Borgarrölt

8. Dublin – City Hall

Borgarrölt
City Hall, Dublin

City Hall

Við förum til vesturs frá kirkjunni eftir Christ Church Place og Lord Edward Street, alls um 200 metra leið að ráðhúsi borgarinnar.

City Hall var reist 1769-1779 sem mikilúðleg kauphöll borgarinnar, en breytt í ráðhús 1852. Voldugar kórintusúlur varða dyr á öllum hliðum hallarinnar. Í hringsal anddyris eru veggferskur, sem sýna borgarsöguna.

Næstu skref

 

7. Dublin – Christ Church

Borgarrölt

Dublinia

Við förum frá vesturstafni dómkirkjunnar norður eftir Patrick Street og Nicholas Street og áfram niður Winetavern Street undir fíngerða húsbrú milli kirkjuþinghúss og  Christ Church, alls um 300 metra leið. Handan brúarinnar beygjum við til vinstri að inngangi safnsins Dublinia í kirkjuþinghúsinu frá áttunda tug 19. aldar.

Christ Church, Dublin

Christ Church

Dublinia er margmiðlunarkynning í máli og myndum á miðaldalífi í Dublin frá innrás Normanna 1170 og fram til 1540. Reynt er að sýna raunsæja mynd af iðnaðarmönnum og aðalsmönnum þess tíma, að hluta til leikin og sýnd á sjónvarpsskjám, með lykt og öllu. Í aðalsal er stórt líkan af Dublin miðalda, baðað kastljósum í samræmi við ítarlega lýsingu af segulbandi. Aðgangur kostar £4 og felur líka í sér aðgang að Christ Church dómkirkjunni.

Áður var hér sýning af Dublin víkingaaldar. Þeirri sýni
ngu hefur verið lokað og verður hún væntanlega opnuð aftur í nágrenninu, sennilega í tengslum við endurnýjun götunnar Temple Bar.

Christ Church

Við förum um húsbrúna úr safninu inn í dómkirkjuna.

Christ Church er ein elzta kirkja borgarinnar, reist 1230 í blöndu af síðrómönskum og gotneskum stíl, en verulega breytt árið 1875. Norðurveggur kirkjuskipsins ásamt svifsteigum, þverskipin og vesturhluti kórsins eru upprunaleg.

Farið er út úr kirkjunni um glæsilegar suðurdyr í síðrómönskum stíl. Þar fyrir utan sjást leifar bænhúss frá 1230.

Þar sem Christ Church er núna, var áður timburkirkja víkinga frá 1038.

Villimenn borgarstjórnarinnar í Dublin létu fyrir nokkrum árum reisa ógnvekjandi borgarskrifstofur ofan á minjum víkingaaldar norðan við Christ Church og eyðilögðu við það tækifæri nokkuð af elzta hluta borgarinnar.

Næstu skref

 

4. Inngangur – Veitingar

Borgarrölt
Vieff Vliegen, restaurant, Amsterdam

Vieff Vliegen veitingahús

Hollendingar eiga það sameiginlegt með annarri verslunar og siglingaþjóð, Bretum, að hafa sogað til sín matargerðarlist fjarlægra þjóða og að hafa ekki sinnt sem skyldi að rækta sína eigin. Þess vegna eru flest beztu veitingahúsin í Amsterdam framandi ættar, einkum frá Indónesíu.

Hollendingar hafa hins vegar ólíkt Bretum ekki lagt sérstaka rækt við franska matreiðslu. Þess vegna vantar að nokkru leyti í Amsterdam matargerðarmusteri franskrar ættar á borð við þau, sem þrífast vel í mörgum stórborgum heims.

Ekki má heldur gleyma, að í sumum smáholum, svokölluðum „Petit Restaurant“ og bjórkrám er hægt að fá einfalt og gott snarl, sem er alveg fullnægjandi í hádeginu. Sama hlutverki gegna „Brodjewinkel“, sem eru samlokustaðir og „Pannekoekenhuis“, sem selja flatarmiklar, þykkar pönnukökur með ýmsu meðlæti, svo sem hunangi eða sírópi.

Næstu skref

6. Dublin – St Patrick’s

Borgarrölt
St. Patrick's, Dublin

St. Patrick’s

Frá markaðshúsunum höldum við áfram 200 metra eftir John Dillon Street og beygjum á götuenda til vinstri og komum eftir 50 metra að garði St Patrick’s dómkirkjunnar.

