Flatkökur í réttunum

Punktar

Enginn þarf að segja mér, að það sé Evrópusambandinu að kenna, að ekki má setja vörur bænda beint á markað. Í öllum plássum Evrópu eru markaðir, þar sem afurðir landbúnaðar eru til sölu nánast beint frá býli. Evrópusambandið hlýtur að vita af milljón svona mörkuðum. Matvælastofnun ber sjálf ábyrgð á furðulegu regluverki, sem hindrar framtak bænda. Tilgangur þess er ekki að vernda heilsu fólks, heldur að vernda hagsmuni stórfyrirtækja. Þeirra, sem nota iðnaðarsalt og díoxín í mat. Matvælastofnun er frá upphafi til enda prumpstofnun, sem hindrar kvenfélagskonur í að selja flatkökur í réttum.