Borgarrölt

4. Sjáland – Fredensborg – Frederiksborg

Borgarrölt
Fredensborg, Sjælland

Fredensborg

Við megum ekki slóra of lengi. Við yfirgefum Helsingjaeyri á vegi A3 og beygjum inn á A6 eftir sex kílómetra akstur. Við komum eftir 20 mínútur að nýjum áningarstað, sveitasetri Danadrottningar, Fredensborg. Þessi “höll friðarins” er opin almenningi í júlí, en hinn mikli hallargarður allt árið. Vegvísarnir að höllinni eru merktir “Fredensborg Slot”, því að þorpið sjálft heitir Fredensborg.

Frederiksborg, Sjælland

Frederiksborg

Fredensborg var reist 1719-26 á vegum Friðriks IV konungs í ítölskum stíl. Hún var eins konar miðpunktur Evrópu á tímum Kristjáns IX, sem var kallaður tengdafaðir Evrópu. Hér hélt hann sumarveizlur ættingjum sínum og tengdafólki, þar á meðal Alexander III Rússakeisara og Játvarði VII Bretakonungi.

Við ökum svo áfram A6 tíu mínútna veg gegnum Gribskov, einn stærsta skóg Danmerkur, til Hillerød. Þar fylgjum við vegvísum til hins volduga og glæsilega kastala, Friðriksborgar, sem Friðrik II konungur lét reisa 1560 í hollenzkum endurreisnarstíl. Sonur hans, Kristján IV, sem fæddist hér, lét breyta höllinni og endurbæta 1602-20.

Friðriksborg er raunar mun skoðunarverðari en Krónborg. Hún er meiriháttar þjóðminjasafn með afar skrautbúinni kapellu, þar sem er hásæti og orgel frá 1610. Aðalsalur kastalans er einnig skartlegur í meira lagi. Hér voru konungar Danmerkur krýndir, meðan sá siður hélzt. Á safninu er ótrúlegur fjöldi málverka og gamalla húsmuna.

Næstu skref

3. Sjáland – Kronborg

Borgarrölt
Kronborg, Sjælland

Kronborg

Eftir 30 mínútna akstur til viðbótar komum við til Helsingjaeyrar (Helsingör). Við höldum okkur þar við Strandvejen að höfn Svíþjóðarferjanna, því að þaðan er leiðin að Krónborg greinilega merkt. Við erum komin að gömlum hornsteini Danaveldis, þaðan sem skotið var á skip þau, er ekki greiddu Eyrarsundstoll.

Krónborg var reist 1574-85 í hollenzkum endurreisnarstíl, fremur kuldaleg að sjá, úr rauðum tígulsteini og með koparþaki. Inni má skoða einn af stærstu hallarsölum Evrópu, upprunalegar eikarinnréttingar í kirkju, svo og híbýli konungs og drottningar. Einna merkast er þó danska sjóferðasafnið, sem er til húsa í kastalanum. Krónborg er opin 10-17 á sumrin og 11-15 á veturna.

Hér lætur Shakespeare harmleik Hamlets gerast, og á þeim forsendum flykkjast hingað enskumælandi ferðamenn. Við bíðum þó ekki eftir draugagangi, heldur förum í bæinn og finnum rólegt markaðstorgið innan um gömul hús og miðaldagötur. Við fáum okkur hádegissnarl á Gæstgivergården Torvet til að njóta betur hins gamla tíma.

Næstu skref

A. Madrid

Don Quixote & Sancho Panza, Madrid

Don Quixote & Sancho Panza á Plaza de España

Flestir þekkja Costa del Sol, Costa Brava eða Benidorm, enda er þessi bók ekki um þá valinkunnu staði. Handan við sólarstrendur er til annar Spánn, gamall menningarheimur, sem hefur gengið í endurnýjun lífdaganna á nýfengnum lýðræðistíma. Þessi bók er skrifuð fyrir ferðamenn, sem vilja kynnast ánægjulegum raunveruleika utan við ágæta ferðamannaþjónustu sólarstranda. Við munum í yfirreið okkar bæði skoða frjálslegan nútíma og fjölbreytta menningarsögu.

Suma staðina í þessari bók er auðvelt að skoða með því að fá sér bílaleigubíl frá Costa del Sol eða Costa Brava. Aðra er auðvelt að skoða með því að láta eftir sér að taka flugvél frá sólarströnd inn til höfuðborgarinnar í Madrid og gista þar tvær eða þrjár nætur. Þeir, sem ætla að fljúga með Iberia til Spánar geta fengið lítt takmarkað flug innanlands í 60 daga á Spáni fyrir $250, ef þeir panta það fyrirfram.

