Amsterdam

A. Amsterdam

Amsterdam, Borgarrölt
Síkishús

Síkishús

17. aldar safn

Miðborg Amsterdam er stærsta safn heims, einstæð vin þúsunda húsa og hundraða brúa frá sautjándu öld, blómaskeiði siglinga og kaupsýslu Hollendinga. Um 7.000 hús í miðborginni hafa beinlínis verið friðuð, svo að sautjánda öldin megi varðveitast um ókomna framtíð.

Kílómetra eftir kílómetra rýfur ekkert samræmið í mjóum húsgöflum, fagursveigðum síkisbrúm og laufskrýddum trjám. Borgarsíkin eru lengri en í Feneyjum og mynda svigrúm og andrúm í annars þröngt byggðri borg. Hið eina, sem truflar myndina, er‚ eru bílarnir, sem komast vart leiðar sinnar.

Síkin eru nú orðið lítið notuð, nema fyrir útsýnisbáta ferðamanna. Hjólhesturinn og fætur postulanna eru samgöngutækin, sem henta borginni. Vegalengdirnar eru raunar svo stuttar, að á annatíma er oft fljótlegra að ganga milli staða en að aka stóran krók einstefnugatna.

Næstu skref

B. Síkin

Amsterdam, Borgarrölt
Síkisbrú og síkisbátur

Síkisbrú og síkisbátur

Sú ferð, sem nýkomnir ættu að byrja á, er raunar engin gönguferð, heldur þægileg bátsferð um Grachten, síki borgarinnar. Þannig kynnumst við Amsterdam frá því sjónarhorni, sem áður fyrr var hið eðlilega. Við sjáum hana eins og siglandi gestir fyrri alda sáu hana.

Auk þess er bátsferð um síkin ágæt aðferð til að átta sig á lögun borgarinnar og afstöðu ýmissa merkisstaða, sem gaman væri að skoða nánar síðar á hestum postulanna. Við finnum líka, hvernig síkin liggja eins og skeifur, hver utan yfir aðra, og hvernig umferðargöturnar liggja eins og geislar út frá borgarmiðju, yfir hvert síkið á fætur öðru.

Næstu skref

C. Austurborgin

Amsterdam, Borgarrölt

Allar gönguferðirnar þrjár í þessari bók byrja og enda við aðaltorgið Dam. Fyrsta ferð leiðir okkur um austurhluta gömlu miðborgarinnar.

Dam

Dam
Dam

Þar sem nú er Dam, var fyrsta stíflan í ánni Amstel gerð einhvern tíma á 13. öld. Eftir þeirri stíflu fékk borgin nafn og kallaðist Amsteldamme. Við stífluna myndaðist höfn og út frá henni stækkaði fiskiþorpið upp í kaupsýsluborg.

Við hefjum gönguna framan við Krasnapolsky hótel og frestum því að skoða konungshöllina og Nieuwe Kerk handan torgsins. Í okkar enda þess trónir þjóðarminnisvarðinn, sem reistur var 1956 fyrir samskotafé til að minnast afreka Hollendinga í síðari eimsstyrjöldinni.

Hægra megin við hótelið, handan lítils sunds, er ein af hinum gömlu Bruine kroegs, De Wildeman, í elzta húsi torgsins, frá 1632. Þar væri gott að styrkja sig á kaffi fyrir gönguna og skoða um leið veggskreytingu hinna mörgu peningaseðla gamalla tíma frá ýmsum löndum.

Við getum líka litið inn í vetrargarðinn Wintertuin, morgunverðarsal Krasnapolsky, sem er einstakur í sinni röð, ekki sist ef við erum á ferðalagi að vetrarlagi.

Næstu skref
Krasnapolski, restaurant, Amsterdam
Krasnapolski Wintertuin

D. Suðvesturborgin

Amsterdam, Borgarrölt
Koninklijk Paleis & Nieuwe Kerk, Amsterdam

Koninklijk Paleis & Nieuwe Kerk

Enn hefjum við ferð frá Dam, en í þetta sinn byrjum við í hinum enda torgsins, fyrir framan konungs-höllina og Nieuwe Kerk. Við höfum áður lýst lífinu á torginu, svo að við snúum okkur strax að konungshöllinni.

