Borgarrölt

2. Midtown – Columbus Circle

Borgarrölt
Ferðamálaráð, Columbus Circus, New York

Ferðamálaráð, Columbus Circus

Columbus Circle

Við göngum framhjá hinu fræga Carnegie Hall og förum út á Columbus Circle, þar sem ferðamálaráð borgarinnar býr í marokkönskum turni andspænis suðvesturhorni Central Park.

 Við höldum áfram eftir Broadway, framhjá Lincoln Center, þar sem við stöldrum við áður en við tökum stefnuna eftir Columbus Avenue. Frá Carnegie Hall og Lincoln Center er sagt framar í þessari bók, í menningarkaflanum.

 

Columbus Avenue

 

 

Columbus Circus, New York

Columbus Circus

Ein nýjasta tízkugata borgarinnar er Columbus Avenue, sem hefur blómstrað, síðan Lincoln Center var opnað. Þar hafa skotið rótum tízkuverzlanir, barir og veitingahús. Gangstéttarverzlun stendur og þar með blóma og útimarkaður er vestan götunnar, milli 76th og 77th Streets. Þar blasir við American Museum of Natural History. Við göngum meðfram því út í Central Park.

Næstu skref

F. Midtown – Times Square

Borgarrölt, New York

Times Square

Father Duffy Square, New York 2

Father Duffy Square, norðurendi Times Square

Við hefjum sjöttu ferð á Times Square, miðpunkti leikhús-, bíó- og klámhverfis borgarinnar. Við lítum yfir auglýsingaskiltin og hina löngu biðröð við leikhúsmiðasöluna TKTS við Father Duffy Square.

Síðan göngum við norður eftir Broadway, sem er ás þessa hverfis. Á vinstri hönd er Marriott-hótelið, sem reynir að mynda virðuleika í annars glannalegu hverfinu. Á daginn er þetta svæði fremur hráslagalegt, en eftir sólarlag verður það að neonljósa-draumaheimi.

Í hliðargötunum eru leikhúsin hlið við hlið, samtals 42 að tölu, flest milli 7th og 8th Avenues. Hins vegar er lítið um sómasamleg veitingahús. Ágætar pylsur fást hjá Nathan’s Famous og grísk mússaka á Pantheon. Aðeins norðar er betra fæði í nokkrum veitingahúsum, sem getið er framar í þessari bók, Café des Sports, Siam Inn, Tastings I og Russian Tea Room.

Næstu skref

6. Villages – West Broadway

Borgarrölt

West Broadway

Úr Bleecker Street beygjum við til hægri suður La Guardia Place, yfir West Houston Street og áfram suður West Broadway. Á West Houston Street.

Wine Bar, New York

sem við könnumst við frá fjórðu ferð, gefum við okkur tíma til að fylgjast með gangstéttarverzluninni.

West Broadway er myndlistargata New York. Þar eru margir af þekktustu listsýningarsölum borgarinnar, svo sem Leo Castelli, Mary Boone og Dia Art. Við göngum suður að Broome Street, beygjum þar til vinstri og svo aftur til vinstri norður Wooster Street, alla leið aftur til West Houston Street. Þar beygjum við til vinstri og svo aftur til vinstri suður Greene Street, alla leið suður að Canal Street.

Á leiðinni lítum við inn í listsýningasali, sem eru þéttastir við West Broadway og Wooster Street. Við lítum líka inn í vínbarina Wine Bar og Soho Kitchen og bjórkrána Fanelli´s, frábæra áningarstaði á rólegu rölti okkar um listahverfið SoHo.

Greene Street

Í Greene Street, einkum syðst, sjáum við falleg dæmi um byggingarlist vöruhúsanna, sem einkenna þetta hverfi. Framhlið húsanna prýða gjarna tveggja hæða hásúlur. Þessar framhliðar eru yfirleitt úr steypujárni, sem hefur verið látið renna í mót eftir margvíslegu hugmyndaflugi, er fékk að leika lausbeizlað á síðari hluta nítjándu aldar. Þá var frelsi járnsteypunnar notað til að verksmiðjuframleiða stælingar alls kyns stíla fyrri tíma, einkum endurreisnar og nýgnæfu. Síðar hafa bætzt við brunastigar. 50 slík hús hafa verið varðveitt við Greene Street.

Í þessum húsum var áður fataiðnaður, annar léttaiðnaður og vörugeymslur, en nú búa þar vel stæðir listamenn og þeir, sem vilja búa í listamannahverfi.

Syðst í götunni Mercer Street, sem liggur samsíða Greene Street, er Museum of Holography, þar sem leikið er með leysigeislum á þrívídd á afar sannfærandi hátt. Þetta er sérstætt safn, en farið að gerast þreytulegt.

White Street

Úr suðurenda Greene Street beygjum við til hægri eftir Canal Street og síðan til vinstri suður West Broadway. Við yfirgefum listamannahverfið SoHo og förum gegnum listamannahverfið TriBeCa. Við tökum eftir, hvaða vöruhús eru orðin að vinnustofum, því þar hanga plöntur í gluggum.

Í þvergötunni White Street, sem liggur til vinstri frá West Broadway, sjáum við einna beztu dæmin um steypujárnshús hverfisins, sem eru hliðstæð slíkum húsum í SoHo.

Við endum þessa göngu í kvöldverði í veitingahúsinu Odeon við West Broadway. Þar má sjá margan furðufuglinn úr hópi þorpsbúa TriBeCa.

Næstu skref

5. Villages – Jazzland

Borgarrölt
Sarah Waughan í Blue Note, bar, New York

Sarah Waughan í Blue Note

Jazzland

Úr MacDougal Alley förum við  til hægri MacDougal Street, síðan til vinstri West 8th Street og aftur til vinstri Christopher Street. Þar lítum við inn í West 4th Street, áður en við beygjum enn til vinstri í Bleecker Street.

Á þessu svæði er fullt af leikhúsum og jazzklúbbum, matvöruverzlunum og handverkstæðum, forngripabúðum og sérvizkuverzlunum, kaffistofum og veitingahúsum, þótt hverfið sé fyrst og fremst íbúðarhverfi. Göturnar eru krókóttar og villugjarnar. Þær minna frekar á London en New York, enda eru húsin ekki háreist. Þetta er Jazzland eða Off-Broadway, bezt þekkt undir nafninu Greenwich Village.

Hér ríkir ekki hraðinn og streitan, sem við sjáum í bankahverfinu og miðbænum. Þetta er notalegasti hluti borgarinnar, sums staðar rólegur, annars staðar fjörlegur. Hérna megin eða austan við Christopher Street er hinn hefðbundni hluti Greenwich Village, en hommahverfið handan eða vestan við götuna.

Þegar við komum í Bleecker Street, færist fjör í leikinn. Í þeirri götu og í þvergötunum MacDougal og Sullivan Street er verzlunarmiðstöð hverfisins með fögrum ávaxta- og blómabreiðum úti á gangstétt.

Mel Lewis í Village Vanguard, bar, New York

Mel Lewis í Village Vanguard

Á svæðinu, sem við höfum rölt um, eru jazzholurnar Blue Note, Village Vanguard og Sweet Basil, þjóðlagakrárnar Folk City og City Limits, matgæðingabúðin Balducci´s, veitingahúsin Sabor og Texarkana, gangstéttarkaffihúsið Reggio og barinn Chumleys.

Næstu skref

4. Villages – Greenwich Village

Borgarrölt
Washington Square, Greenwich Village, New York

Washington Square, Greenwich Village

Washington Square

Við getum líka fengið okkur leigubíl eða rölt í stundarfjórðung inn í hjarta Greenwich Village, að Washington Square, þar sem næsta ferð hefst. Það gerum við, af því að Washington Square er skemmtilegast á sunnudegi, en að öðru leyti kann að vera betra að fara þessa ferð á laugardegi eða öðrum virkum degi, þegar listsýningarsalirnir eru opnir.

MacDougal Alley, New York

MacDougal Alley

Washington Square er stærsti garðurinn á sunnanverðu Manhattan. Hann er sunnudagsstofa þorpsbúa í Greenwich Village. Þar getum við sezt niður til að tefla skák, hlýtt á farandhljómsveitir, horft á hjólabrettis-akróbata og neitað okkur um að kaupa duft. Lífið í garðinum er skemmtilegast að áliðnum degi og að kvöldi.

Fyrir nokkrum árum var Washington Square óþolandi vegna háværra útvarpstækja. Eftir innreið vasatækja með heyrnartólum hefur lífið færzt aftur í skaplegt horf í garðinum. Nú má aftur fá frið til að tapa nokkrum dollurum í fimm mínútna skák.

Að baki garðinum norðanverðum eru tvö skemmtileg húsasund, þar sem áður voru hesthús hefðarfólksins, sem bjó við garðinn, en núna íbúðir menntamanna, er hafa þar fullkomið næði rétt við skarkala torgsins. Þetta eru Washington Mews og MacDougal Alley og þar ríkir andrúmsloft afskekktra þorpsgatna.

Næstu skref

L. Versailles

Borgarrölt, París (English)

Versailles, Paris

Versailles

Organized bus tours leave for Versailles. It is also possible to take a train from Gare des Invalides or rent a car. The trip is short. Versailles are only 24 kilometres to the south west.

Soon after its construction it became a model for other royal palaces around Europe. The style is called the Versailles style, a development out of the French Mannerist palace or château style.

In 1660 the Sun king, Louis XIV had construction begun at Versailles. He wanted a royal residence away from the Paris mobs. At that time it was the hunting palace of his father. The first architect was Le Vau, but after his death Hardouin-Mansart took over and was responsible for the final look, the consistent style of the palace.

As examples of the scope of the construction it can be mentioned that 36,000 men worked with 6,000 horses. 16,000 hectares were drained and 1,400 fountains were built. 150,000 trees were planted each year. The palace was meant to house the king’s family, 1,000 aristocrats and their 4,000 servants.

Versailles interior

We enter the palace.

The main attraction is the hall of mirrors, running almost the whole length of the garden side of the central wing, 75 meters long, with 17 big windows out to the gardens and 17 equally big mirrors on the other side. The hall was initially furnished in silver but now it is empty. In olden times noblemen relieved themselves in the crannies, making the whole palace stink.

The hall of mirrors connects the King’s wing on the north and the Queen’s wing on the south. Other outer wings extend from these wings. The northernmost one houses a chapel and a theatre.

The palace is now a series of museums. Visiting hours are variable, so it is advisable to check beforehand. Waiting lines can be long when buses arrive in force. In such cases it might be wise to have a rented car and choose a more convenient hour, for example at opening time in the morning.

Versailles gardens

We finally enter the gardens of Versailles.

The gardens cover 100 hectares. They are in classic French château style, designed by the architects of the palace. We have a good view over them from the terrace in front of the hall of mirrors.

In the northern part of the gardens there are the palaces Grand Trianon and Petit Trianon, summer residences. Near to them is a fake Alpine village which Queen Marie Antoinette had built for her and her ladies-in-waiting to play Austrian milkmaids.

Finally we return to Paris.

Au revoir

3. Villages – Loiasada

Borgarrölt
Orchard Street, Loisada, New York

Orchard Street, Loisada

Orchard Street

Orchard Street er markaðsgata gyðingahverfisins Loiasada eða Lower East Side, eins konar austrænn bazar eða souk. Einnig þar er mest um að vera á sunnudögum. Þar er hægt að prútta um verð og rétt og skylt að halda fast um veskið. Þar má sjá rétttrúaða kaupmenn með langa lokka framan við eyrun, kollhúfu og alskegg. Þangað fara borgarbúar til ódýrrra innkaupa.

Við göngum Orchard Street frá Houston Street til Delancey Street, þar sem þessari skoðunarferð má ljúka. Ef klukkan er orðin fjögur, getum við skotizt inn á Sammy´s Rumanian Jewish Restaurant og fengið okkur saðsaman mat að gyðinglegum hætti.

Næstu skref

2. Villages – Little Italy

Borgarrölt

Mulberry Street

Gennaro-hátíð, Mulberry Street, New York

Gennaro-hátíð, Mulberry Street

Við Canal Street beygjum við eina húsablokk til vinstri og höldum svo áfram til norðurs eftir Mulberry Street, ás ítalska hverfisins. Eins og í Chinatown er mest um að vera í Little Italy á sunnudögum, þegar Ítalir koma úr úthverfunum til að verzla og borða.

Mulberry Street er löng og mjó gata, sem gæti hafa verið flutt í heilu lagi frá Palermo eða Napoli. Þar eru smábúðir, sem selja spaghetti, makkaroni og ótal aðrar tegundir af pasta. Þar situr fólk úti á gangstétt og sötrar rauðvín meðan það bíður rólegt eftir því að klukkan verði nógu margt til að hægt sé að fara að borða. Við sláumst í þann hópinn.

Þegar við komum norður að Houston Street, beygjum við til hægri eftir þeirri götu. Ef við vorum ekki búin að snæða í Chinatown og ef ekki er sunnudagur, fáum við okkur hádegisverð í Ballato, bezta ítalska matstaðnum.

Houston Street er borið fram “háston” á newyorsku. Það er mikil skransölugata gangstéttarkaupmanna, full af lífi og fjöri. Eftir að hafa litið á varninginn, yfirgefum við hávaðann og göngum austur götuna, allt að Orchard Street.

Næstu skref

9. Downtown – Brooklyn Bridge

Borgarrölt
Peck Slip & blekkimynd af Brooklyn Bridge, New York

Peck Slip & blekkimynd af Brooklyn Bridge, brúin sjálf að baki

Brooklyn Bridge

Eftir skoðunina er gaman að rölta 50 metra eftir Front Street í átt að Brooklyn-brúnni. Við þvergötuna Peck Slip er blekkimálverk á vegg, eftirlíking af Brooklyn-brúnni.

Að baki rís sjálf hengibrúin við himin. Hún er ein fegursta brú borgarinnar, reist 1883 og var þá talin verkfræðilegt afrek, fyrsta stálvírahengibrú heimsins og þá lengsta brú veraldar, spannar 486 metra haf. Af gangbraut brúarinnar er frábært útsýni.

Héðan er stuttur spölur að upphafspunkti næstu ferðar, sem liggur um gömul þjóðahverfi.

Næstu skref

8. Downtown – South Street Seaport

Borgarrölt
South Street Seaport & Banking District, New York

South Street Seaport & Banking District

Fulton Market

Næst komum við að miklu húsi hins fræga fiskmarkaðar Fulton Market. Sjálfur heildsölu-fiskmarkaðurinn er í fullu fjöri eldsnemma — fyrir klukkan sex — á morgnana, þegar fáir ferðamenn eru á fótum, en við sólarupprás eru opnaðar í markaðsbyggingunni smábúðir, þar sem hægt er að kaupa margvíslegt góðgæti.

Smábúðirnar og veitingasalirnir eru á þremur hæðum. Þar eru sérverzlanir osta, fiskjar, kaffis, brauða, sultu, svo að dæmi séu nefnd, og matstaðir af ótal tagi, þar sem hægt er að fá smárétti margra þjóða.

South Street Seaport

Úti á bryggjunni við Fulton markaðinn hefur verið komið fyrir sjóminjasafni undir beru lofti. Það er eitt bezta dæmið um, hvernig hægt er að taka gömul hús og mannvirki, fríska þau upp og búa til aðdráttarafl fyrir ferðamenn. South Street Seaport er orðin einn helzti áfangastaður ferðamanna í New York.

Í höfninni eru sögufræg skip frá upphafi aldarinnar, svo sem teflutninga-seglskipið Peking og riggarinn Ambrose, svo og fljótandi viti. Í sjálfu nítjándu aldar bryggjuhúsinu á bryggju nr. 17 hefur verið komið fyrir fjölmörgum smáverzlunum, sem freista ferðamanna. Þar fæst allt frá tízkufötum yfir í hvalveiðibúnað. Þar eru líka veitingasalir og þaðan er ágætt útsýni yfir East River til Brooklyn-brúar og Brooklyn.

Allt er þetta úthald eins konar Disneyland, miðað við að létta pyngju ferðamanna og ekki verður betur séð en, að fórnardýrin séu hæstánægð.

Næstu skref

7. Downtown – Schermerhorn Row

Borgarrölt

Fraunces Tavern

Úr garðinum göngum við rétt inn í Water Street og beygjum strax til vinstri í Broad Street. Á næsta horni, þar sem mætast Broad Street og Pearl Street, er lágreist húsalengja í gömlum stíl, kennd við veitingahúsið Fraunces Tavern, sem þar er á horninu.

Þetta tígulsteinshús frá 1719 er frægast fyrir, að þar kvaddi George Washington liðsforingja sína í lok frelsisstríðsins. Útlitið er upprunalegt, en innihald hússins er frá 1927. Maturinn á kránni er ekki góður, líklega frá 1927. Í húsinu er einnig safn.

Water Street

Schermerhorn Row, New York

Schermerhorn Row

Við höldum til baka og snúum til vinstri inn Water Street, sem áður var hafnargata borgarinnar. Þar verður strax á vegi okkar á hægri hönd steingarðurinn Jeannette Park, sem verið er að umskíra í Garð hermanna úr Vietnam-stríðinu. Þetta er fremur ljótur garður, en þar er þétt setið í hádeginu.

Skýjakljúfarnir eru í röðum við Water Street, hver með sínu yfirbragði, sumir hverjir með viðleitni til mannlegs umhverfis á jarðhæð.

Schermerhorn Row

Við komum brátt að Schermerhorn Row, þar sem byrjar ferðamannasvæðið í South Street Seaport. Þessi húsalengja er hluti hinna upprunalegu vöruhúsa við höfnina, reist í georgískum stíl með síðari framhliðum jarðhæða úr steypujárni. Þar eru nú þekktar verzlanir og veitingahús. Skemmtilegust er járnvöruverzlunin Brookstone, sem er andspænis gangstéttarkaffihúsinu Gianni´s.

Næstu skref

6. Downtown – Statue of Liberty

Borgarrölt

Ellis Island

Ellis Island, New York

Ellis Island

Frá Battery Park ganga ferjur yfir árnar Hudson River og East River. Meðal annars gengur ferja til Ellis Island, sem er vestarlega í Hudson River. Þar var áður innflytjendamiðstöð Bandaríkjanna. Allir þeir, sem flúðu sult og styrjaldir í Evrópu fóru þar í gegn til að fá heimild til að setjast að í sæluríki Bandaríkjanna.

Stöðin var lögð niður 1954 og er í niðurníðslu. Mikil hreyfing er í gangi við að safna USD 50 milljónum til að endurreisa hana sem safn og er viðgerðin raunar þegar hafin. Boðið er upp á leiðsögn fyrir ferðamenn.

Statue of Liberty

Liberty Statue, New York

Statue of Liberty

Meiri umferð er á ferjuleiðinni til Liberty Island, þar sem trónir frelsisstyttan, nýviðgerð og ljómandi. Hana hannaði franski listamaðurinn Bartholdi. Frakkar borguðu hana með samskotafé og gáfu Bandaríkjunum til minningar um sigurinn í frelsisstríðinu, sem Frakkar háðu með Bandaríkjamönnum gegn Bretum. Æ síðan hefur styttan verið tákn Bandaríkjanna og frelsis, kærkomið augnayndi öllum þeim, sem voru á leiðinni í innflytjendastöðina á Ellis Island.

Styttan er um 120 metra há og vegur 225 tonn. Erfitt er að ganga upp stigana, svo að bezt er að treysta á lyftuna fyrri helming leiðarinnar. Alls eru 22 hæðir upp í kórónu frelsisgyðjunnar. Þetta er pílagrímsför, sem allir sannir Bandaríkjamenn fara einu sinni á ævinni eins og Múhameðstrúarmenn til Mekka.

Frá Battery Park sigla ferjur líka til Staten Island. Þær sigla framhjá frelsisstyttunni. Þar sem farið kostar aðeins fáa tugi centa, bjóða þær ferjur upp á ódýrustu skoðunarferðina í borginni, með frábæru útsýni til bankahalla niðurbæjarins

Næstu skref

5. Downtown – Bowling Green

Borgarrölt

Bowling Green

Bowling Green & U.S. Custom House, New York

Bowling Green & U.S. Custom House

Við snúum til baka Nassau Street og Wall Street að Trinity Church. Þar beygjum við til vinstri suður Broadway að Bowling Green. Það er lítill garður, umlukinn járngirðingu frá 1771, elzti opinberi garður borgarinnar.

Að baki garðinum er United States Custom House, tollbúðin í borginni, reist 1907 í Beaux Arts stíl.

Battery Park

Hér komum við á hægri hönd að Battery Park, syðsta oddi borgarinnar. Garðurinn heitir eins og batteríið í Reykjavík eftir gömlu fallbyssustæði, sem var borginni til varnar á dögum frelsisstríðsins. Garðurinn er hið notalegasta gönguferðasvæði. Í hádeginu er hann fullur af bankafólki að snæða upp úr pappírspokum.

