Borgarrölt

15. Midtown – AT&T

Borgarrölt

A.T.& T., New YorkAT&T

Við snúum á hæli sömu leið út á Park Avenue og höldum enn áfram göngu okkar til norðurs. Á vinstri hönd verður fyrir okkur einn allra nýjustu skýjakljúfa borgarinnar, AT&T, frá 1984. Hann er teiknaður af Philip Johnson og John Burgee, auðþekkjanlegur af Chippendale-stólbaksstíl toppsins. Um leið er hann einn umdeildasti turn borgarinnar.

AT&T er eitt helzta dæmið um fráhvarf nútímans frá modernisma. Hliðar skýjaklúfsins eru virðulega klæddar rauðleitum marmara, en ekki áli, gleri eða stáli. Í heild minnir turninn á ímyndaða ævintýrahöll, sem andinn í lampa Aladíns hefur flutt hingað fyrir misskilning.

Skýjakljúfur þessi stendur á risaháum súlum yfir eins konar almenningsgarði, þar sem franskir garðstólar og kaffiborð eru á víð og dreif. Að því leyti minnir AT&T á Citicorp Center

Madison Avenue

Þegar við komum á hornið, þar sem Park Avenue mætir verzlanagötunni 57th Street, eigum við kost á þremur leiðum. Hin fyrsta liggur til vinstri eina húsaröð eftir 57th Street og síðan til hægri inn í Madison Avenue.

Sú gata gengur næst 5th Avenue og 57th Street sem hin þriðja af fínustu verzlanagötum borgarinnar. Allt frá 57th Street norður að 72nd Street er óslitin röð verzlana og listsýningarsala.

Madison Avenue er að öðru leyti þekktust sem miðstöð auglýsinga- og áróðursfyrirtækja í borginni.

Næstu skref

14. Midtown – Lever Building

Borgarrölt
Lever Building, New York

Lever Building

Lever Building

Eftir að hafa virt fyrir okkur Madison Avenue, förum við til baka út á Park Avenue og höldum hana áfram til norðurs. Brátt komum við á vinstri hönd að Lever House, sem er auðþekkjanlegt vegna dimmbláa litarins á glerveggjunum.

Lever House var reist 1952 eftir hönnun Skidmore, Owings og Merrill í hreinræktuðum módernisma að hætti Bauhaus. Skýjaklúfurinn er sérstakur að því leyti, að hann nýtir loftrýmið ekki út í yztu æsar og leyfir sólarljósinu að streyma niður í kringum sig.

Lever House nýtur svo mikils álits í sögu byggingarlistar, að það fellur undir húsfriðunarreglur borgarinnar. Húsinu má ekki breyta að neinu leyti.

Citicorp, New York

Citicorp

Citycorp Center

Við förum 54th Street til austurs frá Park Avenue ti
l Lexington Avenue
. Þar á horninu blasir við okkur einn  hinna yngri skýjakljúfa borgarinnar, Citycorp Center, frá 1977, teiknaður af Hugh Stubbins, afar sérkennilegur útlits bæði neðst og efst.

Skýjakljúfurinn þekkist langt að vegna bratta skúrhallans, sem er á toppi hans. Upphaflega áttu þar að vera lúxusíbúðir, sem ekki voru leyfðar, og síðan sólarorkustöð, sem ekki reyndist framkvæmanleg. En hallinn þykir vera turninum til fegurðarauka.

Niðri hvílir turninn á voldugum, níu hæða súlum, sem standa ekki undir hornunum, heldur miðjum hliðunum. Fyrir bragðið næst rými á horninu við gatnamótin fyrir kirkjuna St Peter´s, sem kúrir hér undir, í skemmtilegri þversögn við himinháan turn hins veraldlega valds.

Undir Citycorp Center er kjallaragarður. Þaðan er gengt inn í óvenju skemmtilega og líflega verzlunar- og veitingamiðstöð, sem er allt í kringum garðinn. Garðurinn heitir The Market og er þægilegur hvíldarstaður.