Næstu skref

B – Madrid – vesturbær – Plaza Puerta del Sol

Borgarrölt, Madrid
Plaza Puerta del Sol, Madrid

Plaza Puerta del Sol

Plaza Puerta del Sol, Madrid 4

Plaza Puerta del Sol

Torgið Puerta del Sol er miðja borgarinnar, bæði að formi til og í reynd. Frá því eru mældar allar vegalengdir á Spáni. Kílómetrasteinn “0” er fyrir framan höll öryggislögreglunnar, sem er við suðurhlið torgsins. Í turni hallarinnar er klukkan, sem allar aðrar klukkur á Spáni eru miðaðar við. Frá torginu er skammur vegur til flestra staða, sem ferðamenn vilja skoða í Madrid. Það er umlokið samræmdum og rjómalitum húsum frá 18. öld.

Íbúar í Madrid mæla sér mót á torginu á öllum tímum dagsins og koma þangað í strætisvögnum og neðanjarðarlestum. Allan daginn iðar torgið af lífi. Það er líka staður útifunda og mótmælaaðgerða. Við bjuggum á hótelum við torgið og komumst að raun um, að það er helzt milli klukkan fimm og sjö á morgnana, að kyrrð færist yfir torgið.

 

Norður frá því liggja göngugöturnar Preciados og Carmen í átt til verzlunargötunnar Gran Vía. Við þessar göngugötur eru helztu vöruhús borgarinnar, El Corte Inglés og Galerias Preciados. Suður frá torginu er helzta gleðskaparhverfi borgarinnar, fullt af skyndibitastöðum, kaffihúsum, vín- og snarlbörum, veitingahúsum og skemmtistöðum. Þar er líka “hitt” torgið í bænum, Plaza Mayor.

Descalzas Reales

Descalzas Reales, Madrid

Descalzas Reales

Vestur frá Plaza Puerta del Sol liggja tvær götur, Mayor og Arenal. Við höldum þá síðari í átt til óperuhússins. Við getum tekið stuttan krók eftir annarri þvergötu til hægri, San Martín, til að skoða Monasterio de Descalzas Reales við samnefnt torg. 

Það er nunnuklaustur frá 16. öld fyrir aðalskonur og safnaði fljótt miklum auði, m. a. í listverkum. Því hefur verið breytt í safn, þar sem sjá má fræg verk eftir Brüghel eldri, David, Titian og Rubens. Miðja safnsins er húsagarður með þrjátíu kapellum allt um kring.

Næstu skref

2. Sjáland – Louisiana

Borgarrölt
Louisiana Museum, Louisiana

Louisiana

Louisiana er meira virði en klukkustundar skyndiheimsóknar, sem lýst var hér að framan í ferðinni um Sjálandsbyggðir. Betra væri að hafa aflögu heilan daga til að skoða safnið, sem er eitt hið notalegasta í heiminum.

Louisiana, Tinguely

Louisiana, Tinguely

Safnið er í mörgum samtengdum sölum og glergöngum, sem mynda stóran hring í fögrum garði við Eyrarsund. Salirnir eru byggðir út frá nítjándu aldar herragarði, sem Alexander Brun lét reisa. Hann var þrígiftur og hétu allar konur hans Louise. Því nefndi hann bústaðinn Louisiana og hefur nafnið flutzt yfir á safnið, sem stofnað var 1958.

Safnið nær yfir innlenda og alþjóðlega list nútímans, það er að segja eftirstríðsáranna. Ýmis söfn í helztu heimsborgunum hafa meira úrval listaverka nútímans, en safngripir Louisina eru vel valdir og búa við skemmtilegra umhverfi en munir í söfnum á borð við Museum of Modern Art í New York.

Louisiana, Alexander Calder

Louisiana, Alexander Calder

Í góðu veðri er ánægjulegt að rölta um höggmyndagarðinn innan í safnhringnum og skreppa niður í skógarbrekkuna, er liggur niður að Eyrarsundi og anda að sér sjávarlofti. Hægt að matast undir beru lofti eða fá sér hressingu, því að veitingasalur er á svæðinu. Enginn vandi er að láta heilan dag líða hjá í Louisiana.

Lousiana, Frank Stella

Lousiana, Frank Stella

Safnið er ekki hvað sízt þekkt fyrir höggmyndir. Venjulega falla slík verk í skugga málverka á söfnum. Hér njóta þær hins vegar forgangs og þess er gætt, að þær hafi nóg rými í garðinum, svo að þær njóti sín vel við eðlilega lýsingu úti í náttúrunni.

Í hryssingsveðri má líka virða fyrir sér verkin innan frá, því að þau eru nálægt glerveggjum safnskálanna. Falla þau þá vel inn í grænan ramma grass og trjáa. Þess vegna er gott veður ekki nauðsynleg forsenda heimsóknar í Louisiana, þótt auðvitað sé það heppilegra.

