Borgarrölt

2. Miðbær syðri – Circo Massimo

Borgarrölt
Circus Maximum & Palatinum, Roma

Circo Massimo & Palatinum að baki

Circo Massimo

Þegar við komum út úr garðinum, beygjum við til vinstri Via di Santa Sabina og síðan í beinu framhaldi Valle Murcia, alls 500 metra leið, niður á Piazzale Romolo e Remo, þar sem er útsýni yfir Circus Maximus og handan hans til keisarahallanna fornu á Palatinum. Þessi forni veðhlaupavöllur er núna orðinn að grasi grónu útivistarsvæði með grasbrekkum og sýnir vel upprunalegt form vallarins.

Circus Maximus var stærsta veðhlaupabraut Rómar, fyrst 500 og síðan 600 metra löng og rúmaði 150.000 áhorfendur á tímum júlíönsku keisaranna, en 250.000 á tíma Trajanusar. Veðhlaupin voru aðallega stunduð á tví- og fereykjum og voru eitt helzta tómstundagaman Rómverja á keisaraöld.

Næstu skref

16. Forna Róm – San Giovanni in Laterano

Borgarrölt

San Giovanni in Laterano, Roma

San Giovanni in Laterano

Hurðir úr Curia, Roma

Hurðir úr Curia, nú í San Giovanni in Laterano

Þegar við komum inn á Laterano-torg, verður fyrst fyrir okkur skírnhúsið, Battistero, á hægri hönd og Laterano-höll beint framundan, en á milli þeirra sést í hlið hinnar fornu kirkju, sem var höfuðkirkja páfastóls fyrir daga Péturskirkju. Til þess að komast að framhlið kirkjunnar, þurfum við að ganga umhverfis Laterano-höll.

Þessi kirkja var endastöð íslenzkra pílagríma sögualdar og Sturlungaaldar. Hingað komu Guðríður Þorbjarnardóttir og Sturla Sighvatsson til að fá aflausn synda sinna, því að hér var kirkja páfans í nærri þúsund ár, frá 314 og til útlegðarinnar í Avignon 1309.

Skírnhúsið er jafngamalt kirkjunni. Á 4. öld voru allir kristnir menn skírðir í því. Nokkrar breytingar voru gerðar á því á 5. öld og síðan aftur á 16.
öld.

Gamla páfahöllin er horfin, en í hennar stað er komin höll frá 1586. Hún er erkibiskupsstofa Rómar og ræður páfinn þar ríkjum, því að hann er jafnan einnig erkibiskup Rómar. Þótt San Giovanni sé ekki lengur höfuðkirkja kristninnar, er hún enn dómkirkja Rómar.

Fyrir framan erkibiskupshöllina er stærsti einsteinungur Rómar, frá 15. öld f.Kr., fluttur til Rómar á dögum Constantinusar II.

Þegar við komum fyrir hornið, blasir við voldug framhlið kirkjunnar og veldur strax vonbrigðum, þótt hún sé falleg. Því veldur, að hún er ekki forn, heldur í hlaðstíl frá 18. öld.

San Giovanni in Laterano, Roma 2

San Giovanni in Laterano

Upphaflega var þessi kirkja reist á vegum Constantinusar mikla, þá tileinkuð Kristi og ekki Jóhannesi skírara fyrr en síðar. Þetta var fimm skipa kirkja, sem fór illa í árásum villiþjóða á 5. öld, jarðskjálfta 896 og eldsvoða 1308. Ekkert er raunar talið standa eftir af hinni upprunalegu kirkju, nema einhverjir veggir og hlutar hinnar stóru steinfellumyndar í hvolfi kórbaks.

Innan við kirkjuportið sjáum við voldugar bronshurðir, sem rænt var frá fundarsal öldungaráðsins í hinni fornu Róm. Þar fyrir innan sjáum við hl
aðstílskirkju, hannaða af Borromini og byggða upp úr hinni gömlu kirkju 1646-1650, en þó með fyrra timburlofti frá 16. öld og steinfellumyndinni gömlu. Eitt helzta einkenni kirkjunnar eru risastór líkneski af postulunum tólf, hönnuð af lærisveinum Berninis.