Næstu skref

13. Midtown – St. Bartholomew’s

Borgarrölt

St. Bartholomew Church, New YorkSt. Bartholomew’s Church

Síðan förum við framhjá hótelunum Intercontinental og Waldorf Astoria og komum að kirkju sömu megin götunnar. Kirkjan er afar skrautleg, í býzönskum stíl, rauðleit á litinn, frá 1919. Við hana er lítill garður, sem stingur í stúf við kuldalega skýjakljúfana í kring. Það gerir raunar einnig kirkjan sjálf.

Dagar kirkjunnar kunna að vera taldir, því að söfnuðurinn er fremur blankur og fær í sífellu girnilegri tilboð í lóðina frá æstum athafnamönnum, sem vilja reisa þar enn einn skýjakljúfinn

Villard Houses

Villard Houses, New York

Villard Houses í skjóli skýjakljúfa

Ef við förum til vinstri inn 51st Street, komum við á næsta horni, við Madison Avenue, að Villard Houses. Það eru þrjú hús frá 1884, hönnuð á þann hátt, að þau líta sameiginlega út eins og ítölsk endurreisnarhöll að utanverðu. Að innan eru þau með skreytingum í svifstíl eða rókokkó.

Þessum byggingarsögulega merku húsum í miðri skýjakljúfaþyrpingunni var bjargað með þeim hætti, að hóteleigandinn Helmsley gerði þau að anddyri, börum og veitingasölum hótelhallar, sem hann reisti að baki.

Næstu skref

12. Midtown – Grand Central

Borgarrölt

Grand Central Terminal, New York

Grand Central Terminal

Örlitlu lengra eftir götunni, einnig vinstra megin hennar, komum við að framhlið Grand Central Terminal, aðaljárnbrautarstöðvar borgarinnar. Þetta feiknarflykki frá árunum 1903-1913 rúmar brautarteina, vegi og göngupalla á mörgum hæðum. Hálf milljón manna fer um stöðina á hverjum virkum degi.

Framhliðin er í Beaux Art stíl og ber um fjögurra metra breiða klukku. Inni er mikið, 10 hæða anddyri, þar sem 38 metrar eru upp í hvelfingu, lengra en í Notre Dame í París. Hvelfingin er skreytt stjörnumerkjum.

Niðri í kjallara er Oyster Bar, eitt allra skemmtilegasta veitingahús borgarinnar.

Pan Am Building

Park Avenue, New York

Park Avenue, PanAm í bakgrunni

Við förum úr járnbrautarstöðinni til norðurs gegnum Pan Am Building, sem ekki er lengur eign samnefnds flugfélags. Efst í skýjakljúfnum er bar, og þaðan gott útsýni suður til niðurbæjarins og austur til aðalstöðva Sameinuðu þjóðanna.

Þegar við förum úr Pan Am Building að norðanverðu og göngum út á Park Avenue, lítum við til baka. Við sjáum hvernig sveigður skýjakljúfurinn situr klofvega á brautinni. Hann var hannaður 1963 af hinum frægu arkitektum Walter Gropius, Pietro Belluschi og Emery Roth, þótti lengi fremur ljótur, en hefur nú öðlazt virðulegri sess í sögu byggingarlistar.

Park Avenue

Við göngum norður eftir Park Avenue, einu langbraut  Manhattans, sem hefur gróðureyju í miðjunni endilangri, og tökum eftir, hvernig komið hefur verið fyrir risastórum glerhýsum og innigörðum á neðstu hæðum skýjaklúfanna austan megin götunnar.

Næstu skref

11. Midtown – United Nations

Borgarrölt
United Nations, New York 2

United Nations – hæstu skýjaklúfarnir að baki eru Empire State vinstra megin og Chrysler fyrir miðju

United Nations

Við hefjum þessa lokakafla göngunnar um Midtown á horni 1st Avenue og 43rd Street, við aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna á bakka East River. Aðalstöðvarnar eru einna glæsilegastar séðar frá þessu sjónarhorni.

Þær voru reistar 1947-1953, hannaðar af nefnd heimskunnra arkitekta á borð við Le Corbusier, Oscar Niemeyer og Sven Markelius. Ytra útlit er talið að mestu leyti verk Corbusiers. Skýjaklúfurinn er hinn fyrsti í borginni, sem er alglerjaður að utanverðu. Í honum eru skrifstofur Sameinuðu þjóðanna.

Chrysler Building & PanAm, New York

Chrysler Building neðarlega fyrir miðju & PanAm bak við hana

Sérkennilega, lága húsið fyrir framan, þar sem fánaborgin er, hefur að geyma fundarsal Allsherjarþingsins. Að baki þess eru lágreist hús með ýmsum öðrum fundarsölum. Flesta merkustu salina má sjá, þegar fundir standa ekki yfir. Gengið er inn að norðanverðu, frá 45th Street.

Andspænis aðalstöðvunum, milli 43rd og 44th Streets, er einn af fegurstu skýjakljúfum borgarinnar, UN Plaza hótelið, með veitingasalnum Ambassador Grill í kjallaranum.

Chrysler Building

Við göngum 42nd Street frá aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Senn verður fyrir okkur á hægri hönd hinn gamli skýjaklúfur frá 1930, Chrysler Building. Hann var hannaður í art decco stíl og undir áhrifum frá bílahönnun þess tíma, þar á meðal turninn, sem minnir á vatnskassa úr módel 1929.

Um skeið, þótti þetta ljótur skýjakljúfur, en á síðustu árum hefur fólk á ný farið að meta hann sem einn hinn fegursta í borginni. Þetta var um skamman tíma hæsta hús í heimi. Ljósaskreytingin í turninum var endurnýjuð fyrir nokkrum árum.

Næstu skref

E. Villages – Chinatown

Borgarrölt, New York
Mott Street, New York

Fisksali á Mott Street

Mott Street

Gönguferðina um Chinatown hefjum við á Chatam Square á Bowery. Það er suðurendinn á Skid Row, rónabæli borgarinnar. Skid Row er heiti neðsta hluta Bowery, frá Chatam Square norður til 4th Street. Rónarnir eru meinlausir, en sums staðar þarf að sæta lagi við að klofa yfir þá.

Chatham Square, Bowery, New York

Chatham Square, Bowery

Við ætlum ekki að skoða Bowery, heldur förum til vesturs frá Chatam Square inn í Mott Street, ás kínverska hverfisins. Þar mætir okkur krydduð matarlykt úr verzlunum og veitingahúsum, hafsjór óskiljanlegra auglýsingaskilta á kínversku og símaklefar með kínversku pagóðu-þaki.

Við förum rólega, lítum inn í tvær þvergötur til hægri, Pell og Bayard Streets, og njótum þess að vera um stundarsakir í allt annarri heimsálfu, þar sem meira að segja blöðin sjö í söluturnunum eru á kínversku. Við höfum valið sunnudag til gönguferðarinnar, því að þá koma Kínverjar úr öðrum hverfum og þá er mest um að vera í Mott Street.

Við fáum okkur að lokum hádegismat á einhverju hinna betri veitingahúsa, Hee Sung Feung, Say Eng Look, Hwa Yuan Szechuan, Canton eða Phoenix Garden.

Næstu skref

10. Midtown – Grand Army Plaza

Borgarrölt

57th Street

Grand Army Plaza, New York

Grand Army Plaza

57th Street er álíka fín verzlunargata og 5th Avenue. Þar eru kunnar tízkuverzlanir í röðum, þar á meðal áðurnefndar Bergdorf Goodman og Henri Bendel, svo og gjafavörubúðin Tiffany. En gatan er jafnfræg sem gata listmunasala. Tízkuverzlanirnar eru á jarðhæð húsanna, en listaverkasalirnir á efri hæðum.

Í næsta nágrenni horns 57th Street og 5th Avenue eru ýmis þekkt hótel og veitingahús.

Grand Army Plaza

Milli 58th og 59th Street er Grand Army Plaza, virðulegt torg með dýrum verzlunum og hótelum á alla vegu, svo og boðflennu General Motors hússins. Á miðju torginu er Pulitzer minningarbrunnurinn. Hér bíða hestvagnarnir eftir viðskiptavinum, sem vilja — eins og í Hollywood-bíómyndunum — fá sér ökutúr um Central Park

Museum Mile

Norðan við Grand Army Plaza tekur við Museum Mile. Það er sá hluti 5th Avenue, sem liggur meðfram Central Park. Þar eru söfnin í röðum, fyrst Frick Collection, síðan Metropolitan Museum, Guggenheim og Cooper-Hewitt. Aðeins innar er svo Whitney við Madison Avenue.

Næstu skref

9. Midtown – 5th Avenue

Borgarrölt

5th Avenue

Trump Tower, New York

Trump Tower

Við erum komin í þungamiðju hins fína verzlunarhverfis Manhattan. Hér við 5th Avenue rekur hver tízkubúðin aðra, Cartier, Botticelli, Lapidus og Gucci.

Einmana bókabúð er þó vinstra megin, milli 52nd of 53rd Streets. Það er Dalton. Síðast, þegar við vorum þar, var Johnny Cash að árita nýju bókina sína um Pál postula. Uppi yfir búðinni gnæfir turn, sem hefur heimilisfangið 5th Ave
nue 666. Þar uppi er ágætur útsýnisbar, sem heitir Top of the Sixes.

Síðan halda tízkubúðirnar áfram. Við sjáum nöfnin Elizabeth Arden, Godiva og náum hámarki í Tiffany  og Bergdorf Goodman á horninu, þar sem 5th Avenue mætir 57th Street.

Trump Tower

Við hliðina á Tiffany hefur nýlega verið reistur sérkennilegur turn með skemmtilega gróðursælu stallaflúri á neðstu hæðum. Það er skýjakljúfurinn Trump Tower með sex hæða meginsal dýrra tízkuverzlana neðst og gífurlega dýrum lúxusíbúðum þar fyrir ofan.

Næstu skref

8. Midtown – St Patrick’s Cathedral

Borgarrölt

St. Patrick’s Cathedral

Við göngum til baka Channel Gardens og snúum til norðurs eftir 5th Avenue. Andspænis er tízkuverzlunin Saks. Hérna megin götunnar er International Building með hinni frægu styttu af Atlasi eftir Lawrie fyrir framan.

Paley Park, New York

Paley Park

Handan götunnar er höfuðkirkja kaþólikka í borginni, St Patrick’s Cathedral, reist 1879. Hún var langt uppi í sveit, þegar hún var reist, en er nú eins og dvergur á milli skýjakljúfanna. Samt er hún ellefta stærsta kirkja í heimi. Í höfuðdráttum er hún í gotneskum stíl, þótt svifsteigurnar vanti.

Endalausum skrúðgöngum írskra landnema lýkur við kirkjuna á degi heilags Patreks. Þá er allt á hvolfi í bænum og allar krár fullar af þyrstu fólki.

Paley Park

Við göngum til hægri inn í 53rd Street. Þar er á vinstri hönd auð lóð, sem hefur verið gerð að yndislegum, litlum garði, Paley Park. Þar drekkja fossaföllin umferðarhávaðanum og þar er hægt að fá sér eina með öllu og kók. Paley Park er skólabókardæmi um, hversu vel er hægt að nýta lítið svæði. En við förum til baka út á 5th Avenue.

Við 53rd Street, handan 5th Avenue, er Museum of Modern Art, höfuðsafn borgarinnar.

Næstu skref

7. Midtown – Rockefeller Center

Borgarrölt

Diamond Row

Rockefeller Center, New York

Channel Gardens, Rockefeller Center

Við höldum áfram norður 5th Street. Við beygjum til vinstri inn í 47th Street. Kaflinn milli 5th Avenue og 6th er kallaður Diamond Row, af því að þar eru gimsteinsalar í röðum. 80% allrar heildsölu skartgripa í Bandaríkjunum fara fr
am á þessum hundrað metrum.

Heildsalan fer fram í bakhúsum og á efri hæðum, en smásalan við götuna. Sumir kaupmennirnir eru með gimsteinana í vösunum og gera út um viðskiptin úti á gangstétt. Þau eru handsöluð án þess að peningar sjáist fara á milli.

Channel Gardens

Við förum áfram 5th Avenue framhjá mörgum söluskrifstofum flugfélaga og vaxandi fjölda frægra tízkubúða.

Rockefeller Center, New York 2

Rockefeller Center

Milli 49th og 50th Streets, andspænis tízkuverzluninni Saks, förum við til vinstri inn í Channel Gardens, þar sem söluskrifstofa Flugleiða var lengi á vinstri hönd. Channel Gardens er notaleg gróðrar- og lækjarbunuvin í stál- og glerfrumskógi miðborgarinnar, kjörinn staður til að mæla sér mót. Þetta er eins konar Austurvöllur borgarinnar, því að þar er sett upp jólatré borgarinnar.

Rockefeller Center

Framundan er Rockefeller Plaza á lægra gólfi, þar sem skautað er að vetrarlagi og drukkið kaffi á sumrin. Yfir torginu vakir gullhúðuð bronzstytta af Prómeþeifi.

Þetta er miðja Rockefeller Center, sem aftur á móti er af mörgum talin vera miðja New York. Turnarnir við torgið voru reistir í Art Decco stíl árin fyrir síðari heimsstyrjöldina. Þeir eru tengdir saman neðanjarðar um Rockefeller Plaza. Þar niðri eru verzlanir og veitingahús á fjörlegu neðanjarðarsvæði.

Tignarlegastur turnanna í Rockefeller Center er RCA-höllin, sem gnæfir í 70 hæðir yfir torginu. Þar uppi er ágætt útsýni frá þaksvölunum. Að baki RCA-hallarinnar er Radio City Music Hall, stærsta tónlistarhöll heims, með sætum fyrir 6.000 manns.

Næstu skref

6. Midtown – Public Library

Borgarrölt

N.Y. Public Library, New York

New York Public Library

Bryant Park, New York

Bryant Park

Þegar við komum út úr Empire State, getum við tekið leigubíl eða rölt norður 5th Avenue frá 34th Street til 40th Street, en þar  er borgarbókasafnið í nýgnæfustíl með kórintusúlum, tveimur frægum ljónum og miklu tröppuverki, þar sem fólk situr í hópum, horfir á ysinn og þysinn í kring og reykir vöru, sem það hefur keypt í Bryant Park að safnbaki. Hér og þar við tröppurnar eru fluttar ræður eins og á Speakers´ Corner í London.

Inni eru geymd 5,5 milljónir eintaka af bókum. Þetta er n
æststærsta bókasafn Bandaríkjanna á eftir Library of Congress í Washington. Lestrarsalir eru margir, en áhrifamestur er aðalsalurinn á þriðju hæð. Á jarðhæðinni eru oft merkar sýningar.

Bryant Park

Að baki NY Public Library er Bryant Park, löngum ein helzta miðstöð fíkniefnasölu í borginni. Á síðustu árum hefur verið reynt að endurreisa hann með hádegis-konsertum, fornbókavögnum og skyndibitastöðum. Árangurinn er sá, að nú orðið notar margt skrifstofufólk í nágrenninu garðinn sem hádegisverðarstað og virðir ekki höndlarana viðlits. Við hliðina, sem snýr að 42nd Street, er hægt að taka fimm mínútna skák eða spila backgammon (kotru).

Næstu skref

5. Midtown – Empire State

Borgarrölt
Midtown, New York

Midtown, Empire State gnæfir upp úr á miðri mynd ofarlega.

Empire State

Auðvelt er að rata áfram, því að stefnan leiðir okkur eftir 5th Avenue endilangri, í strætó eða taxa. Við hefjum ferðina syðst, í Empire State Building, að morgni dags, þegar skyggni er líklegt til að vera hagstæðast.

Einu sinni var þetta hæsta hús í heimi og síðast, þegar við vissum, enn hið þriðja hæsta. Turninn hefur oft verið notaður sem tákn borgarinnar, enda er hann stórfenglegt og virðulegt dæmi um byggingarlist skýjakljúfanna.

Tvær lyftur flytja okkur upp á 86. hæð, þar sem er opið útsýnissvæði, og hin þriðja upp á 102. hæð, með lokuðu útsýnissvæði, sérstaklega skemmtilegu að kvöldlagi. Áður en aðgangseyrir er greiddur er skynsamlegt að líta á töfluna, þar sem sagt er frá skyggni líðandi stundar. Við beztu aðstæður að degi til má sjá yfir 70 kílómetra í allar áttir.

Í anddyrinu er sýning á vegum Guinnes Book of World Records.

Næstu skref

4. Midtown – Avenue of the Americas

Borgarrölt
Midtown, New York 2

Midtown

Avenue of the Americas

Avenue of the Americas, New York

Avenue of the Americas

Úr dýragarðinum förum til suðvesturs að skautavellinum og vestan megin hans út úr garðinum og inn í 6th Avenue, sem formlega heitir Avenue of the Americas, en er sjaldnast kölluð því nafni. Hér í þessari bók hefur orðið 6th Avenue jafnan verið notað.

Við 6th Avenue eru nokkrir frægir skýjakjúfar hægra megin götunnar, þegar komið er framhjá Hilton-hótelinu. Þeir ná ekki alveg út að götu og hafa fyrir framan lítil torg með gosbrunnum og listaverkum. Þetta eru byggingar Equitable Life, Time & Life, Exxon og McGraw Hill.

Mikið hefur verið lagt í þessa turna og í að reyna að fegra umhverfi þeirra. Samt eru þeir taldir dæmi um gerilsneydda byggingarlist. Gosbrunnatorgin draga ekki að sér fólk til að gæða þau lífi. Betur hefur tekizt til við síðari tíma skýjakjúfa, sem reistir hafa verið austan við 5th Avenue, svo og fyrri skýjakjúfa, einkum í Rockefeller Center.

Við gerum hlé á þessari göngu aftan við Rockefeller Center, í Channel Gardens.

Næstu skref

F. Miðbær eystri – Villa Giulia

Borgarrölt, Róm

Villa GiuliaVilla Giulia, Roma

Við tökum leigubíl að Villa Giulia, sveitasetri páfans Juliusar III, hönnuðu af Vignola 1551, þar sem er safn etrúskra minja. Etrúrar eru taldir hafa komið frá Litlu-Asíu í lok 8. aldar f.Kr. Þeir réðu Róm og stórum svæðum á Ítalíu, áður en Rómverjar tóku við í lok 6. aldar f.Kr. Þessar þjóðir runnu síðan saman á 1. öld f.Kr.

Af gripum safnsins er frægast steinkistulok frá lokum 6. aldar með leirstyttu af hjónum á hvílubekk.

Frá Villa Giulia göngum við eftir Viale delle Belle Arti að Galleria Nazionale d’Arte Moderna í höll frá 1911, þar sem sýnd er ítölsk list frá 19. og 20. öld

Næstu skref

3. Midtown – Central Park

Borgarrölt
Central Park, New York 4

Central Park

Central Park

Central Park er lunga borgarinnar, orðið til fyrir baráttu skáldsins W. C. Bryant, hannað af Olmsted og Vaux árið 1856 og var 15 ár í uppbyggingu. Garðurinn er risastór, 840 ekrur milli 5th og 8th Avenues, 59th og 110th Streets. Vötn og hæðir voru gerðar með handafli og plantað 100.000 trjám.

Helzta einkenni hans er, að umferð akandi og gangandi fólks er skilin í sundur. Hægt er ganga um garðinn þveran og endilangan án þess að fara yfir bílagötu, enda er bílaumferðin að mestu leyti neðanjarðar. Gönguleiðirnar liggja í sveigjum um allan garðinn, yfir brýr og boga, 46 talsins, með síbreytilegu útsýni.

