Borgarrölt

2. Inngangur – Sagan

Borgarrölt
Campanile & Palazzo Ducale, Feneyjar

Campanile & Palazzo Ducale

Feneyingar eru að stofni afkomendur Veneta, sem bjuggu á óshólmum Pó-dals á valdatíma Rómverja. Árásir þjóðflutninga-tímans hröktu fólkið út á fenjamiðju, þar sem borgin var stofnuð á rúmlega hundrað hólmum, árið 421 samkvæmt bókum Feneyinga. Þeir ráku staura niður í leðjuna, reistu hús sín á þ
eim og tengdu smám saman tugi hólma með skurðum og brúm, sem æ síðan hafa einkennt borgina.

Feneyingar horfðu út á hafið og urðu smám saman miklir sjómenn og kaupsýslumenn. Ófærir óshólmar vörðu borgina landmegin og skipakostur þeirra sjávarmegin. Þeir hófu snemma viðskipti við Miklagarð, helztu stórborg þess tíma og urðu fyrir miklum áhrifum frá býzanskri list. Á miðöldum juku þeir sæveldi sitt um austanvert Miðjarðarhaf og unnu sigur á Miklagarði 1204.

Meðan aðrar borgir Ítalíu sættu borgarastyrjöldum á endurreisnartíma, bjuggu Feneyingar við vel skipulagt lýðveldi um það bil 2000 höfðingja, sem kusu sér hertoga. Þetta höfðingjaveldi stóðst áfallalítið í ellefu aldir, unz Napóleon batt enda á það án vopnaviðskipta í lok 18. aldar. Feneyjum byrjaði að hnigna á 16. öld, þegar Atlantshafið tók við af Miðjarðarhafi sem heimshafið.

Sjá meira

 

A. Amsterdam

Amsterdam, Borgarrölt
Síkishús

Síkishús

17. aldar safn

Miðborg Amsterdam er stærsta safn heims, einstæð vin þúsunda húsa og hundraða brúa frá sautjándu öld, blómaskeiði siglinga og kaupsýslu Hollendinga. Um 7.000 hús í miðborginni hafa beinlínis verið friðuð, svo að sautjánda öldin megi varðveitast um ókomna framtíð.

Kílómetra eftir kílómetra rýfur ekkert samræmið í mjóum húsgöflum, fagursveigðum síkisbrúm og laufskrýddum trjám. Borgarsíkin eru lengri en í Feneyjum og mynda svigrúm og andrúm í annars þröngt byggðri borg. Hið eina, sem truflar myndina, er‚ eru bílarnir, sem komast vart leiðar sinnar.

Síkin eru nú orðið lítið notuð, nema fyrir útsýnisbáta ferðamanna. Hjólhesturinn og fætur postulanna eru samgöngutækin, sem henta borginni. Vegalengdirnar eru raunar svo stuttar, að á annatíma er oft fljótlegra að ganga milli staða en að aka stóran krók einstefnugatna.

Næstu skref

49. Írland – Powerscourt

Borgarrölt
Russborough House, Írland

Russborough House

Russborough

Við förum R756 frá Glendalough yfir Wicklow-skarð til Hollywood, þar sem við beygjum til hægri á N81 og síðan til vinstri afleggjara til Russborough.

Russborough House er höll í palladískum endurreisnarstíl, reist 1740-1750, formföst að utan og ofurskreytt að innan. Gott málverkasafn er í höllinni. Aðgangur £2,50.

Powerscourt, Írland 2

Powerscourt

Powerscourt

Við förum aftur inn á N81, beygjum af honum til hægri R759 til Sally Gap, þar sem útsýni er gott í góðu skyggni, og fylgjum síðan vegvísum krókótta leið til Powerscourt Waterfall og Powerscourt Gardens.

Powerscourt Waterfall er tæpast foss samkvæmt íslenzkri skilgreiningu, heldur brattar flúðir, 122 metra háar. Hægt er að aka beint að fossinum. Aðgangur £1.

Powerscourt Gardens eru ræktaðir stallagarðar í formföstum stíl með gosbrunnum og terrazzo-tröppum í hlíð á móti suðri. Þetta eru einna þekktustu garðar Írlands. Höllin við garðana brann 1974. Aðgangur £2,50 (I2).

