Borgarrölt

4. Holland – Delft

Borgarrölt
Oudekerk, Delft

Oudekerk, Delft

Nú er komið hádegi og við skellum okkur suður A44 til Haag og þaðan A13 til Delft. Við ökum inn að markaði og finnum bílastæði þar í nágrenninu. Við göngum að gömlu kirkjunni Oudekerk og finnum veitingasalinn Prinsenkelder í kjallara safnsins Prinsenhof, sem er andspænis kirkjunni handan síkisins Oude Delft.

Eftir hádegisverð skoðum við safnið, sem er í höll Vilhjálms
þögla af Oranje. Þar bjó hann, þegar hann var að koma á fót hollenzka lýðveldinu og þar var hann myrtur árið 1584.

Oudekerk

Kirkjan andspænis, Oudekerk, er frá fyrri hluta 13. aldar, tíma Snorra Sturlusonar. Við göngum spölkorn suður eftir Oude Delfl og njótum útsýnis eftir síkinu.

Síðan beygjum við til vinstri inn á markaðinn fyrir framan Nieuwe Kerk. Þessi fjörmikli markaður nær alveg frá kirkju að ráðhúsi. Þar eru enn Boterhuis, smjörhúsið, og Waag, vigtarhúsið.

Nieuwe Kerk, Delft

Nieuwe Kerk, Delft

Nieuwe Kerk

Nieuwe Kerk er gotnesk kirkja frá 1430 og hafði þá verið í smíðum í hálfa öld eins og Hallgrímskirkja. Hún er grafarkirkja konungsættarinnar í Hollandi, Oranje Nassau. Þar er Vilhjálmur þögli grafinn og þar verður Beatrix drottning lögð til hvíldar í fyllingu tímans.

Miðbærinn í Delft er einn fellegasti bær í Hollandi. Við ljúkum dvölinni með því að fara í bátsferð um síkin, virðum fyrir okkur trén á síkisbökkunum og fallega sveigðar vindubrýrnar.

 

Og svo er það postulínið

 

3. Holland – Keukenhof

Borgarrölt
Keukenhof

Keukenhof

Við förum aftur út á veginn A4 og síðan A44, þaðan sem við tökum fljótlega afleggjara til Lisse. Þar er Keukenhof, 28 hektara blómasýning og blómasala í fallegum skógi. Hún er opin frá marzlokum til maíloka kl. 8-20. Athugaðu, að hún er aðeins opin tvo mánuði á ári, og mundu, að haga einni Hollandsferð í samræmi við það.

Öllum, sem hingað koma, er blómahafið ógleymanlegt úti á garðflötunum í skóginum sem inni í gróðurskálunum. Breiðurnar af blómum í öllum regnbogans litum virðast endalausar. Alls eru blómin sex milljón talsins. Engin blómasýning í heiminum er stærri en þessi. Flestir öflugustu blómaræktendurnir í Hollandi eiga hér skika.

Áfram til Delft

 

2. Holland – Aalsmeer

Borgarrölt

Við tökum A4 suður úr borginni, förum framhjá flugvellinum Schiphol og beygjum skömmu síðar afleggjara til Aalsmeer. Það var fyrrum fiskibær, en er nú aðsetur stærsta blómamarkaðar í heimi. Við erum snemma á ferð, því að fjörið er mest á markaðinum kl. 8-10, þótt honum sé ekki lokað fyrr en 11:30. Hann er lokaður laugardaga og sunnudaga.

Af svölum sjáum við niður í uppboðssalina þrjá, þar sem kaupendur úr öllum heimshornum sitja á stigapöllum með góðu útsýni til leiksviðsins, þar sem blómin eru sýnd. Þeir hafa hljóðnema til að spyrja í og hnapp til að gera tilboð með. Öllu er þessu tölvustýrt.Aalsmeer blómauppboð

Blómunum er ekið í vögnum inn á sviðið. Risastór klukka ofan við sviðið fer í gang og skráir verðið í einingum frá 100 niður í 0 á nokkrum tugum sekúndna. Sá kaupandi, sem er fyrstur til að ýta á sinn hnapp, fær blómin á því verði, sem klukkan sýnir. Sá, sem er of bráður, kaupir of dýrt. Og hinn, sem er of varfærinn, fær ekki neitt.

Þannig er verzlað fyrir sjö milljónir gyllina á hverju ári. Merkilegt nokk er það ekki túlipaninn, sem hefur forustuna, heldur rósin. Af henni er seldur hér yfir hálfur milljarður eintaka á ári hverju.

Með hinu sérstæða uppboðskerfi er þetta selt með hvínandi hraða og til mikillar skemmtunar fyrir áhorfendur. Síðan eru blómin flutt til Schiphol, þaðan sem flogið er með þau, meðal annars til Íslands. Fyrir Hollendinga er þetta rosalegur bissness.