Næstu skref

4. Downtown – Wall Street

Borgarrölt

Wall Street

Við erum í miðju bankagljúfri heimsins. Ef við erum hér í hádeginu, er varla hægt að komast leiðar sinnar í mannmergðinni. Hér var áður veggurinn, sem Hollendingar reistu til varnar gegn Indjánum. Gatan er enn dálítið undin eins og veggurinn var. Hér eru bankar á alla vegu, svo og kauphöllin á hægri hönd.

New York Stock Exchange

Kauphöllin í New York var reist 1903 í rómverskum musterisstíl. En það er ekki útlitið, sem skiptir okkur máli, heldur innihaldið. Úr hliðargötunni Broad Street er inngangur á nr. 20. Þar getum við fengið að fara inn og upp á svalir til að virða fyrir okkur atganginn á kauphallargólfinu.

Chase Manhattan, New York

Dubuffet framan við Chase Manhattan

Sérfræðingur í kauphallar-viðskiptum reynir að skýra fyrir okkur, hvernig kauphöllin starfar. Við erum litlu nær, en horfum í leiðslu á vitfirringsleg köll og handapat 3000 braskara á 900 fermetra pappírs-ruslahaug kauphallargólfsins. Þeir horfa á risastóra talnaskjái á veggjunum og lemja lyklaborðin á tölvunum. Þær eru á 16 viðskiptaeyjum á gólfinu, 60 á hverri eyju, samtals 960.

Öll viðskipti eru samstundis sýnd á veggjunum, ekki bara hér, heldur um gervihnött í London og Tokyo, þar sem svipaður atgangur á sér stað. Raunar eru svona kauphallir, í smærri stíl, í öllum stórborgum hins vestræna heims, — nema Reykjavík.

Chase Manhattan

Þegar við komum aftur út undir bert loft, göngum við til baka Broad Street, yfir Wall Street og áfram inn Nassau Street. Eftir 50 metra göngu komum við að torginu fyrir framan Chase Manhattan bankann. Þar er frægt listaverk eftir Dubuffet, fjögur tré í svörtu og hvítu. Ennfremur kjallaragarður úr steini og vatni eftir Isamu Noguchi.

Næstu skref

G. Útrásir – Villa Adriano

Borgarrölt, Róm

Villa Adriana, Tivoli, Roma

Villa Adriana

Um 30 km austan Rómar er sumardvalarbærinn Tivoli, á latínu Tibur, við rætur sabínsku hæðanna. Árin 126-134 lét Hadrianus keisari reisa sér sumarhöll í 5 km löngum garði 5 km austan við bæinn. Hadrianus hannaði sjálfur svæðið og notaði fyrirmyndir, sem hann hafði séð á ferðalögum sínum.

Rústir svæðisins hafa verið grafnar upp og eru til sýnis.

Canopus, Villa Adriana, Tivoli, Roma

Canopus, Villa Adriana

Frá innganginum á svæðið göngum við gegnum vegg, sem stendur eftir af eftirlíkingu Aþenuports, sem hét Poikile. Við förum fyrir enda tjarnarinnar og höldum áfram meðfram litlu og stóru baðhúsi að langri tjörn. Við hinn enda hennar er Canopus, stæling á egypzku Serapis-hofi.

Á leiðinni til baka förum við upp í rústirnar hægra megin, fyrst um hermannaskálana, Prætorium og síðan framhjá fiskatjörninni að hinni raunverulegu sumarhöll. Þar er efst ferhyrnt Gulltorg, Piazza d’Oro. Neðan við það eru rústir af vistarverum keisarans, svo sem borðsal og setustofu. Enn neðar eru leifar bókasafna.

Hægra megin við bókasöfnin er súlnarið umhverfis hjóllaga tjörn með eyju í miðjunni. Hér erum við komin aftur að Poikile, þar sem við byrjuðum skoðunarferð okkar.

Boðið er upp á daglegar skoðunarferðir frá Róm til Tivoli og er þá einnig skoðuð sumarhöllin Villa d’Este með miklum görðum frá miðri 16. öld.

Næstu skref