St Patrick’s er ein af elztu kirkjum borgarinnar og stærsta kirkja Írlands, reist í enskri útgáfu af gotneskum stíl 1254, með turni frá 13
70. Kirkjunni hefur síðan verið breytt, síðast á nítjándu öld, en er enn með gotnesku yfirbragði.

Í garði kirkjunnar er lind, þar sem heilagur Patrekur er sagður hafa skírt fólk á 5. öld. Þar eru einnig minnisvarðar þriggja nóbelsskálda Íra og nokkurra annarra höfuðrithöfunda þeirra.

Á kirkjulóðinni er einnig elzta almenningsbókasafn Írlands, Marsh’s Library, frá 1710, þar sem verðmætar bækur eru hlekkjaðar við púltin.

Næstu skref

 

5. Dublin – Iveagh Markets

Borgarrölt
Iveagh Markets, Dublin

Iveagh Markets

Áður en við skoðum höfuðkirkjuna Christ Church, sem er hér framundan, tökum við krók frá High Street tæpa 100 metra vestur yfir torgið í átt að götunni Cornmarket, en beygjum af torginu til vinstri inn John Dillon Street að markaðshúsunum.

Liberty og Iveagh Markets

eru helztu flóamarkaðir borgarinnar, báðir við John Dillon Street og ná þar yfir töluvert svæði. Höfuðáherzlan er á notuðum fatnaði og í öðru lagi á heimilisáhöldum.

Næstu skref

D. Suðvesturborgin

Amsterdam, Borgarrölt
Koninklijk Paleis & Nieuwe Kerk, Amsterdam

Koninklijk Paleis & Nieuwe Kerk

Enn hefjum við ferð frá Dam, en í þetta sinn byrjum við í hinum enda torgsins, fyrir framan konungs-höllina og Nieuwe Kerk. Við höfum áður lýst lífinu á torginu, svo að við snúum okkur strax að konungshöllinni.

Koninklijk Paleis, Amsterdam

Koninklijk Paleis

Höllin var reist 1655 sem ráðhús borgarinnar á miðri auðsældaröld hennar. Hún er teiknuð af Jacob van Campen í síðbúinni, hollenzkri útgáfu af endurreisnarstíl, svokölluðum palladískum fægistíl. Við tökum eftir einkar formföstum hlutföllum hallarinnar, mildum útskotum, veggsúlnariðum og lárétt
ri skiptingu milli hæða.

Höllin minnir raunar á sum ráðhús 16. aldar. Allur útskotni miðbálkurinn er einn risastór og bjartur salur, sem lengi var hinn stærsti í heimi. lnni í höllinni eru ein hin beztu dæmi um Empire húsgögn, arfur frá Louis Bonaparte, er skyndilega hafði sig á brott héðan.
Þessi volduga höll var sem ráðhús ein helzta miðstöð hollenzka heimsveldisins í hálfa aðra öld. Þegar Napóleon Bonaparte tók Holland 1808, gerði hann bróður sinn, Louis, að kóngi í ráðhúsinu. Það konungsveldi varð skammvinnt, en síðan hefur ráðhúsið verið konungshöll landsins.Að vísu býr drottningin ekki þar, því að tæpast er hægt að búa í höll með háværum umferðaræðum á alla vegu, hafandi ekki einu sinni garð á milli. Hún býr að venju í Haag og kemur bara hingað í opinberar móttökur eða til að gista eina nótt í senn.

Höllin er opin almenningi á sumrin 12:30-16 og veturna sömu tíma á miðvikudögum. Gestir geta gert sér í hugarlund, að það þurfti 13.659 tréstaura til að halda höllinni uppi í mýrinni. Að skilnaði skulum við minnast þess, að höllin er eitt fullkomnasta skólabókardæmi um ákveðinn byggingarstíl í fortíðinni.

Næstu skref

4. Dublin – St Audoen’s

Borgarrölt
St. Audoen, Dublin

St. Audoen

Við göngum 100 metrana til baka að brúnni, förum yfir hana og fáum okkur kollu í elztu krá borgarinnar, Brazen Head, sem er hér við árbakkann. Síðan förum við 100 metra upp brekkuna Bridge Street.

Hér til hægri er Cook Street með heillegum hluta gamla borgarmúrsins. Yfir múrnum gnæfa kirkjurnar St Audoen’s, önnur kaþólsk og hin anglíkönsk. Nálægt kirkjunum er hlið frá 1275 á múrnum.