Lousiana, Jean Dubuffet

Lousiana, Jean Dubuffet

Þarna eru verk ýmissa helztu höggmyndasmiða heims. Næst aðaldyrunum eru listaverk eftir Jean Arp. Síðan koma höggmyndir Max Ernst, þá Henry Moore, Joan Miró og loks Alexander Calder. Hver þessara listamanna hefur dálítið svæði út af fyrir sig. Einnig eru í safninu höggmyndir eftir Nobuo Sekine og Alberto Giacometti. Þrettán verk hins síðastnefnda eru raunar eitt helzta tromp staðarins.

Hvergi í Danmörku er betra safn nútímalistar. Glyptoteket og Ríkislistasafnið í

Louisiana, Nobuo Sekine

Louisiana, Nobuo Sekine

Lousiana, Alberto Giacometti

Lousiana, Alberto Giacometti

Kaupmannahmabili hinna frönsku málara frá 1850-1920. Abstrakt list er til dæmis ekki til öfn skilja að mestu við hana, þegar lýkur tísýnis í þessum tveimur merku söfnum. Hennar þarf að leita í Louisiana.

Safnið skiptist í deild fastra og breytilegra sýningargripa. Í föstu deildinni má fyrst nefna Cobra-hópinn, þar á meðal Svavar Guðnason, sem á tvö verk í Louisiana. Ennfremur nokkra abstrakt-frömuði á borð við Vassily Kandinsky, Victor Vasarely, Jean Devasne og Auguste Herbin. Eitt verk er eftir Erró, “Rauði síminn”. Þriðji íslenzki fulltrúinn er Sigurjón Ólafsson.

Lousiana, Roberto Matta

Lousiana, Roberto Matta

Lousiana, Henry Moore 2

Lousiana, Henry Moore

Af listamönnum sjötta áratugsins má nefna áðurnefndan Giacometti, svo og Jean Dubuffet, Francis Bacon, Yves Klein, Lucio Fontana og Sam Francis. Fulltrúar sjöunda áratugsins eru meðal annarra JeanTinguely og César. Frá sama tíma eru poppararnir Roy Lichtenstein, Robert Rauschenberg og Andy Warhol. Gisnara er um listamenn, sem einkenna áttunda og níunda áratuginn.


Athyglisvert er, að Louisiana er ekki í opinberri eigu og nýtur lítils sem einskis beins stuðnings ríkisins. Safnið er sjálfseignarstofnun, sem nýtur gjafmildi einstaklinga, fyrirtækja og stofnana, svo sem Carlsberg-sjóðsins, sem kostar kaup á einu meginlistaverki á hverju ári.

Lousiana, Juan Miró

Lousiana, Juan Miró

Lousiana, César

Lousiana, César

Louisiana er samspil náttúru, byggingalistar og nútímalistar. Salirnir hafa verið reistir smám saman á þremur áratugum. Þeir eru hver með sínu sniði, sumir lágir og breiðir, aðrir háir og mjóir, en falla samt inn í samræmda heild, þar sem þess er gætt, að byggingar beri listaverk og náttúru ekki ofurliði.

Talsvert er um tónleika, bíósýningar, umræðufundi, leiksýningar og bókmenntaupplestur í safninu, einkum um helgar. Ferðamenn geta fyrirfram kynnt sér, hverjar eru slíkar uppákomur og tímabundnar listsýningar.

Það er ánægjulegt að líta inn í Louisiana, en stórkostlegt að geta gefið sér þar góðan tíma.

Næstu skref

13. Íslendingaslóðir – Jónshús

Borgarrölt

Utan elzta hlutans

Hér hefur aðeins verið lýst Íslendingaslóðum í elzta hluta miðbæjar Kaupmannahafnar. Við höfum ekki farið út í Kristjánshöfn til að skoða hús Íslandskaupmanna við Strandgötu eða minnast Spunahúss og Rasphúss, sem biðu fyrr á öldum sekra manna af Íslandi.

Jónshús, København

Jónshús

Við höfum ekki heldur farið norður í átt til Klampenborg til að skoða Bernstorffshöll, þar sem Eiríkur á Brúnum sat með konungafólki, Andrésarklaustur, þar sem Nonni (séra Jón Sveinsson) bjó í þrjá áratugi, eða heilsuhælið í Klampenborg, sem Jón Hjaltalín læknir stofnaði 1844.

Á leið okkar höfum við einkum staldrað við menn og atburði fyrri alda. Íslendingar 20. aldar eru ekki eins tengdir gamla miðbænum og fyrri kynslóðir þeirra voru, því að borgin hefur þanizt svo út um allt, að eingin leið er að rekja íslenzk spor 20
. aldar í einni leiðarlýsingu.

Jónshús

Eitt hús skulum við þó heimsækja að lokum, því að það er orðið og verður sennilega áfram miðpunktur Íslendinga í Kaupmannahöfn. Það er Jónshús á horni Stokkhúsgötu og Austurveggs og rís þar móti okkur eins og hóftungufar Sleipnis í Ásbyrgi.

