Flestir stjórnmálaflokkar hafa fæðst með stefnuskrá, er boðar rosa góðvild í garð gamlingja, öryrkja, sjúklinga og húsnæðislausra. Ókeypis aðgang að heilsuvernd og skólagöngu. Skattahækkanir á auðgreifa borgi kostnaðinn. Hingað til hafa flokkar ekki efnt slík loforð, ekki einu sinni Samfylkingin og Vinstri græn. Allir vita, að svipuð loforð Sjálfstæðis og Framsóknar eru einskis virði. Nú er komið í ljós, að slík loforð eru einnig marklaus hjá Viðreisn og Bjartri framtíð. Þess vegna er full ástæða til að fara varlega í að trúa sömu loforðum nýja flokksins. Við höfum þegar einn flokk með stefnu, er skýrir, hvernig loforðin verða framkvæmd, Pírata.