Frá Þverá í Dalsmynni í Fnjóskadal um Flateyjardalsheiði að Brettingsstöðum í Flateyjardal.
Þetta er góð reiðleið, víða á notalegum moldargötum.
Byrjum við Þverá í Dalsmynni í Fnjóskadal við þjóðveg 835. Þverárrétt / Lokastaðarétt er neðan bæjar. Þaðan förum við jeppaslóð norður á Flateyjardalsheiði, fyrst vestan við gil Árbugsár og austan undir Þveráröxl. Förum um eyðibýlin Þúfu, Vestarikrók og Austarikrók, þar sem er fjallakofi. Við höldum áfram beint norður milli Austurheiðar og Vesturheiðar, hæst í 220 metra hæð. Förum um Almannakamb niður í Flateyjardal og áfram meðfram Dalsá norður að fjallakofanum Heiðarhúsum. Þaðan norður um hvert eyðibýlið á fætur öðru, Ófeigsá, Grímsland, Mógil, Saurbrúarkotsgil, Eyvindará og Litlagil, þar sem við komum að fjallakofanum Urðarkoti. Þaðan er stutt að sjó hjá Hofi við Hofshöfða. Förum stuttan spöl norður með sjó og beygjum síðan að Brettingsstöðum.
31,5 km
Þingeyjarsýslur
Skálar:
Funi: N65 53.815 W17 51.387.
Heiðarhús: N65 59.626 W17 51.092.
Urðarkot: N66 04.800 W17 52.480.
Jeppafært
Nálægir ferlar: Skuggabjörg, Gönguskarð.
Nálægar leiðir: Draflastaðafjall.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort