Ég er orðinn svo gamall, að ég fjarlægist launatekjuskatt og nálgast fjármagnstekjuskatt. Samt finn ég ekki réttlæti í lækkun skatta. Af hverju á ég að borga 10% skatt meðan aðrir borga 38% skatt? Ég sé ekki, að neinn pólitíkus tali um, að fjármagnseigendur eigi að borga sama og launamenn og eftirlaunafólk. Enginn pólitíkus lofar að jafna tekjuskattinn. Þrátt fyrir áratuga þvaður krata um velferð er enn verið að hossa þeim ríku á kostnað hinna fátæku. Ég gizka á, að flatur tekjuskattur á alla mundi verða 28%. Mér sýnist það líka vera sanngjörn og sáttfús tala fyrir alla.