Fjórir nothæfir

Punktar

Tveir þingmenn mega halda áfram eftir kosningar, Birgitta Jónsdóttir og Margrét Tryggvadóttir. Hafa ekki látið Alþingi spilla sér, en ráða auðvitað litlu, því að þær eru bara tvær. Mundi þó bæta við tveimur, því að þeir eru skemmtilegir, Pétur Blöndal, sem grætur, og Þráinn Bertelsson, sem bölvar. Aðrir mega fjúka. Allir, sem voru stjórnarsinnar í hruninu mega ekki ná endurkjöri. Sama er að segja um þá, sem hafa í fjögur ár sýnt í starfi, að þeir ná ekki máli. Þar á meðal eru þingmenn Vinstri grænna. Bera að vísu ekki ábyrgð á hruninu, en reyndust vera menn fjórflokksins eins og hinir.