Istanbul
Austrið og vestrið mætast í Miklagarði. Þar var gríska Byzántion, rómverska Konstantinopel og loks íslamska Istanbul. Hvert heimsveldið á fætur öðru setti sitt mark á borgina við Sæviðarsund. Hún var öldum saman miðja hins þekkta heims og langstærsta borg veraldar. Þangað lágu allir gagnvegir og þar eru hlið austurs og vesturs, brýrnar miklu milli Evrópu og Asíu.
Lífið í Istanbul hefur breyzt síðasta aldarfjórðung. Þegar ég kom þar fyrst, var borgin nærri því vestræn og fáar konur báru slæður. Síðan hefur verið mikill flótti úr sveitum til borga. Istanbul nútímans hýsir tíu milljónir manns og er orðin að hálfu leyti borg svartklæddra kvenna með slæður. Með auknum íslamisma Erdoğan færist drungi miðalda yfir borgina. Hann hefur í tvo áratugi verið valdamaður, fyrst borgarstjóri, síðan forsætisráðherra og síðast forseti.