Frá Powerscourt ökum við stytztu leið til Dublin.

Lokið er ferð okkar um eitthundrað af helztu ferðamannastöðum Írlands. Við höfum þrætt þá upp á perlufesti, sem nær hringinn kringum landið. Og þar með lýkur leiðsögn.

 

48. Írland – Glendalough

Borgarrölt
Glendalough, Írland

Glendalough

Frá Avondale ökum við R755 til helgireitsins í Glendalough. Við stönzum á bílastæðinu og göngum um svæðið.

Klausturleifarnar í Glendalough eru einna magnaðastar og merkilegastar fornminjar í öllu Írlandi. Þessi afskekkti og dularfulli skógardalur hefur verið kristinn helgireitur frá upphafi kristni í Írlandi.

Heilagur Kevin stofnaði til hans 498, eftir mikla leit að friðsælum og afskekktum stað. Brátt streymdu til hans nemendur, svo að úr varð fljótlega klaustur, þar sem hann var ábóti. Í aldanna rás var klaustrið oft rænt, bæði af víkingum og heimamönnum, en rétti alltaf við á nýjan leik. Eftir árás Englendinga árið1398 lagðist munklífi þó af á þessum stað.

St. Kevin's Church, Írland

St. Kevin’s Church

Mest af fornminjunum eru við neðra stöðuvatnið á svæðinu. Frægastur er þar 33 metra hár og heill sívaliturn frá 11. eða 12. öld, notaður sem griðastaður, þegar ræningjar fóru um sveitir. Inngangurinn í turninn er á sjöttu hæð hans og þangað hafa menn komizt í kaðalstiga.

Dómkirkjan frá 7. öld er umfangsmesta mannvirkið. Eftir stendur kór og 15 metra langt kirkjuskip með vesturdyrum.

Heillegasta kirkjan á svæðinu er St Kevin’s Church, 11. aldar steinkirkja með steinhlöðnu þaki og sívölum kirkjuturni.

Milli kirkjanna tveggja er írskur hákross, 4 metra hár, vel varðveittur.

Við ökum frá neðra svæðinu upp að efra stöðuvatninu, þar sem eru leifar elzta klaustursins á svæðinu. Minjarnar þar eru miklu verr farnar, en andrúmsloftið er ekki síður magnþrungið en við neðra vatnið.

Aðgangur £1.

Næstu skref

47. Írland – Waterford

Borgarrölt
Reginald's Tower í Waterford, Írland

Reginald’s Tower í Waterford

Waterford

Áfram ökum við R700 fallega leið til New Ross og þaðan N25 til Waterford. Við stönzum á bílastæði við hafnarbakkann, andspænis Granville-hóteli.

Við göngum hafnarbakkagötuna frá hótelinu að umferðarhorninu við Tower-hótel. Þar er sögufrægur sívaliturn frá víkingatíma.

Reginald’s Tower var reistur 1003 af dönskum víkingi, Rögnvaldi Sigtryggssyni. Turninn var upphaflega varnarvirki, en varð síðar myntsláttuverkstæði, vopnabirgðastöð og síðast loftvarnabyrgi. Nú er þar borgarsögusafn. Aðgangur £0,50.

Gaman er að rölta um göngugötur miðbæjarins að baki hafnarbakkanum.

Waterford er þekkt fyrir glerverksmiðjurnar Waterford Crystal, 2,5 km. sunnan við bæinn á N25.

Main Street, Wexford, Írland

Main Street, Wexford

Wexford

Frá Waterford förum við N25 til baka til New Ross og
þaðan áfram sama veg til Wexford, þar sem við stönzum í nágrenni aðalgötunnar, Main Street.

Wexford er gömul borg þröngra gatna. Main Street ber þess merki, enda er hún nú orðin að göngugötu. Hún er helzta aðdráttarafl bæjarins. Framhliðar margra verzlana við hana eru í gömlum 19. aldar stíl.

Avondale

Við förum N11 frá Wexford til Arklow og þaðan R747 og R752 til Avondale.