Við förum 100 metra meðfram múrnum, inn um hliðið og upp tröppur að kirkjunum.

Hin minni St Audoen’s er ein af elztu kirkjum borgarinnar, reist á 12. öld í gotneskum stíl af Normönnum frá Rouen í Frakklandi. Vesturportið og turninn eru frá þeim tíma, en sjálft kirkjuskipið er frá 13. öld og gluggar þess frá 15. öld.

Næstu skref

3. Dublin – Four Courts

Borgarrölt
Four Courts, Dublin

Four Courts

Við göngum Church Street 150 metra niður að Liffey og tökum á okkur 100 metra krók eftir Inns Quay á norðurbakka árinnar.

Hér er dómhöll borgarinnar, Four Courts, reist 1786-1802. Hún ber mikið og koparlagt hvolfþak, sem gnæfir á háu súlnariði yfir umhverfið. Framhliðin að ánni er í grískum musterisstíl með sex súlna riði undir gaflaðsþríhyrningi.

Höllin brann í fallstykkjaárás í borgarastyrjöldinni 1922. Þá eyðilagðist þjóðskjalasafnið, sem var þar til húsa. Hún hefur síðan verið endurreist í upprunalegum stíl.

Næstu skref

 

2. Dublin – St Michan’s

Borgarrölt

Gönguferð um Dublin

Hér verður lýst einni langri gönguferð um miðborgina. Á leiðinni tínum við upp flesta skoðunarverða staði, sem verða á vegi okkar og tökum nokkra króka til að komast yfir flest það, sem máli skiptir í Dublin yfirleitt
St. Michan's, Dublin

St Michan’s

Við hefjum gönguna við helztu minjar víkinga í Dublin, kirkjuna St Michan’s. Hún er norðan árinnar Liffey, rétt vestan við Four Courts dómhöllina, við götuna Church Street, sem liggur upp frá ánni.

St Michan’s er elzta kirkja borgarinnar. Hún var upprunalega reist í rómönskum stíl af dönskum víkingum 1095,  endurbyggð 1686 og fékk þá núverandi svipmót. Turninn er sumpart upprunalegur víkingakirkjuturn.

Ferðamenn skoða helzt heillega líkama frá lokum sautjándu aldar, sem eru til sýnis í kjallaranum. Kalksteinninn í kirkjuveggjum dregur raka úr andrúmsloftinu og hefur komið í veg fyrir rotnun hinna látnu.

Næstu skref

B. Pöbbarölt

Borgarrölt, Dublin

Eftir gönguferðina um Dublin eigið þið að átta ykkur af lýsingunum hér á eftir, hvar hver bjórkrá er í borginni.

Brazen Head, bar, Dublin

Brazen Head

Brazen Head

Elzta krá borgarinnar er Brazen Head og lætur lítið yfir sér niðri við ána Liffey, þar sem Lower Bridge Street liggur niður að henni, um 500 metrum frá Christ Church.

Veitingaleyfið er frá 1666, en talið er, að krá hafi verið hér frá 13. öld. Kráin er að öðru leyti frægust fyrir, að Robert Emmet skipulagði þar hina misheppnuðu uppreisn gegn Bretum árið 1803.

Kráin er tvískipt með ýmsum rangölum inn af steinlögðu porti. Lágt er til lofts og lýsing daufleg, kráargestir friðsælli en víðast hvar, en þægilegir viðskiptis eins og aðrir Írar. Ljóðalestur og írsk tónlist eru hér í hávegum höfð.

(The Brazen Head, 20 Lower Bridge Street, A3)

Palace, bar, Dublin 2

Palace

Palace

Dæmigerð reykjarmakkarkrá er Palace á góðum stað í götunni, sem liggur í framhaldi af Temple Bar að Westmoreland Street, sömu megin götunnar og hótelið Temple Bar.

Viðarskilrúm með speglum mynda stúkur við þungan eðalviðarbar  og virðulegan barskápavegg. Inn af kránni er ferningslaga setustofa, þar sem eru sófar og kringlótt sófaborð.

Hér er mikið drukkið og enn meira reykt. Gestir virðast aðallega vera verkamenn og fjölmiðlafólk.

(Palace Bar, 21 Fleet Street, C4)

Næstu skref

9. Holland – Volendam

Borgarrölt

Frá Zaanstad förum við fyrst í átt til Amsterdam,en beygjum svo á E10 til að komast til þorpanna Marken og Volendam á bökkum Ijsselmeer. Sama er, hvort þorpið við tökum fyrst fyrir, en hér byrjum við á Volendam.

Volendam

Volendam

Við breytingu flóans Zuiderzee í stöðuvatnið Ijsselmeer urðu sjómennirnir í þessum tveimur fiskiþorpum atvinnulausir. Í staðinn er kominn túrisminn. Íbúarnir lifa á að ganga í þjóðbúningi og selja ferðamönnum minjagripi. Í rauninni er þetta hálfgert plat, en ferðamaðurinn getur vel lokað augunum fyrir því.

Volendam er á fastalandinu og þar eru íbúarnir kaþólskir. Höfnin er mjög falleg, svo og litlu, sætu húsin að baki aðalgötunnar meðfram ströndinni. En við látum ekki hina grófari kaupsýslumenn staðarins plata okkur

Marken

Marken er úti á eyju, andspænis Volendam, tengd meginlandinu með brú. Þar eru íbúarnir kalvínstrúar og bera aðra þjóðbúninga en kaþólikkarnir í Volendam. Ekki kæmi mér á óvart, að þeir notuðu aðra mállýzku þarna í nokkurra kílómetra fjarlægð frá hinu þorpinu.

Í framhjáhlaupi má geta þess, að hollenzka er ekki síðbúin lágþýzka, heldur gamalt mál, sem á þjóðflutningatímanum í lok fornaldar var orðið að sérstakri grein á germanska málameiðinum, náskyld máli Engla og Saxa, er námu Bretlandseyjar. Því má staðsetja hollenzku á milli þýzku og ensku.

Við skulum ekki láta okkur liggja neitt á. Þegar líður á síðdegið hverfa rúturnar með ferðamannaflauminn og við fáum tækifæri til að rölta um í friði, skoða litlu höfnina, húsin grænu og svörtu og fallega útsauminn í gluggatjöldunum.

Harderwijk

Um klukkustundar leið til austurs úr Amsterdam, eflir vegunum A1 og A28, er litli strandbærinn Harderwijk með gömlum húsum frá Hansatíma. Þar er líka helzta sædýrasafn Hollendinga. Stjarna þess er háhyrningurinn Guðrún, sem var veidd við Ísland haustið 1976 og sýnir hún fimleika.

Utrecht

Vegur A2 liggur hálftíma leið suður frá Amsterdam til Utrecht, hinnar gömlu háskólaborgar, þar sem hollenzka lýðveldið var stofnað árið 1579 sem varnarbandalag gegn Spánarveldi. Í háskólabókasafninu er hin fræga Trektarbók með íslenzkum Eddukvæðum.

En notalegasti staðurinn í Utrecht er síkisbakki Oude Gracht, sem er á tveimur hæðum, með gangstéttarkaffihúsum og veitingahúsum í friði fyrir umferð bíla.

 

Schiphol

Holland kveðjum við yfirleitt á Schiphol, flugvellinum við Amsterdam. Hann er eitt stolt Hollands, sem við megum ekki gleyma. Fríhöfnin þar er viðurkennd sem hin bezta í heimi. Vín, áfengi og tóbak er mun ódýrara þar en á Keflavíkurflugvelli, svo að þaðb orgar sig að bera það um borð. Ekki má heldur gleyma breytilegu tilboði mánaðarins hjá flestum verslunum fríhafnarinnar, þar sem hægt er að fá ýmislegt með verulegum afslætti frá fríhafnarverði.

Á Schiphol er hægt að kaupa reyktan ál og vindþurrkaða skinku í handhægum umbúðum, ferskar kæfur og hollenzka osta, svo og ýmislegt fleira handa matgæðingum. Þar fást og ekta Havanavindlar, sem ekki fást hér, ekki einu sinni í fríhöfninni, svo sem Davidoff og Montechristo. Þeir eru geymdir þar við góð skilyrði og fást á ljúfu verði. Fjöldinn af raftækjum er mikill, til dæmis smátölvum. Og svo auðvitað ilmvötnin og blómin.

Við skulum kveðja Amsterdam með blómvönd í fanginu.

