Flókið líf ólæsra

Punktar

Írak er lent í þríhyrndu borgarastríði, þar sem eigast við sjítar, súnnítar og kúrdar. Nágrannarnir í Íran styðja sjíta af trúarástæðum, sömuleiðis stjórn alavíta í Sýrlandi af trúarástæðum. Nágrannarnir í Sádi-Arabíu styðja hins vegar súnníta af trúarástæðum, sömuleiðis kúrdar í Sýrlandi. Flókið mál, þegar Írak og Sýrland loga í borgarastríði. Bandaríkin hafa slæma reynslu af flóknu stríði. Samt gera þau bandalag við óvini sína í Íran um stuðning við stjórn sjíta í Írak og gleðja óvini sína í Sýrlandi. Sýna þar með fjandskap bandamönnum sínum í Sádi-Arabíu og uppreisnarhópum í Sýrlandi. Flókið fyrir ólæsa á sagnfræði að afhenda öllum hergögn og klæja svo í tíu þumalputta og fjögur handarbök.