Steinfellumyndin lifði af endurbyggingu á 5. öld og aðra á 13. öld, þegar Jacopo Torriti bætti í hana nýjum atriðum. Borromini lét hana í friði á 17. öld, en svo varð hún á 19. öld fyrir skemmdum, sem hafa síðan verið lagfærðar. Óljóst er, hve mikið af henni er upprunalegt.

Við Laterano-torg er ágætt veitingahús, Cannavota.  Þessari göngu er lokið.

Næstu skref

15. Forna Róm – San Stefano Rotondo

Borgarrölt

San Stefano Rotondo, Roma

San Stefano Rotondo

Frá baðhöllinni förum við yfir Via delle Terme Caracalla, nokkurn spöl til hægri eftir henni og beygjum síðan til vinstri eftir Via Druso og Via dell’Amba Aradam til Laterano-torgs, um 1200 metra leið. Við getum líka tekið krók úr Via Druso til vinstri eftir Via della Navicella og síðan til hægri eftir Via di San Stefano Rotondo, sem einnig liggur til torgsins, og verður leiðin þá 500 metrum lengri.

Ef við tökum á okkur krókinn, förum við hjá San Stefano Rotondo, stærstu hringkirkju frumkristninnar, byggðri 468-483, og átti þá að vera nákvæm eftirlíking frægustu kirkju þess tíma, fjallkirkjunnar í Jerúsalem. San Stefano var lengi ein af höfuðkirkjum Rómar, ríkulega skreytt, en má nú muna fífil sinn fegri.

San Stefano var upphaflega 45 metrar að þvermáli, með tveimur ferilgöngum umhverfis altarismiðju, sem haldið er uppi af jónískum súlum, lýst 22 lyftingargluggum. Páfinn Nikulás V lét spilla kirkjunni 1453 með því að láta hlaða upp í ytra súlnariðið og rífa ytri ferilganginn.

Næstu skref

14. Forna Róm – Terme di Caracalla

Borgarrölt

Roma, Italy 5 Caracalla baths

Terme di Caracalla

Frá veitingahúsinu eða Colosseum getum við tekið leigubíl til almennings-baðhallar Caracalla eða gengið hálfan annan kílómetra suður frá sigurboga Constantinusar eftir Via di San Gregorio og svo til suðausturs eftir Via delle Terme Caracalla. Voldugir veggir og 30 metra há hvolf baðhallarinnar leyna sér ekki, þegar við nálgumst.

Rústirnar gefa góða mynd af hefðbundnu baðhúsi frá rómverskum tíma, að vísu með óvenjulega stórbrotnu hallarsniði. Það er samhverft um miðju, þar sem voru heit baðstofa, caldarium; volg baðstofa, tepidarium; og köld baðstofa, frigidarium. Beggja vegna við köldu baðstofuna voru búningsklefar og enn utar leikfimisalir, gymnasium.

Terme di Caracalla, Roma

Steinfellugólf í Terme di Caracalla

Beggja vegna við heitu baðstofuna voru þurrgufubaðstofur, laconicum. Þessu fylgdi þaulhugsað kerfi vatns- og hitaleiðsla. Utan um höllina voru garðar, þar sem voru fleiri leikfimisalir og bókasöfn, því að baðhús Rómverja voru um leið félagsmiðstöðvar og menningarmiðstöðvar.

Caracalla keisari og eftirmenn hans létu byggja þessa baðhöll 212-235, lagða marmara og steinfellumyndum, og var hún þá hin stærsta í Róm, með aðstöðu fyrir 1600 manns í einu. Það var notað í rúmar þrjár aldir, unz vatnsrið Rómverja voru mörg hver eyðilögð í árásum þjóðflutningatímans. Þegar menn skoða slíka baðhöll, má minnast þess, að enn meiri mannvirki og enn meiri verkfræðiafrek fólust í hinum feiknarlegu vatnsriðum, sem fluttu vatn úr fjöllunum til borgarinnar og baðhúsa hennar.

Hægt er að ganga um leikfimisali, búningsklefa og köldu baðstofuna. Á þessari leið má sjá falleg steinfellumynztur í gólfum. Miklir hljómleikar eru stundum haldnir í heitu baðstofunni og garðinum fyrir framan hana.

