Atvinnurekendur lýsa frati á Gylfa Arnbjörnsson og Alþýðusambandið. Svigrúmið í kjarasamningum notuðu þeir til að stórauka eigin tekjur. Munur lágtekju- og hátekjufólks vex ört, enda er Alþýðusambandið gagnslaust baráttutæki. Gylfi talar eins og hægri hagfræðingur, trúir úreltri sáldrunarspeki frjálshyggju. Hann kann ekki að semja og afleiðingin er, að umbjóðendur hans fara sífellt halloka. Ekki er von, að almenningur sé í góðum málum, þegar ríkisstjórnin lækkar ítrekað skatta hinna ríku og atvinnurekendur flissa að Gylfa. Nota svo lífeyrissjóðina til að fjármagna sig á kostnað lífeyrisfólks, sem á sjóðina.