Hvað eftir annað sýna kannanir, að fjórflokkakerfið stendur höllum fæti. Um helmingur spurða sýnir engan stuðning við neinn hinna sködduðu flokka. Líkur benda því til, að siðvæðing íslenzkra kosninga verði utan fjórflokksins í næstu þingkosningum. Rúmlega 20% kjósenda geta hugsað sér að kjósa Besta flokkinn. Yrði hann þá líklega næststærsti flokkurinn. Besti flokkurinn er í sviðsljósi vegna viðræðna við Guðmund Steingrímsson, fyrrum framsóknarmann. Væntanlega eru þeir fleiri, sem gætu stutt alveg nýtt framboð. Fræðilega er mögulegt, að Besti flokkurinn og nýr flokkur næðu saman meirihluta á þingi.