Fjórum fleiri en Davíð einn

Punktar

Hingað til hefur einkum verið bent á Davíð Oddsson sem sökudólg hrunsins. Það er sanngjarnt. En fleiri hafa komið við sögu, einkum þeir, sem veðsettu þjóðina fyrir IceSave. Það eru stjórnendur gamla Landsbankans. Þetta eru þeir Halldór J. Kristjánsson gæfusmiður og Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri, Björgólfur Guðmundsson bankaráðsformaður og Björgólfur Thor Björgólfsson, stærsti eigandi bankans. Fjárglæfrar þeirra settu ríkissjóð á hausinn og þjóðina um leið. Af hverju höfðar ríkið ekki mál gegn þessum fimm mönnum? Og fer fram á, að þeir verði gripnir, hvar sem er í heiminum?