Stjórnarskrá hefur verið smíðuð í löngu ferli. Fyrst var þjóðfundur og síðan kosið til stjórnlagaþings. Hæstiréttur fann tæknivillu og ógilti kosninguna. Sama fólk var svo skipað í stjórnlagaráð, sem vann fyrir opnum tjöldum. Það varð 100% sammála um texta stjórnarskrár. Þjóðin greiðir 20. október atkvæði um textann. Tveir lagatæknar hafa á lokastigi málsins lagt fram tillögu, sem útvatnar texta stjórnlagaráðs. Þeir eru að reyna að bregða fæti fyrir málið. Engar textabreytingar sætta þá, sem vilja áfram gamla textann. Verða bara að mæta á kjörstað og segja nei. Er heiðarlegra en að reka flein í gangverkið.