Halldór Blöndal segir í Mogganum, að fleiri en hann og Hjálmar Árnason styðji friðarverðlaun fakírs. Hann segir nokkra íslenzka þingmenn hafa sent nóbelsnefndinni tilnefningu. Sjálfir eru Halldór og Hjálmar hættir á þingi. Huldumennirnir vilja, að indverski fakírinn Sri Chinmoy fái friðarverðlaun Nóbels. Þingmenn, sem styðja verðlaun handa umdeildum fakír eiga ekki að fela sig. Við eigum að fá að vita, hverjir sendu tilnefninguna aðrir en Halldór og Hjálmar. Fakírinn er frægur peningaplokkari, sem lifir á trúgirni. Hann hefur víða lyft fólki, til dæmis Steingrími Hermannssyni.