Af þeim flokkum, sem ná mönnum á þing, eru fjórir helmingaskiptaflokkar. Báðir hefðbundnu helmingaskiptaflokkarnir hafa fjölgað sér með kynlausri æxlun og eru orðnir fjórir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur getið af sér Viðreisn og Framsókn hefur getið af sér Miðflokkinn. Samanlagt hafa flokkarnir fjórir væntingar um helming þingmanna. Vinstri flokkarnir eru hættir að tala um Katrínu Jakobs og farnir að mála Panamagreifana (andskotann) á vegg. Minnir dálítið á síðustu kosningar, þegar sæludraumurinn breyttist í martröð fortíðar, sem nú hefur tvöfaldazt. Við erum aldeilis ekki búin að bíta úr nálinni með okkar bófa og bjána.