Sum prófkjör pírata verða fjörug að þessu sinni. Áhuginn stafar beinlínis af, að samkvæmt könnunum má búast við töluverðri fjölgun þingmanna flokksins. Eitt efnið bar brátt að, gekk í flokkinn, lýsti strax yfir áhuga á efsta sæti lista. Ekki varð af þeirri útkomu og varð af nokkur hvellur og illindi. Skrautlegra var þegar forustukona í framkvæmdaráði fór að skrifa hvassar færslur gegn þekktasta þingmanni flokksins. Rauk síðan úr flokknum með þjósti og í reiðikasti, þegar hugmyndirnar höfðu lítinn framgang. Nú er hún komin til baka og vill þingsæti hjá flokknum. Mér sýnast píratar hafa burði til að mæta flestum lukkuriddurunum.