Flokkar styðja greifa

Punktar

Færeyska leiðin að auðlindarentu í fiskveiðum fær ekki víðtækan stuðning hér á landi. Markaðslögmál um frjáls útboð á leigukvóta eiga lítið fylgi. Sízt er það hjá meintum kapítalistum, sem vilja hafa það náðugt undir pilsfaldi ríkisins. Helzt styðja píratar útboð á leigukvóta og að öðrum forgangi að auðlindunum. Sjálfstæðis og Framsókn gæta hagsmuna kvótagreifa, eru andvígir auðlindarentu. Vinstri græn fengu færeyska pólitíkusa til skrafs og ráðagerða, en eru hræddir, líklega að tilhlutan Steingríms kvótgreifa-vinar. Viðreisn vill fara ofurhægt í sakirnar, setja eins stafs prósentu á uppboð. Þjóðin á því enn töluvert bágt.