Flóinn gafst upp

Punktar

Flóabandalagið hefur gefizt upp á kjarabaráttu. Sýnir kröfur um lágmarkslaun, sem eru langt neðan við lágmark framfærslu. Flóabandalag höfuðborgarsvæðisins og Reykjaness er kjarninn í Starfsgreinasambandinu, sem er síðan kjarninn í Alþýðusambandinu. Þetta eru hinir hefðbundnu verkalýðsrekendur, sem lýsa sér á toppnum í Gylfa Arnbjörnssyni, Trójuhesti atvinnurekenda. Það verða aðeins smáfélög hér og þar, á Akranesi og Húsavík, sem streitast við að ná mannsæmandi kjörum. Þetta þýðir, að auðvelt verður að semja. Eftir smávægilegt hnuss og fuss munu atvinnurekendur fagna skilyrðislausri uppgjöf verkalýðsrekendanna.