Víða er fljótlegra að smala sauðfé á fjórhjólum en á hestum. Sumir fara þá leiðina, þótt það sé almennt talið fara illa með landið. Gísli Halldór Magnússon, fjallkóngur í Skaftárhreppi, notar sér til afsökunar þá kenningu, að hross fari verr með land en fjórhjól. Um það fjallar Fréttablaðið í dag. Engin tilraun er gerð til að tala við þá, sem vit hafa á málinu, til dæmis einhverja, sem ekki eru hagsmunaaðilar. Dæmi um kranablaðamennsku, þar sem blaðamaður nennir ekki að vinna vinnuna sína. Viðtalið við Gísla Halldór er ódýr hagsmunagæzla, sem stríðir gegn almennri þekkingu á umgengni við land.