Á sínum tíma hvatti ég blaðamenn oft að taka upp viðkvæm símtöl. Sumir neita nefnilega að hafa sagt það, sem þeir sögðu. Þá var það sjaldgæft, en er nú orðið almennt. Pólitíkusar og almannatenglar standa sjaldan við orð sín. Gott var að sjá, að Atli Þór Fanndal blaðamaður hjá Reykjavík hafði sitt á hreinu. Birti af bandi samtal sitt við Vilhjálm Árnason alþingismann. Sá hafði gefið innsýn í spillta hugsun, þar sem meint eldri spilling afsakar nýja spillingu. Aðstoðarlið Hönnu Birnu mátti leka, því ráðuneyti leka oft, sagði Vilhjálmur. Neitaði síðan að hafa sagt það, en Atli fletti ofan af pólitískum ómerkingi.