Enginn leyfir Gylfa Magnússyni að veðsetja þjóðina fyrir nýrri innspýtingu ríkisfjár í illa rekna glæpabanka. Samt talar hann enn um, að slíkt verði “vonandi ekki” gert “nema þörf krefji” vegna “almannahagsmuna”. Geir Haarde var áður búinn að gera svo og þá varð fyrsta hrun. Engin fleiri verða leyfð. Ef Gylfa dreymir enn um það, verður gerð bylting. Hann ginnti stjórnina til að samþykkja loforð um ríkisábyrgð á innistæðum í bönkunum. Hvorki hann né stjórnin hafa rétt til að rugla þannig með framtíð okkar. Afturkalla verður loforð Gylfa um ábyrgð á innistæðum. Sú ákvörðun er hurðarlaust helvíti.