8. Holland – Zaanse schans

Borgarrölt
Zaanse Schans 2

Zaanse Schans

Við förum sömu leið til baka í átt til Amsterdam, en komum við í Zaanstad, nánar tiltekið í Zaandijk, þar sem er Árbær þeirra Hollendinga, Zaanse Schans. Þar hefur síðan 1950 verið safnað saman fornum húsum og vindmyllum til að sýna lífið í gamla daga. Húsin eru raunverulega notuð til íbúðar og vindmyllurnar eru í daglegum rekstri.

Zaanse Schans

Vindmylla í Zaanse Schans

Þorpið er umhverfis síkið Kalveringdijk og nokkur hliðarsíki þess. Flest eru húsin úr timbri, máluð græn og svört og hvít. Myllurnar eru til ýmiss brúks, svo sem til viðarsögunar, málningargerðar, framleiðslu á grænmetisolíu og sinnepi. Þá eru þar krambúðir í gömlum stíl, bakarí og tréskógerð. Hægt er að fá bátsferð á ánni Zaan. Þetta er rómantískur staður og við gefum okkur tíma til síðdegiskaffis á síkisbakkanum í Zum Walfisch

 

Loks eru það fleiri þorp

 

7. Holland – Alkmaar

Borgarrölt
Alkmaar ostamarkaður 2

Alkmaar ostamarkaður

Seinni ferðina förum við aðeins á föstudegi, því að þá er ostamarkaðsdagur í Alkmaar. Við tökum vegina A1O, A8 og síðan A9 norður úr Amsterdam. I Alkmaar finnum við bílnum stæði við kirkjuna og göngum markaðsgötuna Langestraat til Kaasmarkt, ostamarkaðarins á Waagplein, vigtartorginu.
Markaðurinn er haldinn föstudaga 10-12 frá apríllokum fram í miðjan september. Hann er stórkostlegt sjónarspil. Við verðum að vera mætt snemma til að ná útsýnisstöðu við kaðalinn, sem girðir torgið af.

Ostar frá Edam og Gouda liggja í skipulegum röðum á torginu. Kaupandinn og seljandinn þrátta um verðið með því að slá lófum saman. Að samkomulagi fengnu koma Kaasdragers, burðarmenn með eins konar gondólabörur og hlaða hinum selda osti á börurnar, oft 160 kílóum í senn. Síðan hlaupa þeir sérkennilegum skrefum með ostinn að vigtinni, þar sem osturinn er veginn. Burðarmennirnir eru hvítklæddir og bera rauðar, bláar, gular og grænar húfur eftir því, úr hvaða deild burðarmann
agildisins þeir eru.

Í rauninni eru menn hættir að selja ost með þessum hætti. Sjónarspilinu er hins vegar haldið áfram, meðal annars og einkum til að fá ferðamenn til bæjarins. Og ferðamennirnir virðast kunna þessu hið bezta, enda má líta á þetta sem skemmtilega leiksýningu á gömlum sið.

Að markaðstíma loknum getum við skoðað miðbæinn lítillega. Alkmaar er gamall bær með mörgum skemmtilegum húsum. Vogarhúsið, Waag, er gömul kirkja frá 14. öld. Og við fáum okkur loks hádegisverð á Bistrot de Paris á Waagplein nr. 1.

Næst er það Árbær Hollands

6. Holland – Haag

Borgarrölt

Við snúum við á A13 og höldum tíl baka beint til borgarmiðju í Haag. Þar reynum við að 

Ridderzaal, Binnenhof, Haag

Ridderzaal, Binnenhof, Haag

finna bílastæði við Binnenhof eða við Groenmarkt. Síðan byrjum við á að skoða Binnenhof, húsakynni hollenzka þingsins.

Mauritshuis

Utan við austurport Binnenhof er Mauritshuis, opið 10-17 og sunnu daga 11-17. Það var reist 1644 í síð-endurreisnarstíl eða svokölluðum fægistíl og hafði mikil áhrif á þróun byggingarlistar í Hollandi og á Norðurlöndum. Það var upprunalega setur aðalsmanns, en hýsir nú listaverkasafn konungsættarinnar. Þar eru meðal annars málverk enir Rembrandt, Frans Hals, Breughel og Rubens. Vonandi verður lokið viðamiklum lagfæringum á húsinu, þegar þessi bók kemur út.

