Borgarrölt

7. Castello – San Pietro di Castello

Borgarrölt

San Pietro di Castello

San Pietro di Castello, Feneyjar

San Pietro di Castello

Við göngum norður eftir bakkanum Calle drio il Campanile til kirkjunnar, um 300 metra leið.

Hér var einna fyrst byggð í Feneyjum og erkibiskupssetur allan sjálfstæðistíma borgarinnar. Kirkjan var dómkirkja Feneyja frá upphafi til 1807, þegar Markúsarkirkja tók við. Núverandi kirkja er frá miðri 16. öld, en skakki turninn eftir Mauro Coducci er eldri, frá 1482-1488.

Gamla erkibiskupshöllin er milli kirkju og turns.

Canale di San Pietro, Feneyjar

Canale di San Pietro

Giardini Pubblici

Við förum til baka suður með bakkanum, yfir brúna Ponte de Quintavalle og áfram eftir Fondamenta Sant’Anna unz við komum að Calle Tiepolo, sem við göngum suður að skurðinum Rio di San Giuseppe. Við beygjum þar til hægri, förum yfir næstu brú og göngum suður að görðunum, þar sem alþjóðlegi bíennalinn er haldinn. Alls er þetta um kílómetra löng ganga.

Garðarnir eru víðáttumiklir beggja vegna Rio dei Giardini. Hérna megin heita þeir Giardini Pubblici og þar er bíennalinn til húsa. Hinum megin heita þeir Parco delle Rimembranze.

Næstu skref

 

 

 

6. Castello – Ca’ Giovanni Caboto

Borgarrölt

Ca’ Giovanni Caboto

Ca Giovanni Caboto, Feneyjar

Ca Giovanni Caboto

Ef við höfum ekki mikinn tíma, getum við látið þessa skoðun nægja, snúið hér við og gengið lónsbakkann til hertogahallarinnar. Að öðrum kosti höldum við áfram eftir lónsbakkanum, yfir næstu brú og komum þar að mjóu hornhúsi milli Riva degli Sette Martiri og Via Garibaldi. Alls er þetta um 200 metra leið.

Hornhúsið Ca’ Giovanni Caboto var heimili feðganna Sebastian og Giovanni Caboto, sem fundu Labrador 1497 í upphafi landafundatímans. Þeir voru þá í þjónustu Englandskonungs.

Via Garibaldi er ein fárra breiðgatna í borginni, mynduð 1808 með því að fylla skurð.

Garibaldi

Benvenuti: Garibaldi, Feneyjar

Benvenuti: Garibaldi

Við göngum Via Garibaldi á enda, tæplega 500 metra leið, þar sem langur garður liggur suður frá götunni.

Í enda garðsins hér við götuna er minnisvarði ítölsku frelsishetjunnar Garibaldi eftir listamanninn Augusto Benvenuti frá 1895.

Ponte de Quintavalle

Við göngum áfram Via Garibaldi að skurðinum Rio di Sant’Anna, förum sunnan hans í beina stefnu á brúna Ponte de Quintavalle, um 500 metra leið.

Frá brúnni er ágætt útsýni um breiðan og rólegan Canale di San Piero og skakkan turn kirkjunnar að baki hans.

Næstu skref

5. Castello – Arsenale

Borgarrölt

Arsenale, Feneyjar

Úr suðurenda torgsins göngum við tæpra 100 metra leið á Calle del Dose til Riva degli Schiavoni, þar sem við beygjum til vinstri eftir lónsbakkanum. Við göngum eftir bakkanum yfir tvær brýr, samtals tæplega 400 metra leið, unz við komum að skurðinum Rio dell’Arsenale, sem liggur að herskipasmíðastöðinni gömlu. Við getum tekið krók með skurðinum til að skoða inngang stöðvarinnar.

Turnarnir tveir við innganginn að Arsenale eru frá 16. öld. Þeir eru hluti virkisveggs með skotraufum. Við komumst ekki inn í stöðina sjálfa, því að hún er ennþá talin vera hernaðarsvæði, þótt hún sé í eyði. Við getum hins vegar siglt um hana endilanga með því að taka okkur far með 23. eða 52. leið áætlunarbáta borgarinnar.

Herskipasmíðastöðin var hornsteinn sjóveldis Feneyinga, stofnuð á 12. öld. Hún varð stærsta skipasmíðastöð veraldar, með 16.000 manna starfsliði. Hún var fyrsta færibandaverksmiðja Evrópu og gat árið 1574 fullsmíðað galeiðu á meðan Hinrik III af Frakklandi var í borginni í matarveizlu, sem tók 24 klukkustundir.

