Fjörug bókasöfn

Punktar

Bókasöfn í Bandaríkjunum eru orðin geymslustaður fyrir börn. Dagblöð vestra eru full af fréttum um, að foreldrar hendi börnum úr bílum við bókasöfn og segi þeim að fara inn. Söfnin eru talin öruggari en gatan. Ekki eru allir sáttir. Sum söfn hafa ráðið öryggisverði og banna unglingum að vera með hávaða. Þrjár viðvaranir kosta varanlegan brottrekstur. Mannréttindafélög hafa lögsótt bókasafn vegna slíkra aðgerða. Áður friðsæl söfn eru komnir í sviðsljós harðvítugra deilna. Bókaverðir segjast ekki vera barnapíur unglinga, sem sjálfir eigi að geta verið barnapíur.