Borgarrölt

6. San Marco – Santo Stefano

Borgarrölt

Santo Stefano

Campo Sant' Angelo & Santo Stefano, Feneyjar

Campo Sant’ Angelo & skakkur turn Santo Stefano

Við norðurenda torgsins er kirkjan Santo Stefano.

14. og 15. aldar smíði, með bátskjalarlofti, útskornum loftbitum og gotneskum bogariðum. Nokkur málverk Tintorettos eru í kirkjunni. Turninn að kirkjubaki er með skakkari turnum borgarinnar.

Campo Sant’Angelo

Við förum um sundið Calle dei Frati meðfram vesturstafni kirkjunnar til næsta torgs, Campo Sant’Angelo, um 100 metra leið.

Skakkur turn Santo Stefano gnæfir yfir torginu að húsabaki.

Næstu skref

 

5. San Marco – Campo Santo Stefano

Borgarrölt
Campo Santo Stefano, Feneyjar

Campo Santo Stefano

Campo San Maurizio

Við göngum Calle delle Veste til baka, beygjum til hægri eftir Calle larga 22 Marzo og síðan Calle delle Ostreghe í beinu framhaldi af henni í áttina að Campo San Maurizio, tæplega 400 metra leið. Á leiðinni förum við yfir nokkrar síkisbrýr. Við höldum áfram til torgsins Campo San Maurizio, þar sem við sjáum skakkan turn Santo Stefano að húsabaki.

Krókóttir skurðirnir fylgja oft útlínum hinna rúmlega 100 eyja, sem borgin var reist á. Þeir mynda samfellt samgöngukerfi í borginni, að verulegu leyti óháð samgöngukerfi göngugatna. Milli tveggja nálægra staða getur verið margfalt lengra að fara á landi en sjó eða öfugt. Bátaleiðirnar hafa svo það umfram gönguleiðirnar, að hinar síðarnefndu henta síður vöruflutningum.

Skurðirnir hreinsast af straumunum, sem myndast í þeim vegna mismunar á flóði og fjöru. Eigi að síður safnast fyrir í þeim mikið af úrgangi og leirkenndri leðju, sem þarf að hreinsa, svo að skurðirnir fyllist ekki og verði ófærir bátum. Er þá skurði lokað, dælt úr honum, lagðir teinar í botninn fyrir vagna, sem flytja leðjuna frá dæluprömmum út í flutningapramma.

Campo Santo Stefano

Frá Campo San Maurizio höldum við beint áfram eftir Calle dello Spezier inn á næsta torg, Campo Santo Stefano, samtals um 100 metra leið.

Eitt stærsta torg borgarinnar, fyrr á öldum miðstöð kjötkveðjuhátíða og nautaats, en núna leikvöllur barna og kaffidrykkjustaður ferðamanna.

Frá suðurenda torgsins eru aðeins 100 metrar að Accademia-brú yfir Canal Grande. Torgið myndar því krossgötur gönguleiðanna milli Accademia, Markúsartorgs og Rialto-brúar, enda fer mikill flaumur fólks um torgið.

Næstu skref

4. San Marco – Teatro Fenice

Borgarrölt

Teatro Fenice

Teatro Fenice, Feneyjar

Teatro Fenice

Frægasta stofnun torgsins Campo San Fantin er óperuhúsið Fenice. Við skoðum leikhúsið nánar.

Elzta leikhús borgarinnar og ein þekktasta ópera veraldar brann í ársbyrjun 1996. Teatro Fenice var frá 1792, í fölskum endurreisnarstíl, fremur einfalt að utan en hlaðið skrauti að innan, í rauðgulu, rauðu og gullnu. Áhorfendastúkur voru á fimm hæðum í hálfhring kringum sviðið og gólfið. Við hlið leikhússins er hóte

lið La Fenice et des Artistes og veitingahúsið La Fenice í sama húsi.

Frægast er leikhúsið fyrir frumflutning sögufrægra óperuverka á borð við La Traviata eftir Verdi, Tancredi og Semiramis eftir Rossini, I Capuleti ed i Montecchi eftir Bellini, Rake’s Progress efir Stravinsky og Turn of the Screw eftir Britten. Mörg verk eftir Richard Wagner voru sýnd hér, enda bjó hann lengi í Feneyjum.

Snemma á 17. öld urðu Feneyjar óperumiðstöð Ítalíu og héldu þeirri forustu í þrjár aldir. Í Feneyjum hætti óperan að vera einkamál aðalsins og varð að almenningseign. Þar náði óperettuformið flugi. Þar var líka jafnan lögð meiri áherzla á tónlistarþátt óperunnar en víðast annars staðar. Á 19. öld frumflutti Giuseppi Verdi mörg verka sinna einmitt hér í Teatro Fenice.

Næstu skref

 

3. San Marco – Calle larga 22 Marzo

Borgarrölt
Calle larga 22 Marzo
Calle larga 22 Marzo, Feneyjar

Calle larga 22 Marzo

Frá brúnni höldum við áfram inn í breiðgötuna framundan.

Calle larga 22 Marzo er ein breiðasta og fjölfarnasta gata borgarinnar, með tízkuverzlunum og hótelum á báðar hendur. Við sjálfa götuna hægra megin er hótelið Saturnia og veitingastaðurinn Caravella. Mjó sund liggja til suðurs frá götunni til hótelanna Europa e Regina, Flora og Pozzi.

Í nágrenninu er hótelið og veitingahúsið Gritti.

Campo San Fantin

Við tökum krók norður úr götunni eftir sundinu Calle delle Veste út á torgið Campo San Fantin, um 100 metra leið.

Nokkuð er af þekktum veitingahúsum við Campo San Fantin og í næsta nágrenni þess. Frægasta stofnun torgsins er þó óperuhúsið Fenice.

Næstu skref

 

2. San Marco – Frezzeria

Borgarrölt

Frezzeria

Frezzeria, Feneyjar

Frezzeria

Við göngum götuna til baka og höldum áfram um 100 metra vegalengd eftir Frezzeria.

Ein helzta verzlunargata Feneyja frá fornu fari. Hún er dæmigerð fyrir slíkar götur í borginni. Nafnið stafar af, að þar voru í fyrndinni seldar örvar. Nú er þar mest um fataverzlanir.

Í hliðargötu út frá Frezzeria er veitingahúsið La Colomba.

San Moisè

Við snúum til baka og beygjum til hægri í Salizzada San Moisè, sem við göngum um 100 metra leið út á Campo San Moisè and lítum á kirkjuna San Mois
è.

Rækilega skreytt og þunglamaleg hlaðstílskirkja frá 1668. Hún væri ásjálegri, ef óhreinindin á framhliðinni væru hreinsuð.

Rio San Moisè

San Moise, Feneyjar

San Moise

Við förum yfir torgið og brúna handan þess og lítum niður eftir skurðinum.
Á horninu er ein af bátastöðvum gondólanna og ómerktur aðgangur að frægðarhótelinu Europa e Regina. Hér sitja ræðararnir löngum stundum og spila meðan þeir bíða eftir viðskiptavinum

Næstu skref

E. Christianshavn

Borgarrölt, Kaupmannahöfn
Christianshavn, København

Gömul Kristjánshafnarhús og til hægri Christianskirke

Asiatisk Kompagni, København

Asiatisk Kompagni

Við eigum eftir að skoða eitt hverfi gamla bæjarins innan borgarmúranna. Það er Kristjánshöfn (Christianshavn) handan innri hafnarinnar. Þar er ýmislegt að skoða, svo að við fáum okkur leigubíl eða strætisvagn yfir Knippelsbro að horni Torvegade og Strandgade.

Fyrst lítum við til hægri inn í Strandgade, þar sem Kristjánskirkja (Christianskirke) frá 1755 hvílir fyrir enda götunnar, með smáhöllum á báðar hendur. Á horninu, á nr. 14, er gamla ráðhúsið í Kristjánshöfn.