Skrifstofa Jón Sigurðssonar, Jónshús, København

Skrifstofa Jón Sigurðssonar, Jónshús

Jónshús, félagsheimilið, København

Jónshús, félagsheimilið

Á þriðju hæð hússins bjuggu þau hjónin Jón Sigurðsson og Ingibjörg Einarsdóttir 1852-1879. Þar sat Jón löngum stundum við stafngluggann og skrifaði. Þar réðust mörg þau ráð, sem mörkuðu spor í sögu Íslands. Og þar áttu margir Íslendingar sitt athvarf í Hafnarferðum.

Carl Sæmundsen gaf Alþingi Íslendinga húsið 1966 og það hefur síðan sýnt því þann sóma að láta innrétta það í þágu Íslendinga í Kaupmannahöfn, svo að nú er það orðinn helzti samkomustaður þeirra.

Á tveimur neðstu gólfunum er hið eiginlega félagsheimili. Í kjallara er snyrtiaðstaða og lítill samkomusalur. Á næstu hæð er veitingasalur og setustofa, þar sem íslenzk blöð liggja frammi.

Íslendingafélagið og Félag íslenzkra námsanna í Kaupmannahöfn sjá um rekstur félagsheimilisins. Á sumrin er lögð áherzla á að taka á móti gestum og ferðamönnum heiman frá Íslandi.

Á annarri hæð er fræðimannsíbúðin, þar sem íslenzkum vísindamönnum gefst kostur á að búa endurgjaldslaust í þrjá mánuði. Á fjórðu hæð er íbúð íslenzka sendiráðsprestsins, sem jafnframt hefur umsjón með húsinu og minningarsafninu, sem er á þriðju hæð.

Minningarsafnið er opið mánudaga-laugardaga 17-19 og auk þess eftir samkomulagi við prestinn eða veitingamanninn. Í fremsta herberginu, sem var gestaherbergi á tímum Jóns og Ingibjargar, er fjallað um uppruna Jóns, æsku hans og skólaár.

Í stafnherberginu, sem var jafnt setustofa og vinnuherbergi Jóns, má sjá eftirlíkingar af skrifborði og stóli hans, sem varðveitt eru í Þjóðminjasafni Íslands, og aðrir munir eru í stíl þess tíma. Þar er einnig safn bóka eftir Jón og um hann.

Í þriðja herberginu, sem var áður borðstofan, er sýning, sem fjallar um ævi Jóns og störf, svo og heimilishagi þeirra hjóna. Þar sem áður var svefnherbergi hjóna, eldhús og stúlknaherbergi, er nú hýst bókasafn Íslendinga í Kaupmannahöfn. Þar eru einkum íslenzkar bækur til útlána.

Við ættum öll að koma hér við á leið okkar um Kaupmannahöfn.

Landar á ferð

Einum Íslendingaslóðum megum við ekki gleyma, nútímanum í miðborginni. Á hverjum degi eru tugir Íslendinga staddir í Kaupmannahöfn í fríi, alveg eins og við. Marga kunnuga sjáum við á Strikinu rétt eins og í Bankastræti. Munurinn er bara sá, að á Strikinu eru Íslendingar í fríi, lausir við streitu og gefa sér tíma til að spjalla. Slík samtöl geta dregizt á langinn yfir bjórglasi á næstu krá. Kaupmannahöfn er þannig alveg kjörinn staður fyrir Íslendinga til að hitta Íslendinga.

Góða ferð!

Næst er það útrás um Sjáland

Næstu skref

12. Íslendingaslóðir – Strikið

Borgarrölt
Skarv, bar, København

Skarv

Íslendingar virðast hafa meiri sögulega tilfinningu fyrir tungumáli en Danir. Þeir mundu, að mötuneytið hafði einu sinni verið í klaustri. Og þeir mundu, að Købmagergade var einu sinni nefnt eftir slátrurum, en ekki kaupmönnum, og notuðu því yfirleitt hið rétta orð, Kjötmangarinn.

Við göngum hér til hægri Kjötmangarann niður á Strik og það síðan út á Kóngsins Nýjatorg. Við erum hér á Rúnti íslenzkra hafnarstúdenta. Á horni Kjötmangarans og Skinnaragötu voru krárnar Himnaríki  (Himmerige) og Helvíti (Café d´Enfer), mikið sóttar af Íslendingum. Síðast er um Himnaríki í frásögur fært, að þar sátu Halldór Laxness og Jón prófessor Helgason og gerðu úttekt á Þórbergi Þórðarsyni.

Ef við tökum hér krók til vinstri út í Gömlumynt og Grænugötu, erum við komin á æskuslóðir Bertels Thorvaldsen, er bjó á ósamlyndu og ömurlegu heimili drykkfellds föður í Grænugötu 7, í einu versta skuggahverfi borgarinnar. Frá Gottskálki föður hefur Bertel þó væntanlega fengið handbragðið, sem síðan þróaðist í átt til heimsfrægðar.

Hér liggur Pílustræti samhliða Kjötmangaranum. Þar er kráin Skarfurinn, sem fyrir nokkrum árum var einn helzti skemmtistaður Íslendinga, og deildu þeir honum með Grænlendingum.

Fæðingarstaður Jörundar hundadagakonungs, København

Fæðingarstaður Jörundar hundadagakonungs

Þegar við komum niður á Strik, skulum við taka eftir húsinu Austurgötu 6, þar sem er Den Københavnske Bank. Þar fæddist Jörundur hundadagakonungur, sonur Urbans úrsmiðs og Önnu Leth, sem hvatti H. C. Andersen til dáða. Skólabróðir Jörundar, Adam Øhlenschläger, getur þess, að þá þegar hafi hann verið duglegur við strákapörin.

Á þessum fínu slóðum bjó líka áðurnefndur Repp. Hér var og fullt af krám og veitingahúsum, sem nú eru horfin, en voru vinsælir áningarstaðir á kvöldgöngum Íslendinga fyrri alda. Á Amákurtorgi 4 var Blesi (Pleisch), þar sem nú er Bing & Grøndahl. Pétur drengur (Pedrin) var í Austurgötu.

Og svo getum við líka gengið fyrir hornið og byrjað nýja hringferð á Njáli, Hvít og Mjóna

Næstu skref

11. Íslendingaslóðir – Garður

Borgarrölt

Loks komum við vinstra megin að merkasta húsi götunnar, Garði, sem öldum saman hýsti mikinn meirihluta íslenzkra námsmanna í Kaupmannahöfn. Hér fengu þeir forgangsvist samkvæmt konungsúrskurði, alveg eins og þeir höfðu forgangsfæði í Klaustri.

Garður, København

Garður, sjötti stigagangur þar sem Íslendingar bjuggu

Danir kvörtuðu stundum sáran um, að íslenzkir ríkismannasynir og Íslendingar án nokkurra prófa og hæfnisvottorða voru orðalaust teknir fram yfir Dani, sem ekki komust yfir þröskuldinn í vali úr stórum hópi umsækjenda. Og það er merkilegt rannsóknarefni, að konungur lét þetta kíf jafnan sem vind um eyru þjóta.

Með forgangi Íslendinga að Klaustri og Garði var auðvitað stuðlað á einkar virkan hátt að menntun Íslendinga á erfiðum öldum. Mjög er óvíst, að forfeður okkar hefðu getað tekið íslenzk mál í eigin hendur, ef forréttindin í Kaupmannahöfn hefðu ekki undirbúið jarðveginn og haldið honum við. Þetta gleymdist stundum í Danahatrinu.

Skrár Garðs sýna mikil afföll Íslendinga. Margir þeirra lágu í svalli og spilum meðan hinir dönsku félagar lágu yfir bókum. Ófagrar eru lýsingar á hinni illræmdu þrenningu Ögmundar Sívertsen, Högna Einarssonar og Torfa Eggerz, svo og á Magnúsi og Gunnlaugi Blöndal um miðja síðustu öld, púlsmönnum “hjá B
acchi og Veneri”.

Íslendingar bjuggu mikið út af fyrir sig á sjötta stigagangi á Garði, blönduðu lítt geði við Dani og tróðu frekar illsakir við þá. Klemenz Jónsson, síðar landritari, var þó kosinn prófastur Garðbúa með atkvæðum róttækra Dana. Hannes Hafstein, Skúli Thoroddsen, Indriði Einarsson og Björn Olsen nutu líka álits inn í raðir Dana.

Garður og Rundetårn, København

Garður og Rundetårn

Héðan af Garði kemur endalaus röð forustumanna Íslendinga. Á 17. öld menn eins og Brynjólfur biskup Sveinsson, Vísi-Gísli lögmaður, Árni prófessor Magnússon og Þormóður kvennamaður Torfason. Á 18. öld menn á borð við Skúla fógeta, Eggert Ólafsson og Magnús Stephensen.

Hinum þekktu nöfnum Íslendinga meðal Garðbúa fjölgar á 19. öld. Þá búa þar Jón Sigurðsson, Tómas Sæmundsson, Brynjólfur Pétursson, Konráð Gíslason, Páll Melsteð, Skúli Thoroddsen, Hannes Hafstein, Grímur Thomsen, Steingrímur Thorsteinsson, Gestur Pálsson og Þorsteinn Erlingsson.

Hins vegar hafa mjög fáir forustumenn 20. aldar átt hér viðdvöl. Og vorið 1981 var svo komið, að ekkert íslenzkulegt nafn var lengur að finna í garðverjaskrá portsins. Hér verður því ekki lengur neinn “Rúki” prófastur (Eiríkur Jónsson) til að láta söng og ærsl, kvennafar og svall, fara í taugar sér, svo sem hann gerði á síðasta aldarfjórðungi síðustu aldar.

Við Þrenningarkirkju, København

Við Þrenningarkirkju, áður kirkjugarður margra Íslendinga

Við verðum að lokum að slíta okkur frá þessari þungamiðju sögu Íslendinga í Kaupmannahöfn. Framundan, handan Kjötmangarans, er Sívaliturn, þaðan sem gengið var inn á loft Þrenningarkirkju, en þar var Árnasafn lengi. Þar “sat á turni” Jón Grunnvíkingur. Og fyrir utan turn er talið, að 60-70 Íslendingar séu grafnir í kirkjugarði, sem nú er orðinn stétt.

Næstu skref

10. Íslendingaslóðir – Árnasafn

Borgarrölt
Universitätsbiblioteket, København

Universitätsbiblioteket

Við göngum meðfram háskólanum til hægri Kristalsgötu og síðan til hægri Fjólustræti. Háskólabókasafnið er hér á hægri hönd og þar var Árnasafn til húsa við þröngan kost, frá því er það var flutt af lofti Þrenningarkirkju og unz það var flutt í Próvíanthúsið.

Hér sat Jón Helgason prófessor og orti: “Innan við múrvegginn átti ég löngum mitt sæti / utan við kvikaði borgin með gný sinn og læti”.

Við erum aftur komin að Frúarkirkju. Hér að baki hennar er Metropolitan-skólinn, sem áður hét Frúarskóli. Þar lærðu Hallgrímur Pétursson sálmaskáld, Grímur Thorkelín, síðar leyndarskjalavörður, og Sigurður Sigurðsson, síðar landþingsskrifari. Skúli Þ. Thorlacius var rektor skólans 1777-1803.

Kanuekstræde, København

Kanuekstræde. Hús Árna Magnússonar var þar sem hvíta húsið er núna

Hér beygjum við til vinstri inn Stóra Kanúkastræti og hægjum ferðina verulega, því að hér er íslenzk saga við hvert fótmál. Í götunni hefur íslenzka hljómað öldum saman, þegar námsmenn gengu milli garða og skóla.

Á fjarlægara horni Stóra og Litla Kanúkastrætis stóð áður hús Árna Magnússonar prófessors, Það er brann í hinum mikla Kaupmannahafnareldi í október 1728. Með húsinu brann hluti fornbókasafns hans, Árnasafns.

Andspænis húsi Árna er enn Borchs Kollegium, er var einn fínasti stúdentagarður borgarinnar. Þar voru umsjónarmenn Einar Guðmundsson og Skúli Thorlacius. Meðal annarra garðbúa voru Árni Magnússon, Jón Eiríksson, síðar konferensráð, Vilhjálmur Finsen, síðar landfógeti, og Konráð Gíslason, áður en hann flutti í Skinnaragötu.

Við hlið húss Árna var Londemanns hús, heitið eftir þeim Íslendingi, sem mest tignarheiti hefur borið í aðalsmannastíl, næst jarli og hirðstjórum Noregskonunga. Londemann var sonur Hans Londemann, sýslumanns Árnesinga, og Guðríðar Markúsdóttur. Hann varð prófessor, konsistorialráð, biskup og loks barón Rosencrone.

Við hlið Borchs Kollegium komum við næst að húsi Gjedde aðmíráls, þar sem Árni Magnússon var forstöðumaður garðbúa næstur á undan Ludvig Holberg leikritaskáldi. Hér bjuggu m.a. Finnur Jónsson og Hannes Finnsson, síðar biskupar, svo og Bjarni Thorarensen, er hér orti saknaðarljóðið Eldgamla Ísafold.

Næstu skref

9. Íslendingaslóðir – Universitätet

Borgarrölt
Larsbjørnsstræde 23, København

Larsbjørnsstræde 23

Næst förum við til hliðar til hægri inn í Larsbjörnsstræti, þar sem bjó hægra megin á nr. 23 brautryðjandi sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, Baldvin Einarsson, og samdi hér síðari hefti Ármanns á alþingi. Hann fórst hér af brunasárum, sem hann hlaut í svefni í árslok 1832. Á undan honum bjó í húsinu Grímur Jónsson amtmaður

Við sveigjum til vinstri í Stúdíustræti og komum að Biskupstorgi fyrir framan Frúarkirkju. Í lúterskum sið hafa öll íslenzk biskupsefni, sem fengu vígslu í Kaupmannahöfn, verið vígð í Frúarkirkju og setið að veizlu í Biskupsgarði, sem er hér á horninu andspænis kirkjunni.

Universitätet, København

Universitätet

Til vinstri er Kaupmanna-hafnarháskóli, sem var háskóli Íslendinga allt frá miðri 16. öld og þangað til Háskóli Íslands var stofnaður 1911. Þennan skóla sóttu margir kunnustu Íslendingar á síðustu öldum og það var dvöl þeirra þar, sem gerði Kaupmannahöfn að höfuðborg Íslands og mesta menntasetri landsins.