Ef við nennum ekki að taka krókinn að Arsenale, getum við farið yfir brúna á lónsbakkanum og skoðað safnið í húsinu á horninu handan brúarinnar. Það er flotasögusafnið Museo Storico Navale, opið mánudaga-laugardaga 9-13. Þar má sjá fróðlega skipasmíðasögu Feneyinga.

Næstu skref

4. Castello – San Giorgio dei Greci

Borgarrölt
San Giorgio dei Greci, Feneyjar

San Giorgio dei Greci

San Giorgio dei Greci

Við förum vestur eftir norðurenda torgsins og beygjum síðan til hægri eftir Campo San Provolo og Fondamenta dell’Osmarin. Þar komum við að skurði, sem við förum yfir á tveimur brúm. Samtals er þetta tæplega 300 metra leið. Með bakkanum handan síðari brúarinnar liggur leið að kirkju með óvenjulega skökkum turni.

San Giorgio dei Greci er 16. aldar kirkja með afar höllum turni. Hún er grísk rétttrúnaðarkirkja með innri kvennasvölum og íkonabrík milli kórs og kirkjuskips.

Í þessu hverfi var veitingahúsið Arcimboldo.

San Giovanni in Bragora

San Giovanni in Bragora, Feneyjar

San Giovanni in Bragora

Við förum til baka út að brúnum tveim, sem við fórum yfir, beygjum þar til hægri og förum eftir Calle della Madonna og Salizzada dei Greci yfir brú og áfram meðfram kirkjunni San Antonio eftir Salizzada Sant’Antonin að torginu Campo Bandera e Moro, að Bragora kirkjunni, samtals um 400 metra leið.

San Giovanni in Bragora er einföld gotnesk kirkja frá 1475-1479.

Hún er búin mörgum listaverkum frá síðgotneskum tíma og frá upphafi endurreisnar. Þar á meðal er gotneskt guðsmóðuraltari eftir Bartolomeo Vivarini og endurreisnarmálverk við háaltari eftir Cima da Conegliano af skírn Krists.

Rétt hjá kirkjunni er veitingahúsið Corte Sconta.

Næstu skref

 

3. Castello – San Zaccaria

Borgarrölt

San Zaccaria

San Zaccaria, Feneyjar 2

San Zaccaria

Við förum nokkur skref til baka og inn í sund vinstra megin við Paganelli hótelið. Eftir 100 metra leið komum við þar inn á lítið torg framan við Zaccaria kirkjuna.

San Zaccaria, Feneyjar

San Zaccaria

Hún var byggð 1444-1515 í blöndu síðgotnesks stíls og endurreisnarstíls við nunnuklaustur af reglu Benedikts. Antonio Gambello hóf gerð framhliðarinnar í síðgotneskum stíl og Mauro Coducci lauk henni í endurreisnarstíl.

Að innanverðu eru veggir kirkjunnar þétt skipaðir málverkum. Í
nyrðra hliðarskipi er guðsmóðurmynd eftir Giovanni Bellini.

Næstu skref

 

2. Castello – Vittorio Emanuele II

Borgarrölt

Vittorio Emanuele II

Riva degli Schiavoni, Feneyjar 2

Vittorio Emanuele II, Riva degli Schiavoni

Við göngum framhjá Danieli hótelinu, þar sem veitingahúsið Rivetta er að hallarbaki, förum áfram bakkann yfir brú og framhjá Paganelli hótelinu að Londra hótelinu. Fyrir framan það er riddarastytta.

Engin borg á Ítalíu er borg með borgum án þess að þar sé riddarastytta af Vittorio Emanuele II, fyrsta konungi sameinaðrar Ítalíu. Hér fyrir framan Londra hótelið er feneyska útgáfan. Hana gerði Ettore Ferrari árið 1887.

Irarrazabal: Mano á Riva degli Schiavoni, Feneyjar

Irarrazabal: Mano, á Riva degli Schiavoni

Síðari árin hefur þarna á bakkanum verið komið upp nútímalegri listaverkum, eins og þessu hér eftir Mario Irarrazabal frá Chile.

Næstu skref

 

15. San Marco – Fondazione Querini Stampalia

Borgarrölt
Querini Stampali, Feneyjar

Querini Stampalia

Við förum kringum kirkjuna að austanverðu og göngum yfir brú að dyrum Stampalia-safnsins.

Höllin var hönnuð og reist á 16. öld.

Þar er núna málverka- og bókasafn Querini-ættarinnar, meðal annars verk eftir Giovanni Bellini og Giambattista Tiepolo.