Næstu skref

13. Forna Róm – Domus Aurea

Borgarrölt

Domus Aurea

Domus Aurea, Roma

Leifar af gullhöll Nerós, Domus Aurea

Colosseum var reist, þar sem áður var hallartjörn Gullhallar Neros keisara, Domus Aurea. Hann lét reisa höllina árið 64 utan í hæðinni Esquilinum eftir mikinn bruna í Róm. Hún stóð aðeins í fá ár, en varð fræg fyrir íburð, þar á meðal ilmefnaleiðslur. Aðalmatsalurinn snerist í hring eins og veitingasalur Perlunnar.

Með eftirmönnum Neros hófst hinn hvimleiði siður að rífa gömul mannvirki í Róm til að byggja ný. Keisararnir byrjuðu á þessu og síðan tóku páfarnir við. Grunnur hallar Neros var notaður undir baðhús Trajanusar, sem líka er horfið. Merki þessara bygginga, nokkur veggjabrot, má sjá í hlíðinni norðaustan við Colosseum.

Hér er ráð að gera hlé á skoðun og bregða sér í síðbúinn hádegismat í Da Nerone eða Tre Scalini.

Næstu skref

12. Forna Róm – Colosseo

Borgarrölt

Colosseum, Roma

Colosseo

Colosseum er einkennistákn hinnar fornu Rómar á svipaðan hátt og Péturskirkja er einkennistákn hinnar kristnu Rómar. Sporöskjulagað hringleikahúsið, sem er 188 og 156 metrar að þvermáli og rúmaði 50.000 áhorfendur, var reist árin 72-96, á stjórnarárum hinna flavísku keisara, Vespanianusar, Titusar og Dominitianusar.

Grunnform þess stendur enn að mestu, þótt það hafi verið rúið marmara og öðru skarti, sætum og heilu veggjunum. Það vekur enn ógnþrungna virðingu ferðamanna, því að ljósmyndir segja litla sögu um stærð þess og efnismagn.

Colosseum, Roma 3

Colosseo

Að utanverðu er Colosseum fjögurra hæða. Neðst er dórískt súlnarið, síðan jónískt rið á annarri hæð og kórinþurið á hinni þriðju, en næsta heill veggur á hinni fjórðu, á sínum tíma lagður bronsskjöldum. Þessi röðun grískra súlnaforma hefur æ síðan orðið byggingameisturum til fyrirmyndar. Yfir mannvirkið var dreginn tjaldhiminn, þegar þurfti að skýla áhorfendum fyrir sól eða regni.

Bygging hringleikahússins var verkfræðilegt afrek. Með þreföldum útvegg og þrautskipulögðu kerfi stiga milli veggjanna var séð um, að 50.000 áhorfendur gætu yfirgefið það á skömmum tíma. Undir sýningarsvæðinu var einnig mikið aðflutningskerfi starfsfólks, þræla og dýra, sem sjá má ofan frá, ef menn fara hring um svæðið.

Sýningar lögðust af á 6. öld, og á 13. öld var leikhúsinu breytt í virki. Á 15. öld var hafizt handa við að taka úr því grjót til byggingar Péturskirkju, Feneyjahallar og fleiri mannvirkja í Róm. Þessi vandalismi hélt áfram í þrjár aldir, unz hann var stöðvaður á 18. öld.

Næstu skref

11. Forna Róm – Arco di Constantino

Borgarrölt
Arco di Constantino, Roma

Arco di Constantino, Colosseo að baki hægra megin

Arco di Constantino

Við höldum til baka niður að Titusarboga og förum Via Sacra meðfram nokkrum súlum úr musteri Venusar og Rómar, sem reist var á vegum Hadrianusar 121-136, í átt til sigurboga Constantinusar og hringleikahússins Colosseum. Á þessum slóðum var inngangurinn í gullhöll Neros.

Sigurboginn var reistur 315 til minningar um sigur Constantinusar yfir keppinauti sínum, Maxentiusi, mjög vel hannaður og mikið skreyttur lágmyndum. Sumum hinum beztu þeirra hafði verið rænt af eldri minnismerkjum Trajanusar, Hadrianusar og Aureliusar frá upphafi 2. aldar.