Við göngum Norðurgötu meðfram gömlum byggingum háskólans, þar á meðal stúdentamötuneytinu Kannibalen, sem Íslendingar kölluðu alltaf Klaustur, af því að það var upprunalega stofnað í Ágústínusarklaustri við Heilagsandakirkju 1569, þegar munkarnir höfðu verið reknir þaðan brott.

Árið 1579 fengu Íslendingar forgang að frímáltíðum Klausturs. Hélzt svo, unz mötuneytið var lagt niður 1736 og farið að afhenda stúdentum matarfé í staðinn. Kölluðu Íslendingar það síðan “að fá Klaustur”. Hér var Oddur Einarsson, síðar biskup, “prófastur” eða borðhaldsstjóri

Næstu skref

8. Íslendingaslóðir – Stigi Jónasar

Borgarrölt
Pétursstræti 22, København

Pétursstræti 22

Síðan förum við Hemmingsensgade framhjá Grábræðratorgi upp á Skinnaragötu, þar sem Konráð Gíslason bjó á nr. 6, eftir að hann flutti af garði Borchs. Við göngum svo Skinnaragötu og Vesturgötu alla leið út á Ráðhústorg nútímans.

Hér vinstra megin, handan Striksins, er hótel Pallas (Palace), sem hefur át
t fjölbreytta sögu, síðan Halldór Laxness lét Íslandsbersa halda þar hina frægu veizlu, sem lýst er í Guðsgjafaþulu.

Stiginn á Pétursstræti 22, København

Stiginn á Pétursstræti 22

Við snúum á hæl og göngum Vesturvegg að Pétursstræti og leitum þar að veggskildi á húsi nr. 22 vinstra megin götunnar. Í þessu húsi, á 3. hæð til vinstri, með gluggum út að húsagarði, bjó Jónas Hallgrímsson. Hér missti hann fótanna seint um kvöld hinn 15. maí 1845, er hann kom af Hvíti og var að fara upp stigann. Hægri fóturinn brotnaði ofan við ökla, en Jónas dróst til sængur.

Hann sagði ekki til sín, en var mjög sjúkur, þegar komið var til hans að morgni. Var hann þá fluttur í Friðriksspítala, þar sem nú er Listiðnasafnið, og andaðist þar 26. maí. Við getum kannski fengið leyfi til að skreppa inn í Pétursstræti 22 og líta á hinn illræmda stiga, því að húsráðandi í herbergi Jónasar var til skamms tíma vingjarnlegur, ungur maður.

Næstu skref

7. Íslendingaslóðir – Thorvaldsen museum

Borgarrölt
Thorvaldsen Museum, København

Thorvaldsen Museum

Við göngum síkisbakkann eftir Vindubrúargötu og komum að höllinni, sem Danir reistu pörupilti og tossa þeim, sem áður er getið. Þar sjáum við mikið af listaverkum Bertels Thorvaldsen, en ekkert minnir á Ísland í hinum gestasnauðu og grafardauðu sölum. Við höldum svo úr Thorvaldsensafni yfir Hábrú út af Hallarhólma.

Latínuhverfið

Veðlánastofnunin, København

Frændi

Gömluströnd göngum við til baka eftir síkisbakkanum og stefnum á Frænda við enda götunnar. Við förum að baki hans inn í Snaragötu. Frændi var veðlánastofa, sem Íslendingar skiptu mikið við, þegar þeir voru blankir og biðu eftir peningum að heiman, sem virðist hafa verið nokkru tíðara en nú, enda plastkort ekki komnir til sögunnar. Stofnun þessi er nú aflögð og húsið er sjálft menntaráðuneyti Danmerkur.

Við höldum áfram fyrri gönguleið eftir Magstræde, Ráðhússtræti, Nýjatorgi, Nýjugötu og Vimmelskafti, þar sem við förum bak við Heilagsandakirkju og finnum þar í skoti milli kirkju og klausturs legstein Gísla Þórðarsonar, er var rektor Hólavallaskóla 1786-1804, einn stórkarlalegasti slarkari Íslandssögunnar

Næstu skref

6. Íslendingaslóðir – Nationalmuseet

Borgarrölt
Nationalmuseet, København

Nationalmuseet

Við göngum áfram sömu leið og rakin er í fremri leiðarlýsingu og förum yfir Marmarabrú eftir Nýju Vesturgötu að danska þjóðminjasafninu, sem hefur að geyma fjölda íslenzkra forngripa. Þar eru íslenzkir kaleikar, víravirki, útskurður, drykkjarhorn, mítur, klæði, annar Grundarstóllinn og stóll Ara Jónssonar lögmanns, svo eitthvað sé nefnt.

Í framhaldi af Nýju Vesturgötu er Dantes Plads, þar sem er til húsa sendiráð Íslands.