Við förum í hina áttina og göngum Strandgade til norðurs. Okkur á vinstri hönd, andspænis Sankt Annægade, er höll Asiatisk Kompagni frá 1740, með minningum frá gullöldinni, þegar danski flotinn sigldi um heimshöfin og Danmörk var nýlenduveldi. Nú er utanríkisráðuneytið í höllinni.

Næstu skref

17. Canal Grande – Santa Maria della Salute

Borgarrölt

Santa Maria della Salute

Santa Maria della Salute, Feneyjar 2

Santa Maria della Salute

Andspænis höllinni er ein af þekktustu kirkjum borgarinnar, Santa Maria della Salute.
Skrautleg hlaðstílsterta úr hvítum kalksteini, hönnuð af Longhena, reist 1631-1687. Hún stendur á bezta stað, við austurodda Dorsoduro hverfis, þar sem Canal Grande mætir Feneyjalóni, og blasir við úr öllum áttum. Hún er áttstrend og ofhlaðin skrauti, með sextán risavöxnum bókrollustoðum, sem þykjast styðja við stórt timburhvolf, er þarfnast slíks ekki.

Að innanverðu er kirkjan hófsamlegri. Hún hefur að geyma altaristöflu og loftmálverk eftir Tiziano og verk eftir fleiri kunna listamenn, svo sem Jacopo Tintoretto. Steinfellugólfið er óvenjulega fallegt, með ýmsum tilbrigðum í hringlaga mynztri.

Dogana di Mare

Fyrir utan kirkjuna, á eyraroddanum er gamla tollbúðin í Feneyjum, Dogana di Mare.

Glæsilegt útsýni er frá eyraroddanum til turns Markúsartorgs, hertogahallarinnar, breiðbakkans Riva degli Schiavoni og eyjanna San Giorgio Maggiore og Giudecca. Núverandi tollbúð er frá síðari hluta 17. aldar. Á hornturni hennar bera tveir bronzrisar gullna kúlu, þar sem gæfugyðjan stendur á einum fæti og snýst eins og vindhani.

Hér er Canal Grande á enda og við tekur sjálft Feneyjalónið víðáttumikið. Lokið er yfirgripsmikilli ferð okkar um Canal Grande. Við tökum bátinn yfir til Markúsartorgs, þar sem við hefjum gönguferð um San Marco hverfið.

Næstu skref

16. Canal Grande – Palazzo Contarini Fasan

Borgarrölt
Palazzo Contarini Fasan, Feneyjar

Palazzo Contarini Fasan, hægra megin við miðju

Palazzo Contarini Fasan

Við höldum áfram og förum hjá Gritti hóteli á hinum bakkanum. Þegar við komum að Salute bátastöðinni, sjáum við andspænis okkur litla og granna höll á milli annarra, sem eru fyrirferðarmeiri.

Fegursta höll Feneyja, Palazzo Contarini Fasan, er lítil og mjó, í gotneskum stíl, með afar fínlegu skrautvirki í svalariðum, arabískum oddbogum, gullin og hvít að lit.

Hún er stundum kölluð Höll Desdemónu eftir söguhetju í Kaupmanninum í Feneyjum eftir Shakespeare.

Næstu skref

15. Canal Grande – Palazzo Dario

Borgarrölt
Palazzo Dario, Feneyjar

Palazzo Dario hægra megin

Palazzo Dario

Handan Canal Grande er rómantísk höll.

Framhlið Palazzo Dario er ekki sammiðja, heldur er gluggahlutinn úti í öðrum kantinum. Þetta er ein elzta höll borgarinnar í endurreisnarstíl, frá 1478. Hringgluggarnir með ytra hring minni hringglugga grípa athygli augans, einnig hin fagurlita marmaraklæðning.

Þjóðtrúin segir, að eigendur hallarinnar lendi í ógæfu, og rekur því til stuðnings dæmi, sem ná fram til ársins 1992.

Næstu skref

 

14. Canal Grande – Palazzo Barbarigo

Borgarrölt
Palazzo Barbarigo, Feneyjar

Palazzo Barbarigo

Palazzo Barbarigo

Aðeins ofar komum við hægra megin að höll með steinfellumyndum.