Þá þegar var hafinn sá langi tími í sögu Rómar, að ný og lakari minnismerki voru reist með því að spilla þeim betri, sem fyrir voru. Kirkjunnar menn voru mikilvirkastir í þeim spellvirkjum og hefur það til dæmis komið feiknarlega hart niður á Colosseum.

Næstu skref

C. Hverfin

Borgarrölt, New York

Downtown

Suðurendi Manhattan, New York

Suðurendi Manhattan eins og hann var fyrir hrun tvíburaturnanna

Bankahverfið, sem ýmist er kallað Financial District eða Downtown, er syðsti oddi Manhattan, þar sem borgin var stofnuð af hollenzkum landnemum, sem kölluðu hana Nýju Amsterdam. Nafnið Wall Street stafar af, að þar var í öndverðu veggurinn, sem Hollendingar reistu borginni til varnar gegn Indjánum.

Nú er Downtown samfelld hrúga turna úr stáli og gleri, stærsta
bankamiðstöð í heimi. Til skamms tíma var hverfið steindautt um helgar. En nú hefur verið komið upp vinsælli ferðamannaþjónustu við gömlu fiskihöfnina í South Street Seaport, komið upp stóru hóteli og nothæfum veitingahúsum í World Trade Center og verið að reisa lúxusíbúðir norðan við Battery Park, svo að fólk er nú orðið á ferli í Downtown um helgar.

Mjög lítið er af gömlum mannvirkjum í hverfinu, en þau, sem enn standa, verða helzta augnayndi okkar á einni gönguferðinni, sem lýst er aftar í þessari bók. Þau eru skólabókardæmi um, að gömul og hrörleg hús eru vinalegri og fallegri en glæsibyggingar nútímans. Eyðileggjendur Kvosarinnar í Reykjavík ættu að reyna að skilja þetta.

Skýjakljúfahverfið á þessum stað er að því leyti skemmtilegra en miðbæjarhverfið, að gatnakerfið er ekki eins og rúðustrikað blað, heldur fylgir gömlu reiðvegunum. Samt er auðvelt að rata, ef fólk tekur mið af skýjakljúfunum.

Næstu skref

10. Forna Róm – Palatino

Borgarrölt

Palatino

Triclinium, Domus Flavia, Palatinum, Roma

Triclinium, Domus Flavia, Palatinum

Hér beygjum við til hægri af Via Sacra og höld
um eftir veginum Clivus Palatinus upp á keisarahæðina.

Peristyle, Domus Augustana, Roma

Peristyle, Domus Augustana

Elzta byggð í Róm var í svölum hlíðum Palatinum-hæðar. Augustus lét reisa sér keisarahöll, Domus Augustana, í auðmannahverfi, sem var á hæðinni á hans dögum. Eftirkomendur hans færðu út kvíarnar og síðasti keisari Flavia-ættar, Dominitianus, breytti allri hæðinni í keisarahöll, Domus Flavia.

Mjög lítið er nú sjáanlegt af hinum miklu byggingum fornaldar, en duldar gersemar eru vafalaust undir trjám Farnese-garða.

Ef við tökum stefnuna á forngripasafnið, er Domus Augustana á vinstri hönd og Domus Flavia á hægri hönd, síðan Domus Livia og loks Domus Tiberiana.

Domus Flavia

Næst brekkunni niður að Forum Romanum eru leifarnar af heimilishofi keisarans við Clivus Palatinus, síðan af hásætissalnum og loks dómbyrðunni, þar sem keisarinn kvað upp úrskurði sína.

Að baki salanna þriggja er garður, peristyle, upprunalega með súlnagöngum í kring og í miðju átthyrnd tjörn, sem enn sést. Undir sölunum þremur og garðinum eru neðanjarðarsalir.

Handan við peristyle var triclinium, borðstofa keisarans, fegursti salur hallarinnar. Hluti gólfsins hefur varðveizt, lagt marglitum marmara.

