Skoðanakönnun DV bendir til, að einn af hverjum fimm Íslendingum vilji ekki fá flóttamenn. Færri en þeir, er vilja fá 5000 eða fleiri. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill efla móttöku flóttamanna. Þeir eru virkir í fésbók og þvinguðu auma ríkisstjórn upp að vegg með hennar 50 hausa. Könnunin sýnir, að um 20% þjóðarinnar hneigjast að rasisma. Borgarfulltrúar Framsóknar höfðuðu til þessa hóps með góðum árangri í síðustu kosningum. Davíð og Mogginn reka gríðarlegan áróður fyrir rasisma og vilja þvinga honum upp á Flokkinn. Litlum jaðarflokkum kann að finnast þetta girnilegt fylgi, en tæpast gagnast það kjölfestuflokkum.