Kosningamálin skýrðust verulega í dag. Björt framtíð er hægri flokkur, sem vill áfram hafa kvótakerfi í fiskveiðum. Hún hafnar beinlínis frjálsu uppboði veiðileyfa, hafnar frjálsum markaði eins og aðrir hægri flokkar. Hér eftir flokkast Björt framtíð með Sjálfstæðisflokkum sem varadekk í stað sprungins framsóknardekks. Viðreisn útskýrði líka stöðu sína frá í gær. Hún er alls ekki andvíg stjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum. Er bara á móti því að verða þriðja hjól í samstarfi Sjálfstæðis og Framsóknar. Vill ekki heldur uppboð veiðileyfa, hafnar frjálsum markaði. Þrír hægri flokkar andvígir markaðsleið.