Beggja vegna við borðstofuna voru nymphaea. Það, sem er hægra megin, hefur varðveitzt sæmilega. Þetta voru setustofur hallarinnar

Stadium, Palatinum, Roma

Stadium, Palatinum

Domus Augustana

Stjórnarhöll Augustusar var byggð utan um tvo garða. Sá hærri er vinstra megin framan við forngripasafnið og hinn lægri er að baki þess, einnig vinstra megin. Neðri hæðir hallarinnar gnæfa enn í íhvolfum sveig yfir Circus Maximus handan hæðarinnar.

Vinstra megin við Domus Augustana sést enn leikvangur frá tíma Dominitianusar, upprunalega umluktur tveggja hæða súlnagöngum. Sporbaugurinn í öðrum enda leikvangsins er viðbót frá tíma Þeodoriks Austgotakonungs á 6. öld. Handan leikvangsins eru rústir baðhúss, sem reist var á vegum Maxentiusar keisara.

Domus Livia

Ef við förum þvert gegnum Domus Flavia, komum við að svæði fornleifagraftar. Þar eru leifar musteris, sem Augustus reisti guðinum Apollo. Ennfremur eru þar rústir af Domus Livia, sem var bústaður Augustusar. Veggmyndir hafa verið losaðar af veggjum og settar upp fyrir framan þá, svo að betra sé að virða þær fyrir sér.

Palatinum, Roma

Keisarahöll Caligula á Palatinum

Domus Tiberiana

Milli Domus Livia og Forum Romanum eru Farnese-garðar, lagðir á miðri 16. öld ofan á því, sem áður voru rústir keisarahalla Tiberiusar, Caligula, Trajanusar og Hadrianusar. Næst Domus Livia var höll Tiberiusar, en fjærst, þar sem útsýnissvalirnar eru yfir Forum Romanum, var höll Caligula. Hallir Trajanusar og Hadrianusar voru þar inn af, nær Clivus Palatinus. Ekkert sést nú ofanjarðar af höllum þessum, en leifar bogariða sjást í hlíðunum, sem snúa út að Forum Romanum. Undir Farnese-görðum má vafalaust finna fleiri menjar þessara keisarahalla.

Næstu skref

9. Forna Róm – Basilica Maxentia

Borgarrölt

Basilica Maxentia, Roma

Basilica Maxentia

Arco di Tito, Roma

Arco di Tito

Við göngum framhjá leifunum af hringlaga hofi Romulusar, ekki stofnanda Rómar, heldur sonar Maxentiusar keisara, og beygjum til vinstri að byrðu Maxentiusar og Constantinusar.

Basilica Maxentia e Constantina var reist að mestu 308-312 á vegum Maxentiusar keisara, en fullgerð á vegum Constantinusar keisara. Hún stendur enn að nokkru, gnæfir yfir rústum Rómartorgs og ber vitni um frábæra snilld Rómverja í hvelfingagerð. Þetta var síðasta byrða fornaldar, þriggja skipa og svipuð að flatarmáli og Júlíu- og Emilíubyrður, en voldugri á hæðina. Svipuð tækni var notuð við byggingu hennar og við gerð hinna frægu baðhúsa keisaraaldar.

Arco di Tito

Via Sacra liggur upp að Titusarboga, sem stendur á þrepi, þar sem vegi hallar til beggja átta, til Forum Romanum og til Colosseum. Sigurboginn er í mælirænum hlutföllum og fagurlega skreyttur, reistur árið 81 til minningar um sigra hinna keisaralegu feðga, Vespanianusar og Titusar, á Gyðingum.

Næstu skref

8. Forna Róm – Basilica Julia

Borgarrölt

Forum Romanum, Roma 6

Basilica Julia

Við höldum nú framhjá Fókasarsúlu meðfram grunni hinnar risastóru, fimm skipa Júlíubyrðu, Basilica Julia, sem stóð andspænis Emilíubyrðu við torgið, reist á vegum Cesars 55 f.Kr og fullgerð á vegum Augustusar keisara árið 12. Hún gegndi svipuðu hlutverki og Emilíubyrða, verzlun og dómstörfum. Framan við byrðuna sjást leifar af súlnaröð, sem reist var um aldamótin 300 til heiðurs herforingjum.

Í framhaldi af Júlíubyrðu standa enn þrjár snæhvítar kórinþusúlur frá stjórnartíma Augustusar úr hofi Castors og Polluxar, sem upphaflega var reist á 5. öld f.Kr. til minningar um sigur í orrustunni við Regillusarvatn 496 f.Kr.