Við förum yfir brúna til baka og tökum næstu brú til vinstri, förum meðfram Rio del Rimedio, beygjum til hægri í Calle del Rimedio og síðan til vinstri í Calle dell’Angelo og loks til hægri í Calle Canonica, sem leiðir okkur til Markúsartorgs, samtals tæplega 500 metra leið. 

Þessari gönguferð er lokið

Næstu skref

 

14. San Marco – Santa Maria Formosa

Borgarrölt

Campo di Santa Maria Formosa

Campo di Santa Maria Formosa, Feneyjar

Campo di Santa Maria Formosa

Við yfirgefum kirkjuna og förum meðfram suðurhlið hennar, göngum yfir torgið og förum inn sundið Calle Bressane, yfir brú og síðan eftir Calle Trévisagna og beygjum svo á næsta horni til hægri eftir Calle lunga Santa Maria Formosa og komum eftir samtals 250 metra leið að torginu Campo di Santa Maria Formosa.

Eitt helzta markaðstorg Feneyja, óvenju stórt í sniðum í landþröngri borginni. Umhverfis það eru litlar verzlanir, fagrar hallir og kirkjan Santa Maria Formosa. Þótt torgið sé í næsta nágrenni Markúsartorgs, er það ekkert ferðamannalegt. Mannlífið á torginu ber með sér feneyskan hverfissvip eins og það sé heimur út af fyrir sig.

Santa Maria Formosa, Feneyjar

Santa Maria Formosa

Santa Maria Formosa

Við beinum athygli okkar að kirkjunni Santa Maria Formosa.

Hönnuð 1492, en var heila öld í byggingu, svo að hún er misjöfn að stíl. Hliðin að torginu, með bogadregnum kórbökum, er allt öðru vísi en kantaður stafninn að skurðinum. Kirkjuturninn er yngri, frá 1688, með þekktu afskræmisandliti í lágmynd.

Þekktasta listaverkið í kirkjunni er altari í syðri kór eftir Paolo il Vecchio með miðjumálverki af heilagri Barböru og hliðarmálverkum af helgum mönnum. Barbara var verndardýrlingur hermanna. Önnur málverk eftir Paolo eru í listasafninu Accademia.

Næstu skref

13. San Marco – Lombardo & Bellini

Borgarrölt

Pietro Lombardo

San Zanipolo: Pietro Lombardo, Feneyjar

San Zanipolo: Pietro Lombardo

Hér snúum við okkur fyrst að verkum Lombardo.

Legsteinar 25 hertoga eru í kirkjunni, þar á meðal steinkista Pietro Mocenigo hægra megin við innganginn, þekkt listaverk frá 1481 efti
r Pietro Lombardo. Vinstra megin við meginaltarið er steinkista Andrea Vendramin frá 1476-1478, einnig eftir Lombardo, sem á hér fleiri listaverk. Altarið sjálft er mikið yngra, eftir Baldassare Longhena, frá 17. öld.

Lombardo hannaði einnig neðri hluta óvenjulegrar framhliðar Scuola Grande di San Marco og alla skartkirkjuna Santa Maria dei Miracoli, sem við erum áður búin að skoða á þessari gönguferð. Hann gerði líka róðubríkina í Santa Maria Gloriosa dei Frari, sem við sjáum í annarri gönguferð um Feneyjar.

Lombardo var uppi 1435-1515 og vann einkum í Feneyjum. Hann var einn helzti frumkvöðull endurreisnarstílsins í Feneyjum, þegar þar var að syngja sitt síðasta vers síðgotneski stíllinn, sem hélt þar lengur velli en víðast annars staðar.

San Zanipolo: Bellini, Feneyjar 2

San Zanipolo: Bellini

Giovanni Bellini

Næst snúum við okkur að listamanninum Bellini.

Frægt altari eftir Bellini er inn af hægra hliðarskipi kirkjunnar, með nokkrum málverkum í gullnum skrautramma. Stóru málverkin í miðröð sýna þrjá helga menn. Fyrir ofan eru málverk úr ævi Krists og fyrir neðan málverk úr ævi heilags Vincentíusar.

Í annarri göngu heimsækjum við Accademia-safnið með mörgum verkum Bellini, einkum málverk af heilagri guðsmóður með jesúbarninu og öðru helgu fólki. Frægt guðsmóðuraltari hans er í Santa Maria Gloriosa dei Frari, og Pièta í Museo Correr, sem við skoðum hvort tveggja í öðrum gönguferðum um borgina. Einnig málverk í San Giovanni Crisostomo, sem við sáum fyrr á þessari göngu.

Giovanni Bellini var uppi 1430-1516, sonur Jacopo Bellini, bróðir Gentile Bellini og mágur Andrea Mantegna, sem allir voru miklir málarar. Hann var einn af helztu einkennismálurum upphafsskeiðs endurreisnartímans, undir áhrifum frá mági sínum Mantegna, en sýndi mildari mannlegar tilfinningar í verkum sínum. Þau eru nákvæm og vönduð, sýna næmt samspil ljóss og skugga.

Næstu skref

 

12. San Marco – San Zanipolo

Borgarrölt
San Zanipolo, Feneyjar

San Zanipolo

Hornrétt á framhlið hallarinnar er vesturvirki kirkjunnar San Zanipolo.

Önnur af tveimur helztu gotnesku kirkjunum í Feneyjum, rúmlega 100 metra löng og háreist eftir því, með einföldum og voldugum vesturstafni, reist síðast á 13. öld og fyrst á 14. öld sem klausturkirkja Dóminíkusa. Sjálfur dyraumbúnaður kirkjunnar er yngri, frá upphafi endurreisnartímans.

Fullu nafni heitir hún Santi Giovanni e Paolo, en jafnan stytt í munni Feneyinga. Kirkjan hýsir fræg listaverk, einkum eftir Pietro Lombardo, Giovanni Bellini og Paolo Veronese.

Innst við kór er gengið til vinstri inn í Capella del Rosario. Þar eru mörg málverk eftir Paolo Veronese, þar á meðal Tilbeiðsla fjárhirðanna, á norðurveggnum andspænis inngangi. Við fjöllum nánar um Veronese í annarri gönguferð, þegar við heimsækjum listasafnið Accademia.

Næstu skref

11. San Marco – Scuola Grande di San Marco

Borgarrölt
Scuola Grande, Feneyjar

Scuola Grande di San Marco

Frá styttunni sjáum við vel framhlið klúbbhússins Scuola Grande di San Marco.

Neðri hluti marmaraklæddrar framhliðarinnar og frumlegar þrívíddar-blekkimyndir hennar eru eftir arkitektinn fræga Pietro Lombardo og syni hans, 1485-1495. Efri hæðirnar eru eftir Mauro Coducci, einnig frá lokum 15. aldar.

Höllin var reist sem klúbbhús eins af sex karlaklúbbum borgarinnar. Flest listaverk hennar eru horfin á braut, en þó eru þar enn málverk eftir Tintoretto og Veronese.

Nú er höllin notuð sem sjúkrahús, Ospedale Civile, og er ekki opin almenningi.

Næstu skref

10. San Marco – Colleoni

Borgarrölt
Colleoni, Feneyjar

Colleoni

Við förum úr kirkjunni og göngum umhverfis hana, yfir brúna að baki hennar, beygjum síðan strax til hægri og göngum eftir Fondamenta Piovan og Calle larga Gallina að torginu fyrir framan San Zanipolo og Scuola di San Marco, þar sem er styttan af Colleoni, alls um 300 metra leið.

Riddarastyttan úr bronzi af Bartolomeo Colleoni sýnir vel k
raft og hreyfingu atvinnuhermanns og stríðsgæðings hans. Hún er eftir Andrea Verrocchio og er frá 1481-1488.

Colleoni var frægur 15. aldar hershöfðingi málaliða, sem Feneyingar tóku á leigu til landhernaðar, því að sjálfum hentaði þeim betur sjóhernaður. Þeir stigu betur ölduna en þeir sátu hestana. Colleoni gagnaðist þeim vel og græddu báðir aðilar á þeim viðskiptum.

Colleoni arfleiddi að lokum Feneyjalýðveldi að tíunda hluta auðæfa sinna gegn því, að stytta yrði reist af sér fyrir framan San Marco. Feneyingar játuðu þessu, en reistu hana ekki fyrir framan kirkjuna San Marco, heldur klúbbhúsið Scuola Grande di San Marco. Styttan hefur verið hér síðan og haldið minningu Colleoni á lofti, þótt ekki sé með sama hætti og hann sá fyrir sér.

Næstu skref

 

9. San Marco – Santa Maria dei Miracoli

Borgarrölt
Santa Maria del Miracoli, Feneyjar

Santa Maria del Miracoli

Við förum áfram leiðina yfir næstu brú, þar sem við beygjum til hægri eftir Salizzada San Canciano. Eftir 100 metra komum að Palazzo Boldú, þar sem við beygjum til hægri eftir Calle dei Miracoli, yfir brú og að kirkju á skurðbakkanum, tæplega 100 metra leið.