Avondale Forest Park er verndaður skógur í brattri fjallshlíð við ána Avonmore. Um skóginn liggja skemmtilegar gönguleiðir frá einum og upp í sex kílómetra að lengd

Næstu skref

46. Írland – Jerpoint

Borgarrölt
Jerpoint Abbey, Írland

Jerpoint Abbey

Kells

Við förum N10 frá Kilkenny til Stoneyford og þaðan afleggjara, fyrst til Kells og síðan til Jerpoint. Fyrst förum við til Kells.

Kells Priory eru rústir Ágústínusarklausturs frá 1193. Lítið er eftir af klaustrinu, nema virkisveggur þess frá 14. og 15. öld.

Jerpoint

Við förum aftur til Stoneyford og þaðan hliðarveg til Jerpoint.

Jerpoint Abbey er annað klaustur og öllu frægara. Það var upphaflega Benediktsklaustur frá 1160-1170, en varð Sistersíanaklaustur 1180. Klaust
urkirkjan er krosskirkja í rómönskum stíl. Þverskipin eru upprunaleg, en turninn er frá 15. öld. Klausturgarðurinn hefur varðveitzt með mörgum súlnapörum frá 14. og 15. öld. Á súlunum eru höggmyndir, sem gefa hugmynd um klæði og vopn Íra á þeim tíma. Aðgangur £0,80.

Instioge

Við höldum áfram frá Jerpoint N9 til Thomastown og R700 til Instioge.

Instioge er með skemmtilegustu þorpum í fögru landslagi þessa héraðs. Við ána er stór garður og útivistarsvæði, svo og rústir kastala frá 1220.

Næstu skref

 

45. Írland – Holycross

Borgarrölt

Holycross

Holycross Abbaye, Írland

Holycross Abbaye

Við ökum R660 úr bænum til Holycross klausturs.

Holycross Abbey var reist 1168 sem Benediktusa-klaustur, en var nokkrum árum síðar yfirtekið af Sistersíanareglunni. Munklífi hélzt hér fram yfir siðaskipti, enda var mikil helgi á staðnum. Á 17. öld fór klaustrið í eyði, en hefur nú verið endurreist sem sóknarkirkja. Í kirkjunni er miðskip með ferilgöngum og tveimur þverskipum og öflugur turn á miðmótum. Í kirkjunni er veraldlegt veggmálverk frá fyrri hluta 15. aldar. Í munkaálmu er safn.

Kyteler's Inn, Kilkenny, Írland

Kyteler’s Inn, Kilkenny

Kilkenny

Frá Holycross ökum við áfram R660 til Thurles og þaðan N75, N8 og R693 til miðaldabæjarins Kilkenny. Við komum að miðbænum hjá kastalanum.

Kilkenny Castle er stór og virðulegur og vel varðveittur kastali frá 1192-1207 og hefur allan þann tíma verið í notkun. Hið ytra lítur hann út eins og virki en hið innra eins og höll. Hann er í þremur álmum og er núna listasafn. Aðgangur £1.

Í hesthúsum kastalans handan götunnar er ein be
zta listmunabúð Írlands, Kilkenny Design Centre.

Aðalgata bæjarins er High Street og byrjar hún þar, sem Castle Road endar. Hægra megin götunnar er Tholsel, ráðhús frá 1761. Nafnið er norrænt og þýðir tollstöð. Nokkru innar er hægra megin þvergata að Kyteler’s Inn, sem er sennilega elzta íbúðarhús borgarinnar, steinhlaðið bindingshús, sem hefur verið krá síðan 1324.

Innar við High Street er Courthouse, dómhús, sem reist er á kastalakjallara frá 1210.

Á ská á móti er steinhlaðið hús frá 1594, Rothe House. Það er nú safn.

Næstu skref

 

44. Írland – Cashel Rock

Borgarrölt

Cashel

Héðan förum við N8 til Cashel, beygjum til vinstri inn í aðalgötu þorpsins og þaðan til vinstri inn um hlið og heimreið að gamalli biskupshöll.

Cashel Palace Hotel var reist 1730 í palladískum endurreisnarstíl sem biskupssetur, en er nú virðulegt og næstum þreytulegt hótel með forngripum og arineldi, svo og fögrum garði að húsabaki.