Vestae

Við förum áfram milli þessa hofs og Juliusarhofs, sem stóð við suðausturenda torgsins. Það hof var hið fyrsta í röð hofa keisaradýrkunar, tileinkað Juliusi Cesar keisara, reist 29 f.Kr.

Forum Romanum, Roma 7

Vestae fremst fyrir miðju, þar fyrir aftan þrjár súlur úr hofi Castor et Pollux

Við stefnum beint á hringlaga hof Vestumeyja. Þar sátu kvenprestar og gættu Rómarelds og helgigripa Rómarveldis allt frá 6. öld f.Kr. Þær rústir, sem nú sjást, eru frá valdatíma Severusar í upphafi 3. aldar.

Að baki hofsins eru leifarnar af Vestae, stórhýsi Vestumeyja, þar sem kvenprestarnir bjuggu. Enn má sjá innigarð þeirra með tveimur laugum.

Ofan við Vestae til hægri sjáum við leifar keisarahallar Caligula í hlíðum Palatinum-hæðar.

Palatinum, Roma

Leifar af höll Caligula á Palatinum, séð frá Vestae

Við gögum út úr garðinum til vinstri og förum þar aftur inn á Via Sacra, aftan við Regia, sem var á lýðveldistíma Rómar aðsetur æðstaprests Rómar, Pontifex Maximus. Regia er að baki áðurnefnds Juliusarhofs.

Næstu skref

7. Forna Róm – Tabularium

Borgarrölt
Forum Romanum, Roma 4

Tabularium efst fyrir miðju, þar fyrir framan Colonna Phokas og hægra megin Arco Severus

Tabularium

Að baki gnæfir Tabularium á Capitolum, reist 78 f.Kr. til varðveizlu ríkisskjala, lagabálka og ríkisfjármuna. Neðri hlutinn með súlnariðum er upprunalegur, en ofan á var reist Palazzo Senatorio á 12. öld. Tabularium markaði norðvesturenda Rómartorgs.

Hægra megin fyrir framan Tabularium stóð áður fyrr Sáttahof, Concordia, til minningar um sátt höfðingja og alþýðu Rómar 367 f.Kr.

Fyrir miðju Tabularium standa enn þrjár kórinþusúlur úr hofi Vespanianusar keisara, sem sonur hans og sonarsonur létu reisa að honum látnum árið 79.

Vinstra megin standa átta súlur úr hofi Saturnusar frá 42 f.Kr., en upprunalega var hér elzta hof torgsins, reist 497 f.Kr.

Að baki Saturnusarsúlna eru tólf kórinþusúlur úr súlnagöngum, sem Dominitianus keisari lét reisa til heiðurs tólf helztu Rómarguðum undir lok 1. aldar.

Næstu skref

6. Forna Róm – Curia

Borgarrölt
Curia, Roma

Luca e Martina til vinstri, Curia til hægri

Curia

Við norðurenda Emilíubyrðu má sjá götuna Argiletum, sem að fornu var líflegasta gata borgarinnar. Handan götunnar rís Curia.

Þessi fundarsalur öldungaráðs Rómar er frá 80-29 f.Kr. og var endurreistur árið 283, en hin upprunalega Curia lýðveldistímans stóð við hliðina, þar sem nú er kirkjan Luca e Martina. Húsið varðveittist, af því að því var breytt í kirkju. Curia er fremur drungalegt múrsteinahús, en var auðvitað glæsilegra að fornu, þegar það var klætt marmara. Bronshurðirnar miklu eru eftirlíking, en hinum upprunalegu lét páfinn Alexander VII ræna á 17. öld handa Jóhannesarkirkju við Lateranum-torg, þar sem þær eru enn þann dag í dag.

Í húsinu eru núna tvær marmarabríkur, sem voru áður á Rostra.

