Flest ríki Evrópusambandsins keyptu lista yfir handhafa þýfis í skattaskjóli. Og Luxemborg gafst fyrir sitt leyti upp á aðild að svindlinu. Margir milljarðar evra eru að skila sér í sköttum og sektum. Eitt land er þó utan þessara aðgerða. Það er Ísland, sem á þó tilkall til fjár, sem nokkur hundruð Íslendingar hafa falið. Skattrannsóknastjóri og fjármálaráðherra hafa hent þessum bolta milli sín mánuðum saman, án þess að gögnin hafi verið keypt. Það stafar auðvitað af sérstöðu Íslands sem spilltasta ríkis Vestur-Evrópu. Við erum kúguð af ofbeldi pólitískra bófaflokka, er beinlínis lifa á hlutdeild í skattasvindli greifanna.