Flateyri höggvin

Punktar

Kvótinn er um þessar mundir seldur undan Flateyringum. Hálfur bærinn er atvinnulaus. Það þarf ekki að koma á óvart. Frá því að kvótinn var gefinn frjáls, hefur verið ljóst, að hann mundi enda í skúffum risafyrirtækja í Reykjavík. Smám saman hugnast kvótaeigendum í sjávarplássum að gefast upp í stríðinu. Og ná sér í stóran pening til að eyða í elliárin á sólarströnd. Samt vill veruleikafirrtur formaður Framsóknar láta alþingi lýsa yfir, að þjóðin eigi kvótann. Innantóm orð eru til einskis. Fyrir löngu gaf stjórnin kvótann útgerðarmönnum, sem síðan eru að selja hann burt.