Margir Íslendingar trúa á æðri mátt. Enn fleiri trúa til viðbótar á mátt bænarinnar. Hvorugt dugir til að teljast kristinn. Þeir teljast kristnir, sem trúa á trúarjátninguna. Þar er minnst á nokkur atriði úr ævi Krists og guðleg tengsl hans. Svo og upprisu og eilíft líf. Kirkjan er sögð heilög. Í trúarjátningunni er ekkert minnst á biblíuna og þá auðvitað ekki á neinar spásagnir. Kristnir teljast tæpast róttækir söfnuðir, sem trúa bókstaflega á biblíuna og spádóma, sem þeir segjast finna þar. Þar safnast ofsafólk, sem þekkist í öllum trúarbrögðum og veldur mestum vandræðum um heim allan.