Steinfellumyndir framhliðar Palazzo Barbarigo skera í augu þeirra, sem fara um Canal Grande. Þær eru í skörpum litum með mikilli gyllingu og fremur ungar, miðað við annað á þessum slóðum, frá 1887.

Ca’ Grande

Aðeins ofar, handan Canal Grande, er umfangsmikil og frístandandi höll, sem ber nafn með rentu.

Eitt þekktasta og bezta verk Sansovino, helzta arkitekts Feneyja í endurreisnarstíl, frá 1545. Að neðan er gróf þrívíddarhleðsla og að ofan samfelld og jöfn bogagluggaröð með súlnapörum á milli.

Næstu skref

13. Canal Grande – Palazzo Contarini del Zaffo

Borgarrölt

Palazzo Francetti Cavalli

Palazzo Contarini del Zaffo, Feneyjar

Palazzo Contarini del Zaffo

Rétt handan við nyrðri brúarsporðinn er fögur höll með gróðursælum garði.

Fagurlega hönnuð, gotnesk glæsihöll í góðu ásigkomulagi, Palazzo Francetti Cavalli

Palazzo Contarini del Zaffo

Andspænis henni á hinum bakkanum er fögur marmarahöll.

Fagur marmari klæðir framhlið Palazzo Contarini del Zaffo, sem er ein af fyrstu höllum borgarinnar í endurreisnarstíl, reist á síðari hluta 15. aldar. Litauðugur marmarinn gefur henni líflegan svip, þótt hún sé að öðru leyti formföst í sniðum.

Næstu skref

 

12. Canal Grande – Santa Maria della Carità

Borgarrölt

Santa Maria della Carità

Santa Maria della Carita, Feneyjar

Santa Maria della Carita

Við höldum áfram og komum að Accademia bátastöðinni. Að baki hennar er gömul kirkja í nýju hlutverki.

 

Ponte Accademia, Feneyjar

Ponte Accademia

Santa Maria della Carità er miðaldakirkja, sem var færð í núverandi mynd á 15. öld.Hún og klausturhúsin að baki hennar rúma nú eitt af þekktustu listasöfnum heims, Accademia, sem sagt er frá í einni gönguferðinni um Feneyjar.

Ponte dell’Accademia

Hér er trébrú yfir Canal Grande.

Timburbrú, sem reist var til bráðabirgða 1932 og menn vildu ekki láta rífa, þegar á reyndi. Um hana er jafnan mikil umferð gangandi fólks milli hverfanna San Marco og Dorsoduro.

Næstu skref

 

 

11. Canal Grande – Ca’ Rezzonico

Borgarrölt

Palazzo Moro Lin

Nokkurn veginn andspænis háskólanum er afar breið höll.

Palazzo Moro Lin er 17. aldar breiðsíðuhöll, sem stundum er kölluð þrettán glugga höllin, af því að gluggarnir eru þrettán á hverri hæð.

Palazzo Grassi

Nánast við hlið hennar er mikilúðleg höll.

Hin þunga, hvíta Palazzo Grassi var reist 1730 í endurvaktri útgáfu af endurreisnarstíl.

Hún er núna notuð fyrir listsýningar, sumar hverjar afar athyglisverðar.

Ca’ Rezzonico

Ca Rezzonico, Feneyjar

Ca’ Rezzonico

Andspænis henni á hinum bakkanum er sögufræg höll, Ca’ Rezzonico við hlið samnefndrar bátastöðvar.

Afar skrauthlaðin og formföst framsíða ber vott um hlaðstíl arkitektsins Baldassare Longhena, sem reisti hana á síðari hluta 17. aldar.

Höllin er ekki síður skarti búin að innanverðu, þétt skipuð málverkum, veggmyndum og forngripum. Danssalurinn liggur eftir endilangri annarri hæðinni, með gylltum ljósakrónum og þrívíddarmálverkum í lofti, svo og útskornum húsbúnaði. Nokkur stofuloft eru með veggfreskum eftir Giambattista Tiepolo.

Höllin er núna minjasafn um Feneyjar 18. aldar. Þar eru meðal annars málverk eftir Pietro Longhi, Francesco Guardi, Canaletto og Giandomenico Tiepolo.