Cashel Rock, Írland

Cashel Rock

Cashel Rock

Frá hótelinu göngum við gegnum hótelgarðinn eftir svonefndum biskupsstíg 7 mínútna leið upp að Cashel-kletti, þar sem eru merkar fornminjar.

Kletturinn var aðsetur konunga Munster-héraðs 370-1101 og var þá svipaður helgistaður og áðurnefnd Tara fyrir norðan Dublin.
Hér er heilagur Patrekur sagður hafa skírt Ængus konung 450. Á 12. öld varð kletturinn að dómkirkjusetri og hélzt svo til 1749. Inchiguin lávarður brenndi 3000 borgarbúa í kirkjunni 1647.

Við förum upp á klettinn um safn, sem er í hlíðinni. Safnið er í 15. aldar prestssetri. Aftan við það er svefnskáli frá sama tíma.

Andspænis svefnskálanum er elzti hluti fornminjanna, Cormac’s Chapel frá 1127-1134, byggður í rómönskum stíl, eitt kirkjuskip með kór og tveimur hliðarturnum.

Yfir kapellu gnæfir sjálf dómkirkjan, illa leikin eftir áðurnefndan bruna. Hún er að mestu leyti frá 13. öld, í gotneskum stíl, einföld krosskirkja án hliðarganga, með háum sverðgluggum og öflugum miðturni.

Í vesturenda kirkjuskipsins er kastalaturn frá 1450, upphaflega erkibiskupssetur á umrótatíma.

Aftan við norðurþverskip kirkjunnar er sívaliturn frá 12. öld, svipaður þeim, sem írskir munkar reistu víða á Írlandi til varnar gegn víkingum. Hann er heill alveg upp í keiluþak úr steinhellum.

Aðgangur £1,50.

Næstu skref

 

43. Írland – Caher

Borgarrölt

Clonmel

West Gate í Clonmel, Írland

West Gate í Clonmel

Við förum N25 úr bænum í átt til Waterford, en beygjum fljótlega til vinstri R671, sem við fylgjum fagra leið til Clonmel. Við reynum að leggja bílnum í O’Connell Street eða sem næst því.

O’Connell Street er aðalgata bæjarins. Að austan endar hún á Main Gu
ard, gömlu dómhúsi borgarinnar. Í vesturenda götunnar stendur West Gate klofvega yfir henni, 14. aldar hlið á borgarmúrnum. Frá hliðinu liggur sund til norðurs að St Mary’s Church, sem ber áttstrendan turn. Í kirkjugarðinum er heillegur kafli gamla múrsins (H2).

Caher Castle, Írland

Caher Castle

Caher

Við tökum N24 til Caher og stönzum á bílastæði milli aðaltorgs og kastala.

Höfuðprýðin í Caher er Caher Castle, umfangsmikill kastali við ána Suir. Hann var reistur á 13. öld og endurbættur á 15. öld. Í miðjunni er turnhús og þrjú port, en utar er virkisveggur með þremur stórum turnum. Kastalinn er í góðu ásigkomulagi og hýsir nú héraðsminjasafn.

Næstu skref

 

42. Írland – Youghal

Borgarrölt
Borgarmúrinn í Youghal, Írland

Borgarmúrinn í Youghal

Við förum aftur út á N25 og ökum alla leið til Youghal, þar sem við stönzum við aðalgötuna, Main Street.

Clock Gate í Yougahal, Írland

Clock Gate í Yougahal

Tynte's Castle í Youghal, Írland

Tynte’s Castle í Youghal

Ýmis merkileg mannvirki eru við þessa götu. Clock Gate er hús í sunnanverðum borgarmúrnum og spannar götuna á fjórum hæðum, reist 1777.  Við norðanverðan múrinn er vinstra megin Red House í hollenzkum stíl frá fyrri hluta 18. aldar, og hægra megin Tynte’s Castle, hústurn frá 15. öld. Undir norðurmúrnum er líka St Mary’s Collegiate Church frá fyrri hluta 13. aldar.
Múrinn umhverfis miðbæinn er merkasti borgarmúr Írlands, enda heill enn, þótt reistur hafi verið á 13. öld.

