Flest eru nýfrönsk

Punktar

Stjörnuhús Michelin í Kaupmannahöfn hafa flest franska matreiðslu, sum nýklassíska, en flest þó nýfranska. Noma er með svokallaða nýnorræna matreiðslu, sem dregur dám af nýklassískri og notar hráefni frá Grænlandi, Færeyjum og Íslandi. Era Ora er ítalskur staður. Kong Hans og Oubaek eru nýklassískir og hinir fimm eru nýfranskir, André, Godt, Kommandanten, Ensemble og Formel B. Að þessu leyti eru hlutföllin í Kaupmannahöfn betri en í Reykjavík, þar sem nánast allir toppstaðirnir eru nýklassískir. Enginn staður íslenzkur notar hreina og tæra nýfrönsku í matargerðarlist.