleiri til vinstri, en flestir eru róttækir á miðjunni. Þeir eru ekki fulltrúar þjóðarinnar, ekki frekar en andófsfólkið með búsáhöldin. Eins og Ingibjörg Sólrún benti á: “Þið eruð ekki þjóðin”. Í könnunum styður hálf þjóðin sína flokka eins og ekkert hafi í skorizt. Álitsgjafar í blogginu heimta róttækar endurbætur kerfisins, en flokkarnir hlusta ekki. Fjórflokkurinn mun smala sauðum sínum í tæka tíð í réttina.