Næstu skref

41. Írland – Cork & Cobh

Borgarrölt

Cork

St. Fin Barre, Cork, Írland

St. Fin Barre, Cork

Frá borgarvirkinu höldum við áfram eftir R600 inn í borgarmiðju í Cork, þar sem við leitum að bílastæði.

Aðalgöturnar í Cork eru breiðgatan Grand Parade og bogastrætið St Patrick’s Street. Húsin við þessar götur eru fremur lág og björt og gefa miðbænum notalegan svip.

Yfir honum sunnanverðum gnæfir kirkjan St Fin Barre’s Cathedral í nýgotneskum stíl frá 1865. Miðturninn er 73 metra hár. Rétt vestan kirkjunnar er virkið Elizabethan Fort frá 1590, þaðan sem er gott útsýni yfir miðbæinn.

Arbutus

Við ökum úr miðbænum eftir St Patrick’s Street, síðan beint yfir brúna á Lee, beygjum til hægri, ekki á árbakkanum, heldur næstu götu ofar, Mac Curtain
Street. Síðan beygjum við lítillega skáhallt til vinstri upp brekkuna Summerhill og í framhaldi af henni skáhallt upp Middle Glanmire Road. Þar er Arbutus Lodge hægra megin götunnar.

Arbutus Lodge er borgarhús í fallegum garði í brekku yfir miðbænum. Það er eitt allra bezta veitingahús Írlands og er lítið hótel um leið. Húsakynni eru gömul og virðuleg. Þjónusta er hressileg.

Dómkirkjan í Cobh, Írland

Dómkirkjan í Cobh

Cobh

Við förum niður Middle Glanmire Road og Summerhill og bey
gjum skarpt til vinstri á Lower Glanmire Road, þaðan sem N25 tekur við úr bænum. Við beygjum síðan til hægri afleggjara til Cobh, þar sem við stönzum við höfnina.

Cobh (borið fram “kóv”) var höfn brezka flotans í frelsisstríði Bandaríkjanna, brottfararhöfn hundraða þúsunda af írskum vesturheimsförum, og síðast áningarstaður stóru áætlunarskipanna á Atlantshafi.

Yfir höfninni gnæfir nýgotneska dómkirkjan St Colman’s Cathedral með risastórum turni, sem hýsir 47 kirkjuklukkur, reist 1868-1915 fyrir samskotafé vesturheimsfara.

Næstu skref

 

40. Írland – Kinsale

Borgarrölt
Kinsale, Írland

Kinsale

Kinsale

R600 flytur okkur áfram til hafnarborgarinnar Kinsale. Við stönzum á stæði við bátahöfnina og skoðum bæinn.

Kinsale hefur löngum verið talin veitingaparadís Írlands, þótt minna fari fyrir því um þessar mundir. Sjávarfang einkennir matsölustaði og staðarhótel.

Seglskútur setja svip á höfnina. Þetta er með elztu bæjum Írlands. Götur eru þröngar og tæpast bílfærar. Hús eru hvít og vandlega máluð og snyrtileg. Þetta var lengi svo enskur bær, að Írar máttu ekki búa þar fyrr en við lok 18. aldar (G1).

Charles Fort, Írland

Charles Fort

Charles

Við förum áfram úr bænum og tökum stefnuna til borgarvirkisins.

Charles Fort stendur á höfða vestan innsiglingarinnar til Kinsale. Virkið er frá 1670. Það er svo víðáttumikið, að það er eins og heilt þorp, umlukið feiknalegum múr. Þetta virki reistu Englendingar eftir strandhögg Spánverja og notuðu það til 1922, þegar írska lýðveldið var stofnað. Gott útsýni er úr virkinu til hafnarinnar í Kinsale. Aðgangur £1.

Næstu skref

39. Írland – Drombeg

Borgarrölt
Drombeg steinhringur, Írland

Drombeg steinhringur

Drombeg

Leið okkar liggur áfram eftir N71 um Skibberen og beygjum síðan til hægri hliðargötu til Glandore, lítið þorp við litla höfn. Við förum R597 um þorpið og gáum að afleggjara til hægri til Drombeg.

Drombeg Circle er einn bezt varðveitti steinhringur Írlands. Fjórtán miklar steinhellur, sem standa upp á rönd, sumar mannhæðarháar, mynda hring með níu metra þvermáli.

