Rangt er vitnað í mig um orsakavalda hrunsins. Tel ekki Davíð Oddsson einan ábyrgan fyrir hruninu. Tel hann vera nauðsynlega skýringu á hruninu, því að án hans hefði það aldrei orðið. Það fríar ekki aðra við ábyrgð. Davíð er ekki fullnægjandi skýring á hruninu. Aðrir komu að því, hver með sínum hætti. Ef einhver einn þeirra hefði ekki tekið þátt í að valda því, hefði það samt orðið. En hefði Davíð ekki tekið þátt, þá hefði hrunið ekki orðið. Hann var nauðsynlegur þáttur, en ekki fullnægjandi. Því er rangt eftir mér haft í fyrirsögn í DV.is, að ég telji hann einan bera ábyrgð á hruninu.