Palazzo Loredan dell’Ambasciatire

Örlitlu ofar, sömu megin, er önnur athyglisverð höll, Palazzo Loredan dell’Ambasciatire.

Palazzo Loredan dell'Ambasciatire, Feneyjar

Palazzo Loredan dell’Ambasciatire

Síðgotnesk höll með ívafi endurreisnarstíls, sendiráð austurrísk-ungverska keisaradæmisins um langt skeið.

Næstu skref

 

10. Canal Grande – Ca’ Foscari

Borgarrölt

Palazzo Grimani, Feneyjar

Palazzo Grimani

Palazzo Grimani

Aðeins ofar komum við að svartflekkóttri marmarahöll, Palazzo Grimani.

Dæmigerður endurreisnarstíll einkennir þessa höll, sem væri mjög fögur, ef framhliðin væri hreinsuð. Hún er afar formföst og nákvæm í hlutföllum með grískum súlum og rómverskum bogum, skörpum skilum milli hæða og miklu þakskeggi. Dyraumbúnaðurinn á jarðhæð, með stórum dyrum í miðju og minni dyrum til hliðar, er kenndur við Feneyjar.

Palazzo Barzizza

Á hinum bakkanum, vinstra megin við San Silvestro bátastöðina, er höll með útskoti á jarðhæð.

Palazzo Barzizza er býzönsk 13. aldar höll með upprunalegri framhlið.

Palazzo Corner-Spinelli

Við förum heldur lengra og komum að þekktri höll frá endurreisnartíma.

Palazzo Corner-Spinelli er ein af elztu endurreisnarhöllunum, reist 1490-1510 og varð fyrirmynd annarra slíkra halla. Hún er úr grófum steini með djúpum fúgum að neðanverðu, en að ofanverðu tiltölulega fínleg og skrautleg.

Ca’ Foscari

Við lýsum ekki frekar höllum á þessum kafla samgönguæðarinnar og nemum næst staðar á kröppu beygjunni á Canal Grande, þar sem háskólahallirnar þrjár blasa við augum.

Ca’ Foscari er hæsta höllin af þremur sambyggðum í sama síðgotneska stílnum, reist á 15. öld, með blúnduverki í kringum flókna oddbogaglugga, þar á meðal fjögurralaufa gluggum ofan við súlnahöfuð. Allar hallirnar hafa dæmigerðan skrautgluggahluta á miðri framhliðinni, sem einkennir síðgotneska stílinn í Feneyjum.

Þessar gotnesku hallir eru núna háskólinn í Feneyjum.

Næstu skref
Ca Foscari, Feneyjar

Ca’ Foscari

9. Canal Grande – Loredan & Farsetti

Borgarrölt
Palazzi Loredan & Farstti, Feneyjar

Palazzi Loredan & Farsetti

Palazzo Bembo

Palazzo Bembo, Feneyjar

Palazzo Bembo

Við hliðina er rauðgul höll.

Palazzo Bembo er fagurlega hönnuð gotnesk höll frá 15. öld með tvöföldum gluggaknippum í miðjunni.

Palazzo Loredan

Aðeins ofar, einnig vinstra megin, komum við að einna elztu og fegurstu höllum þessarar leiðar, Loredan og Farsetti.

Léttu tvíburahallirnar eru frá lokum 12. aldar eða upphafi 13. aldar. Loredan er sú bjartari, sem er vinstra megin, afar býzönsk að stíl, með háum og nettum skeifusúlnariðum, sem ná eftir endilangri framhlið tveggja neðstu hæðanna og mynda þar svalir.

 Palazzo Farsetti

Þessi er heldur breiðari og dekkri en tvíburahöllin við hliðina. Hún er líka frá upphafi 13. aldar, í tærum býzönskum stíl, skólabókardæmi um Feneyjaútgáfu þess stíls. Há og nett skeifusúlnariðin ná einnig hér eftir endilangri framhliðinni.

Borgarráð Feneyja er til húsa í þessum tveimur höllum.

Næstu skref