Afar fögur smákirkja frá upphafi endurreisnartímans, hönnuð af Pietro Lombardo, fagurlega lögð marglitum marmara og öðrum fægðum steini að utan og innan. Einkum er vesturstafninn fagurlitur og skrautlegur með rómönskum bogagluggum og hringgluggum. Kirkjan er höfuðverk Lombardo, en við munum sjá fleiri verk hans í þessari gönguferð.

Nafn sitt dregur kirkjan af málverki Nicolò di Pietro af heilagri guðsmóður og barninu, sem er yfir altarinu. Myndin er talin valda kraftaverkum. Í tunnulaga kirkjuloftinu eru myndir af 50 englum og spámönnum. Kirkjan hefur nýlega verið gerð upp, svo að hún skartar sínu fegursta

Næstu skref

8. San Marco – Campo San Bartolomeo

Borgarrölt
Campo San Bartolomeo, Feneyjar

Stefnumótatorgið Campo San Bartolomeo

Campo San Bartolomeo

Að þessu sinni förum við norður úr torginu eftir Merceria 2 Aprile tæplega 100 metra leið til helzta stefnumótatorgs borgarinnar, Campo San Bartolomeo.

Að lokinni vinnu mæla Feneyingar sér mót hér á torginu til að undirbúa kvöldið. Styttan af leikskáldinu Carlo Goldoni á torginu miðju gegnir sama hlutverki og klukkan á Lækjartorgi gegndi fyrr á árum í Reykjavík. Á þessum slóðum er mikið um kaffibari.

Rétt hjá torginu er veitingahúsið Al Graspo de Ua.

Ponte Rialto, Feneyjar

Salizzada Pio X við Ponte Rialto

Salizzada Pio X

Við torgið beygjum við til vinstri eftir Salizzada Pio X, rúmlega 50 metra að Rialto-brú til að skoða minjagripaverzlanir brúarsvæðisins.

Kjötkveðjuhátíðargrímur eru ein helzta minjagripavara Feneyja. Þær eru gerðar eftir fyrirmyndum úr Commedia dell’Arte leikhúshefðinni. Kristall er önnur helzta minjagripavaran, yfirleitt handblásinn í gleriðjum Murano-eyjar. Hin þriðja eru blúndur frá eyjunni Burano og hin fjórða eru vörur úr handunnum marmarapappír. Allt þetta fæst í götusundunum við brúna.

San Giovanni Crisostomo

Eftir að hafa gengið upp á Rialto brú til að skoða okkur um, snúum við til baka eftir Salizzada Pio X út á Campo San Bartolomeo, þar sem við beygjum til vinstri og förum um 250 metra leið eftir Salizzada di Fontego de Tedeschi og Salizzada San Giovanni Crisostomo til kirkjunnar San Giovanni Crisostomo. 

Fremur lítil krosskirkja grísk, frá 1479-1504, í rauðbrúnum lit, skreytt málverkum eftir Giovanni Bellini og Sebastiano del Piombo. Hún er þægilegur áningarstaður í ys og þys gatnanna í kring.

Andspænis kirkjunni er veitingahúsið Fiaschetteria Toscana.

Næstu skref

7. San Marco – Palazzo Contarini del Bovolo

Borgarrölt

Palazzo Contarini del Bovolo

Palazzo Contarini del Bovolo, Feneyjar

Palazzo Contarini del Bovolo

Við höldum áfram um 200 metra eftir Calle dello Spezier, Calle della Mandola og Calle della Cortesia til torgsins Campo Manin, þar sem við beygjum til hægri 100 metra leið eftir Calle della Vida, Calle della Locanda og Corte del Palazzo Risi að sívaliturni borgarinnar.

Léttur gormur Langbarðastigans við Palazzo Contarini del Bovolo er helzta einkenni þessarar 15. aldar hallar Contarini ættar. Í garðinum er slökunarstaður katta hverfisins.

Í húsasundi rétt hjá höllinni er veitingahúsið Al Campiello.

San Salvatore

Við höldum sömu leið til baka um Calle della Locanda og Calle della Vida til Campo Manin, þar sem við beygjum til hægri og göngum merkta og krókótta leið í átt til Rialto-brúar. Rúmlega 200 metra frá torginu verður fyrir okkur San Salvatore á hægri hönd.

Kirkja í endurreisnarstíl frá upphafi 16. aldar með fagurlitu marmaragólfi og nokkrum verkum Tiziano.

Rétt hjá kirkjunni, nálægt Canal Grande, er veitingahúsið Antica Carbonera.

Handan kirkjunnar er Merceria, stytzta leiðin milli Rialto brúar og Markúsartorgs, um 500 metrar, ein helzta verzlunargata borgarinnar.

Næstu skref