Rostra

Rostra úr Curia, Roma

Rostra í Curia

Fyrir utan Curia er sigurbogi Septimusar Severusar, Arco di Severo, reistur 203 eftir sigra hans og tveggja sona hans gegn Pörþum. Athyglisvert er, að sonurinn Caracalla, sem varð keisari eftir Severus og lét drepa bróður sinn, Geta, lét líka má út nafn hans á sigurboganum. Boginn er sá fyrsti þeirrar gerðar, að súlurnar eru aðskildar frá veggnum að baki.

Við hlið sigurbogans, fjær Curia, er Rostra, ræðupallur torgsins, þar sem ræðuskörungar Rómaveldis komu fram. Slíkur pallur var á torginu allt frá 338 f.Kr., en sá pallur, sem nú stendur, er frá tímum Cesars, frá 44 f.Kr.

Framan við Rostra stendur Fókasarsúla, síðasta byggingaframkvæmd Rómartorgs, tekin úr hofi og reist 608 á vegum páfans í þakklætisskyni fyrir, að Fókas keisari gaf kirkjunni Pantheon til messugerðar.

Næstu skref

I. La Vie – Rue Mouffetard

Borgarrölt, París (English)

La Vie

The liveliest part of Paris is the area around the boulevards Saint-Germain and Saint-Michel on the Left bank. On our way we will also pass landmarks like the Panthéon, Palais du Luxembourg, Saint-Sulpice and Saint-Germain-des-Prés. This is our longest walk as there are many things to see.

Rue Mouffetard

Rue Mouffetard, Paris

Rue Mouffetard

We start at the lower end of Rue Mouffetard, in front of the 15th C. Saint-Médard. If we arrive by the metro, we depart at the Censier-Daubenton station and walk along Rue Monge for a few meters to the church. We walk up Rue Mouffetard.

The most charming shopping street in central Paris is this pedestrian street which meanders down Montagne Saint-Geneviève from Place Contrescarpe to Saint-Medard. The liveliest part is the downhill one near the church, especially in the morning. We note Flahec, a nice little seafood shop, at no. 135. From no. 104 and 101 pedestrian passages lead off the street.

The houses are old and village-like. Many shop-signs are from olden times. The street itself is narrow, filled with stalls and humanity. Everything is for sale in La Mouffe, as the local people call the street, but food is the most obvious thing.

Place de la Contrescarpe

We arrive at the top of the street to Place de la Contrescarpe.

Resembling a small-town square, it was laid out in 1852 in a place that had been used for festivals for a long time. It is now livelier than ever, lined with restaurants and cafés that cater to university students.

Place Contrescarpe, Paris

Place Contrescarpe

Next steps

5. Forna Róm – Foro Romano

Borgarrölt
Forum Romanum, Roma 5

Forum, Foro Romano

Foro Romano

Við förum til baka meðfram Via dei Fori Imperiali, eftir göngustígnum Via della Salara Vecchia, til eina inngangsins í Forum Romanum.

Stærsta torg lýðveldistíma hinnar fornu borgar var Forum Romanum. Það var upprunalega verzlunartorg með múrsteinshúsum, en varð síðan marmaraslegið stjórnmála- og trúmálatorg fram að þjóðflutningum miðalda, þegar Rómarveldi hrundi. Af frágangi eftir fornleifagröft getum við gert okkur í hugarlund skipan merkra bygginga og gatna á þessu svæði, ef við göngum um það og gefum okkur góðan tíma.

Antonio e Faustina

Antonio e Faustina, Roma

Antonio e Faustina

Þegar við göngum frá innganginum niður á torgið, er hof keisarahjónanna Antoniusar og Faustinu á vinstri hönd og grunnur Emilíubyrðu á hægri hönd. Hofið var reist á vegum Antoniusar Piusar árið 141. Súlur framhliðarinnar eru upprunalegir einsteinungar, svo og tröppurnar upp að hofinu. Framhliðin í hlaðstíl er að öðru leyti frá 1602, þegar hofinu hafði verið breytt í kirkju.

Basilica Aemilia, Emilíubyrða, var reist 179 f.Kr. og bar nafn ættarinnar, sem sá um viðhald hennar. Þær leifar, sem nú sjást, eru frá 1. öld. Þarna var verzlað og sættir gerðar.

Meðfram Emilíubyrðu var helgibrautin Via Sacra, þar sem fram fóru sigurgöngur herforingja.

Næstu skref