Ridderzaal

Í miðju porti Binnenhof rís Ridderzaal, opinn 10-16, í júlí-ágúst 9-16. Það hús var reist af Floris V greifa árið 1280 og er því meira en 700 ára gamalt. Þar setur Hollandsdrottning þing landsins og kemur þangað akandi í gullslegnum vagni frá höll sinni í úthverfi Haag, Huis ten Bosch, Húsinu í skóginum.
Í Ridderzaal er voldugur salur með miklum bitum og steindum gluggum. Þetta er talin ein fegursta bygging Norður-Evrópu í gotneskum stíl. Að baki er annar salur, Rolzaal. Á torginu fyrir utan var frelsishetjan Oldenbarnevelt tekinn af lífi.

Að lokum förum við um vesturport Binnenhof út að Groenmarkt, sem er fyrir utan höfuðkirkjuna Grotekerk. Þar getum við fengið okkur kvöldmat á ‘t Goude Hooft í gamalhollenzku umhverfi.

Madurodam

Úr miðborginni fylgjum við skiltum til Madurodam, sem er miðja vega milli Haag og baðstrandarbæjarins Scheveningen. Best er að fylgja fyrst Koningskade og síðan Ramweg í beinu framhaldi á síkisbakkanum.

Við höfum af ásettu ráði gefið okkur tíma til kvöldverðar í Haag, af því að Madurodam er opið til 21:30, í apríl-júní til 22:3O og í júlí-ágúst til 23, og af því að það er skemmtilegast í ljósaskiptunum. Madurodam er lokað frá októberlokum til marzloka.

Þetta er eins konar dúkkuhúsabær, stofnaður af Maduro til minningar um lát sonar hans í fangabúðum nazista árið 1945. Þarna eru eftirlíking
ar margra frægra húsa í Hollandi og allt haft í stærðarhlutföllunum l:25. Við sjáum járnbrautararlestir ganga um garðinn, höfnina í Rotterdam, flugvöllinn Schiphol, síkishverfi frá Amsterdam og smáþorp umhverfis markaðstorg, svo að dæmi séu nefnd.

Á kvöldin er kveikt á ljósum í húsunum og götustaurunum og þá er Madurodam fallegast. En satt að segja vantar þar afþreyingu fyrir börn í stíl við það, sem er í Legoland í Billund í Danmörku.

Nú er orðið áliðið kvölds og við bregðum okkur þriggja kortéra leið heim á hótel í Amsterdam.

Ef við hefðum skipt ferðinni í tvennt og værum ekki í tímahraki, mundum við hafa ráðrúm til að líta á Vredespaleis, Friðarhöllina, sem er handan Scheveningen-skógar. Þar er til húsa Alþjóðadómstóllinn í Haag, sem Íslendingum hefur stundum þótt íhaldssamur í úrskurðum í málum fiskveiðilögsögu.

Og Scheveningen kemur víðar við í fiskinum, því að þar er ein stærsta fiskihöfn Evrópu, skemmtilegt heimsóknarefni fyrir áhugamenn um sjávarútveg og fiskiðnað

Röðin er komin að hollenskum osti

 

5. Holland – Porceleyne Fles

Borgarrölt

Við finnum bílinn og förum aftur út á A13 og fylgjum skiltum til De Porceleyne Fles til að sjá, hvernig hið fræga Delft postulín er búið til.

Porceleyne Fles, Delft

Porceleyne Fles, Delft

Þetta postulín hóf frægðarferil sinn í lok 16. aldar, í þann mund er gullöld Hollendinga var að hefjast. Það varð til fyrir áhrif frá Rínarlöndum og Ítalíu, en á heimsveldistíma 17. aldar komu til sögunnar austræn áhrif frá Kína. Þá varð postulínið frá Delft heimsfrægt.

Blátt og hvítt eru einkennislitir þessa postulíns, sem hefur áreiðanlega orðið tilefni nöturyrða nútímans um postulínshunda. Upp á síðkastið hefur hönnuðum postulíns í Delft gengið erfiðlega að fylgjast með breyttri tízku og þykja þeir fremur gamaldags.

Margir hafa meira álit á annarri postulínshefð hollenzkri, þeirri frá Makkum í norðausturhluta landsins. En hún hefur ekki fengið þá alþjóðakynningu, sem hefðin í Delft hefur notið.

Porceleyne Fles fyrirtækið er mikilvægasta postulínsgerðin í Delft og borgarheimsóknin er kjörið tækifæriðtil að sjá þessa tækni í framkvæmd.

Áfram til Haag