Ef við förum kringum þjóðminjasafnið og göngum Stormgötu í átt til síkis, sjáum við, að hluti safnsins nær yfir Stormgötu 5, þar sem áður var hús áðurnefnds Jóns Eiríkssonar, deildarstjóra í rentukammeri, meðdómara í hæstarétti og yfirmanns Konunglegu bókhlöðunnar. Jóni varð enn kaldara en Grími konungsmönnum hjá, því að hann hvarf á Löngubrú, saddur valdatafls.

Neðst við Stormgötu, rétt við síkið, var einu sinni kráin Kristín doktor, þar sem Jón Indíafari lenti í barsmíðum og þar sem Halldór Laxness lætur Jón Marteinsson sitja að drykkju með Jóni Hreggviðssyni

Næstu skref

5. Íslendingaslóðir – Proviantgården

Borgarrölt
Proviantgården, København

Proviantgården

Þegar við göngum vinstra megin hallar inn í Þjóðþingsport og þaðan til vinstri inn í rósagarð Konunglegu bókhlöðunnar, fækkar ekki gömlum slóðum Íslendinga. Að baki okkur, tengt höllinni, er Leyndarskjalasafnið, sem var í umsjá prófessoranna Árna Magnússonar 1715-1719, Gríms Thorkelín 1791-1829 og Finns Magnússonar 1829-1847.

Vinstra megin er Próvíanthúsið með Landmælingastofnun danska herforingjaráðsins, sem gerði út ótal liðsforingjaefni til vandaðrar kortagerðar af Íslandi. Í fjarlægari enda þess var Árnasafn til húsa 1957-1981 undir forsjá Jóns Helgasonar prófessors. Það er nú flutt út á Amákur.

Det kongelige Bibliotek, København

Det kongelige Bibliotek

Fyrir enda garðsins er svo Konunglega bókhlaðan, þar sem Sigfús Blöndal orðabókarhöfundur var safnvörður og Jón Eiríksson forstöðumaður. Þar eru geymd merk bréfasöfn Íslendinga, svo sem Finns Jónssonar, Þorvaldar Thoroddsen og Boga Melsted. Ennfremur eru þar ritgerðir um Ísland frá 18. öld.

Fjórða hliðin að garðinum er Týhúsið, þar sem margir Íslendingar þjónuðu áður fyrr í lífverði konungs. Til mestra metorða komust Magnús Arason verkfræði-lautinant á fyrri hluta 18. aldar og Ketill Jónsson lautinant, sem féll í orrustu 1811 undir tignarheitinu “von Melsted”.

Hér þjónuðu þrír Íslendingar, sem áttu það sameiginlegt að hafa komizt alla leið til Indlands á skipum hans hátignar og að hafa ritað ævisögur sínar. Kunnastur þeirra er Jón Ólafsson Indíafari, en hinir eru Eiríkur Björnsson og Árni Magnússon frá Geitastekk

Næstu skref

4. Íslendingaslóðir – Kansellíið

Borgarrölt

Hallarhólmi

Kanselli & Rentekammer, København

Kanselli & Rentekammer

Við göngum götuna yfir Kauphallarbrú og út á Hallarhólma. Við förum bak við Kauphöllina og göngum Hallarhólmagötu í átt til Kristjánsborgar. Þar er á vegi okkar Kansellíið, en þaðan var Íslandsmálum stjórnað á 18. og 19. öld.

Atvinnumál og fjármál voru í rentukammerinu í vinstri álmu og dóms-, kirkju- og fræðslumál í kansellíinu í hægri álmu.

Hér hafa ótal Íslendingar unnið og sumir komizt til metorða.

Jón Eiríksson var deildarstjóri í rentukammeri frá 1772 til dauðadags og Vigfús Thorarensen varð fulltrúi í kansellíi 1840. Við stofnun Íslandsdeildar 1848 varð Brynjólfur Pétursson forstöðumaður hennar, síðan Oddgeir Stephensen, Jón Hilmar Stephensen og síðastur Jón Sveinbjörnsson, sem varð konungsritari 1919.

Christiansborg, København

Christiansborg

Nú verður fyrir okkur Kristjáns-borg. Þar var utanríkisráðuneytið, sem varð Grími Thomsen tilefni línanna: “…kaldara und rifjum er konungsmönnum hjá, / kalinn á hjarta þaðan slapp ég”. Grímur var þá fluttur heim til Bessastaða, eftir að hafa gengið metorðastigann í utanríkisþjónustunni og endað sem virðulegur “legationsråd”.

Hér undir höllinni sjást enn leifar Bláturns, hins fræga fangelsis, sem hýsti hina fínni afbrotamenn á borð við hirðmenn og drottinsvikara. Þar sat Jón Indíafari fanginn um skeið. Og þar datt niður úr turninum um miðja sautjándu öld Guðmundur Andrésson, er þar sat vegna boðunar fleirkvænis. Hann slapp eins og Jón og lifði að semja íslenzk-latneska orðabók.

Næstu skref