Timoleague, Írland

Timoleague

Timoleague

Við höldum áfram til Roscarberry, þar sem við komum aftur á N71 og beygjum síðan í Clonakilty á R600 til Timoleague.

Í Timoleague eru rústir munkaklausturs Fransiskusa frá 1320, sem eyðilagt var af Cromwell 1642. Í nágrenninu eru rústir holdsveikraspítala frá 12. öld og Barrymore kastala frá 13. öld.

Næstu skref

38. Írland – Kenmare

Borgarrölt

Kenmare

Kenmare steinhringir, Írland

Kenmare steinhringir

Frá Dromquinna er stutt leið um N70 til Kenmare. Við stönzum við aðaltorgið eða sem næst því.

Kenmare er skemmtilegur bær með gamaldags verzlunargötu, Main Street, upp frá torginu. Samsíða þeirri götu liggur Market S
treet frá torginu að 4000 ára gömlum steinhring, sem sennilega er gerður af spönskum koparnámumönnum. Einn stór steinn er í miðjunni og 15 minni steinar kringum hann.

Eccles, hótel, Írland

Eccles hótel Glengariff

Glengariff

Við förum frá Kenmare fallegan fjallveg um N71 með 726 metra jarðgöngum gegnum háfjallið og komum hinum megin niður að bænum Glengariff.

Þorpið hefur verið ferðamannastaður í hálfa aðra öld. Frægasta mannvirkið er Eccles-hótel við höfnina, reist 1833. Það ber enn hinn fagra og upprunalega svip frá þeim tíma, er Viktoría Bretadrottning varði þar sumarleyfi sínu. Að innan sem utan varðveitir hótelið sjarma 19. aldarinnar.

Við höldum áfram N71 til Ballylickey, þar sem tvö frábær hótel eru hlið við hlið vinstra megin við þjóðveginn, Ballylickey Manor House og Sea View House.

Bantry

Áfram förum við N71 stuttan veg til 19. aldar bæjarins Bantry. Þegar við erum komin yfir aðaltorgið, beygjum við til vinstri um hlið á múrvegg um form–lega, ítalska garða að Bantry House.

Næstu skref

 

37. Írland – Staigue

Borgarrölt

Aghadoe

Frá Gallarus Oratory förum við aftur til Dingle og þaðan 559 Annaschaul, 561 til Castlemaine, N70 til Milltown og loks R563 næstum alla leið til Killarney, en beygjum til hægri eftir vegvísi til Aghadoe Heights hótels.

Frá Aghadoe förum við til Killarney og þaðan R562 til Killorglin og N70 fallega leið til Glenbeigh, Cahirciveen og W
aterwille á Iveragh-skaga.

Waterville er þekktur sumard
va
larstaður með ánægjulega gamaldags andrúmslofti. Aðalgatan er við sjávarsíðuna,
með húsum á aðra hlið og vel ræktuðum garði sjávarmegin. Flest húsin eru gistihús eða veitingahús.

Staigue, ÍrlandStaigue

Frá Waterville höldum við áfram N70, fyrst upp í Coomakista-skarð fyrir ofan bæinn, þaðan sem er gott útsýni af bílastæði til beggja átta yfir stórbrotið landslag Iveragh-skaga. Áfram höldum við unz við komum að vegvísi til vinstri til Staigue.

Staigue er 2000 ára gamalt hringvirki, sem hefur að mestu staðizt tímans tönn. Veggirnir eru 5 metra háir og 4 metra breiðir. Það hefur sennilega verið reist sem griðastaður héraðsbúa gegn aðvífandi sjóræningjum. Fleiri slík virki hafa fundizt á þessum slóðum, en Staigue er stærst og bezt varðveitt. Aðgangur £0,40.

Dromquinna

Við förum áfram N70 til snoturs smábæjar, sem heitir Sneem, og áfram næstum alla leið til Kenmare, en beygjum til hægri afleggjara til Dromquinna hótels. Það er í Viktoríustíl í fögru landi við sjóinn, með eigin bátahöfn. Hótelið er einkar notalegt, með brakandi trégólfum, snarkandi arni og hverri setustofunni inn af annarri. Þetta er góður slökunarstaður.

Næstu skref