Boltafélagið Grótta býður fram fjóra lista á Seltjarnarnesi og hafa þeir aldrei verið fleiri. Þar á ofan buðu ýmsar deildir Gróttu fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Það var til að kanna misjafnan styrk þeirra. Hagsmunir Gróttu skipa gott rúm í hugum Seltirninga. Fyrir nokkrum áratugum var lagður sparkvöllur ofan á Valhúsahæð. Hef oft farið þar um og aldrei séð neinn nota völlinn. En hann mun koma sér vel, þegar hlýnun jarðar veldur hækkun sjávar. Þá geta menn keppt þar í boltaleik meðan neðri byggðir fara í kaf. Kannski verður þar flugvöllur, þegar Gnarrinn tekur upp gjaldskyldu á landamærunum.