Central Park, New York

Central Park

Central Park skiptist í stórum dráttum í tvennt um vatnsþróna í miðjum garði. Norðurhlutinn er minna skipulagður og skiptist í tiltölulega stór svæði. Suðurhlutinn er skipulagðari, smágerðari og raunar fjölbreyttari, með smávötnum, skógarlundum og klettahæðum.

Skemmtilegast er að fara um garðinn á sunnudögum, þegar Manhattan-búar nota hann fyrir stofu. Sumir eru þar með garðveizlu í farangrinum, aðrir skokka eða hjóla. Hópar eru í blaki eða hornabolta. Nokkrir keppa á hjólabrettum og aðrir róa um á bátum. Og svo eru þeir, sem lesa bækur eða sofa hreinlega með dagblaðið yfir andlitinu.

Ekki er ráðlegt að fara um Central Park í myrkri og ekki heldur fáförular slóðir hans að degi til. Haldið ykkur í kallfæri við mannþröngina.

Belvedere Castle

Við göngum beint frá 77th Street inn í garðinn og komum að The Lake, þar sem við beygjum til vinstri. Þar verður fyrir okkur Balcony Bridge, sem liggur yfir norðurenda vatnsins. Þaðan er ágætt útsýni yfir vatnið, skógarhæðirnar, Ramble, að baki þess og skýjakljúfana aftast.

Við höldum áfram til norðurs að Belvedere Castle, sem stendur einna hæst í garðinum. Það er lítil kastalabygging í Disneyland-stíl með ágætu útsýni til norðurs yfir hornaboltavöllinn stóra, þar sem fjöldi leikja er háður samtímis, og til suðurs yfir skógarhæðirnar.

Central Park, New York 2

Central Park

Við austurhlið garðsins sjáum við Metropolitan Museum of Art og hérna megin við það einsteinung frá Egyptalandi, kallaðan Nál Kleópötru. Við getum tekið krók að nálinni, framhjá bókalesendum og sofandi fólki, eða bara farið umhverfis litla vatnið hér fyrir neðan, Belvedere Lake. Í nágrenni nálarirnar eru oft útitónleikar sinfóníuhljómsveita.

The Ramble

Fyrir sunnan vatnið tekur við villtasti hluti garðsins, The Ramble. Það eru skógi vaxnar hæðir og klettaásar með mjögsveigðum gangstígum til allra átta, svo og nokkrum síkisbrúm. Þetta er vinsælt svæði ástarlífs. Úr Ramble förum við suður yfir The Lake á Bow Bridge, steypujárnsbrú, sem býður gott útsýni til beggja handa.

Handan brúarinnar förum við til vinstri og komumst að stalli, sem formlega séð er miðja garðsins. Á stallinum er Bethesda-brunnurinn með styttu af englum vatnsins. Þar í kring eru oft sveitir hjólaskautara. Og þar er líka hljómsveitarpallur, sem oft er notaður um helgar.

The Mall

Hér getum við tekið krók til austurs að tjörninni Conservatory Pond. Þar er stytta af H. C. Andersen, ásamt með ljóta andarunganum, og önnur af Lísu í Undralandi, ásamt með brjálaða hattaranum, báðar vinsæl klifurtæki barna.

Við snúum til baka að Bethesda-brunni og förum þaðan til suðurs eftir beinu götunni, sem heitir The Mall. Hún liggur framhjá hljómsveitarpalli, þar sem oft er eitthvað um að vera. Síðan förum við framhjá The Dairy, sem er upplýsingamiðstöð svæðisins.

Frá upplýsingamiðstöðinni förum við til vinstri að dýragarðinum, Zoo, sem er í austurhlið garðsins. Það er gamall dýragarður, mikið sóttur og nokkuð þreytulegur, enda handhægur ferðamönnum. Hann stenzt engan samanburð við aðaldýragarð borgarinnar í Bronx. Norðan við hann er sérstakur dýragarður fyrir börn, Children´s Zoo.

Næstu skref