Koninklijk Paleis, Amsterdam

Koninklijk Paleis

Höllin var reist 1655 sem ráðhús borgarinnar á miðri auðsældaröld hennar. Hún er teiknuð af Jacob van Campen í síðbúinni, hollenzkri útgáfu af endurreisnarstíl, svokölluðum palladískum fægistíl. Við tökum eftir einkar formföstum hlutföllum hallarinnar, mildum útskotum, veggsúlnariðum og lárétt
ri skiptingu milli hæða.

Höllin minnir raunar á sum ráðhús 16. aldar. Allur útskotni miðbálkurinn er einn risastór og bjartur salur, sem lengi var hinn stærsti í heimi. lnni í höllinni eru ein hin beztu dæmi um Empire húsgögn, arfur frá Louis Bonaparte, er skyndilega hafði sig á brott héðan.
Þessi volduga höll var sem ráðhús ein helzta miðstöð hollenzka heimsveldisins í hálfa aðra öld. Þegar Napóleon Bonaparte tók Holland 1808, gerði hann bróður sinn, Louis, að kóngi í ráðhúsinu. Það konungsveldi varð skammvinnt, en síðan hefur ráðhúsið verið konungshöll landsins.Að vísu býr drottningin ekki þar, því að tæpast er hægt að búa í höll með háværum umferðaræðum á alla vegu, hafandi ekki einu sinni garð á milli. Hún býr að venju í Haag og kemur bara hingað í opinberar móttökur eða til að gista eina nótt í senn.

Höllin er opin almenningi á sumrin 12:30-16 og veturna sömu tíma á miðvikudögum. Gestir geta gert sér í hugarlund, að það þurfti 13.659 tréstaura til að halda höllinni uppi í mýrinni. Að skilnaði skulum við minnast þess, að höllin er eitt fullkomnasta skólabókardæmi um ákveðinn byggingarstíl í fortíðinni.

Næstu skref

E. Norðvesturborgin

Amsterdam, Borgarrölt
Koninklijk Paleis vinstra megin & Nieuwe Kerk hægra megin

Koninklijk Paleis vinstra megin & Nieuwe Kerk hægra megin

Nieuwe Kerk

Þá er ekki annað eftir en norðvesturhlutinn. Við byrjum enn á Dam og í þetta sinn fyrir framan Nieuwe Kerk.

Nieuwe Kerk er, þrátt fyrir nafnið, ein elzta kirkjan í Amsterdam, reist á 15. öld. Hún er eins konar Westminster Abbey Hollendinga, krýningarkirkja konungsættarinnar. Þar hafa þrjár Hollandsdrottningar verið krýndar í rö
ð, Vilhelmína 1898, dóttir hennar Júlíana 1948 og dótturdóttirin Beatrix 1980. Svo virðist sem kvennaveldi hafi í heila öld ríkt í ættinni Oranje-Nassau. En nú hefur Beatrix eignast krónprins til að taka við ríkinu.

Nieuwe Kerk er ef til vill frægust fyrir að vera án tu
rns. Mjó spíra var sett á hana til málamynda á 19. öld. Um miðja 17. öld höfðu borgarfeður deilt um, hvort byggja skyldi kirkjuturn eða ráðhús og varð ráðhúsið ofan á. Kirkjan er opin 12-16, sunnudaga 13-17.

Næstu skref

 

F. Holland

Amsterdam, Borgarrölt

 

Zaanse Schans

Zaanse Schans

Við erum nú orðin svo kunnug Amsterdam, að við höfum einn eða tvo daga aflögu til að kynnast nálægum plássum. Auðvitað getum við tekið þátt í hópferðum frá borginni og séð flest það, sem hér verður lýst. En bílaleigubíll getur líka verið þægilegur, því að þá erum við ekki bundin sérstakri tímaáætlun og getum hagað ferðum okkar að eigin vild.

Hér verður lýst tveimur slíkum dagsferðum. Önnur ferðin er til norðurs með viðkomu í Alkmaar, Zaanse Schans, Marken og Volendam. Hin er til suðurs með viðkomu í Aalsmeer, Keukenhof, Delft, Haag og Madurodam.

Þeir, sem vilja hafa hæga yfirferð, geta skipt þessum ferðum. Ekkert mál er að skreppa í náttstað til Amsterdam, því að staðirnir eru aðeins í eins til þriggja stundarfjórðunga fjarlægð.

Fyrsta ferðin