Áfram skal haldið

 

6. Norðvesturborgin – Westerkerk

Borgarrölt
Westerkerk, Amsterdam

Westerkerk

Aðeins ofar og sunnar við Prinsengracht er Westerkerk, byggð 1631 af feðgunum Hendrick og Pieter de Keyser í hreinskornum formum og mælirænum einingum. Hún hefur tvö snubbótt þverskip og kubblaga turn. Hún er dæmigerð kalvínsk kirkja, hefur engar hliðarkapellur fyrir dýrlinga og kórinn er stuttur, svo að skammt sé milli prests og safnaðar.

Turninn er hinn hæsti í Amsterdam, 85 metra hár, og býður dugnaðarfólki upp á óviðjafnanlegt útsýni í góðu skyggni. Í turninum er klukknasamstæða eftir Francois Hemony, sem raunar hefur sett saman slíkar klukkur í fleiri turnum borgarinnar. Samstæður þessar spila fjörug lög, sem klingja í eyrum ferðamanna, löngu eftir að þeir eru farnir heim.

Á torginu fyrir framan bjó franski heimspekingurinn Descartes um tíma á nr. 6. Þaðan skrifaði hann í bréfi: „Í hvaða landi væri að finna slíkt fullkomið feelsi?“ Þar vísaði hann til þess, að Holland, með Amsterdam í fararbroddi, hefur löngum verið griðastaður flóttamanna og annarra þeirra, sem ekki bundu bagga sína sömu hnútum og samferðamenn.

Héðan getum við farið til baka yfir Prinsengracht og kynnst Jordaan nánar. Slíkri könnun hæfir engin sérstök leiðarlýsing. Ef við höfum hins vegar fengið nóg af rölti í bili, þá göngum við Raadhuisstraat til austurs að fyrrverandi ráðhúsi og núverandi konungshöll, þar sem við hófum þessa göngu.

Leiðsögninni um Amsterdam er lokið og við getum stungið okkur inn á Drie Fleschjes að baki Nieuwe Kerk eða farið yfir torgið til að prófa nýjan snafs hjá Gijsberti Hodenpijl.

 

Nú er komið að því að fá sér bílaleigubíl og fara í stuttar ferðir frá Amsterdam um Holland, byrjið hér

 

5. Norðvesturborgin – Anne Frank huis

Borgarrölt
Anne Frank huis, Amsterdam 2

Anne Frank huis, bókaskápurinn sem huldi leyniíbúðina.

Við göngum hinn bakka Egelantiersgracht út að Prinsengracht og förum þar yfir næstu brú. Þar komum við á vinstri bakkanum að Anne Frank Huis á Prinsengracht 263. Það er opið 9-17, sunnudaga 10-17.

Hér bjó Anna Frank með sjö ððrum gyðingum í felum frá 1942 og þangað til þau voru svikin í hendur nazista í ágúst 1944. Hér skrifaði Anna dagbókin
a, sem hefur öðlazt heimsfrægð. Hér sjáum við bókaskápinn, sem var um leið hurð að felustað flóttafólksins.

Við sjáum einnig blaðaúrklippurnar, sem 13 ára stúlkan límdi á vegginn fyrir ofan rúmið sitt. Þar er mynd af Deanna Durbin og Margréti Bretaprinsessu. Fyrir tilviljun fannst þetta allt og þar á meðal dagbókin.

Lesendur fjögurra milljón eintaka af dagbók Önnu Frank geta hér endurlifað bókina á dramatískan hátt. Íslenzkir lesendur geta glaðzt yfir, að íslenzka útgáfan er þar til sýnis með öðrum útgáfum bókarinnar. Þetta er án efa eitt af allra merkustu söfnum borgarinnar.

Næstu skref

 

 

4. Norðvesturborgin – Jordaan

Borgarrölt

Þegar við komum að Prinzengracht, beygjum við til vinstri eftir henni, förum yfir á hægri bakkann og heilsum upp á Norderkerk og markaðinn við hana (sjá bls. 46). Kirkjan var reist 1623 og er í laginu eins og grískur kross.

Amsterdam 3

Jordaan

Við erum komin í Jordaan, hverfið milli Prinsengracht og Lijnbaansgracht. Það var upphaflega fetækrahverfi franskra Húgenotta, en hefur á síðustu árum verið endurlífgað af miðaldra hippum, sem hafa innréttað dýrar íbúðir í gömlum pakkhúsum. Og við erum aftur komin inn á kortið á bls. 36.

Suður eftir Prinsengracht göngum við og lítum að vild inn í hliðargöturnar á hægri hönd. Á kránni Prins við Prinsengracht 104 er kjörið að hvíla lúin bein.

Á næsta horni förum við inn Egelantiersgracht, afar notalegt síki, sem er dæmi um, hve vel hefur tekizt að endurreisa Jordaan. Af 8000 húsum hverfisins hafa 800 verið tekin undir verndarvæng húsfriðunarnefndar borgarinnar.

Næstu skref

 

 

3. Norðvesturborgin – Brouwersgracht

Borgarrölt

Brouwersgracht

Groene Lanteerne, mjósta veitingahúsið

Groene Lanteerne, mjósta veitingahúsið

Til baka förum við og yfir Singel, göngum spölkorn inn Haarlemmerstraat, þar sem á nr. 43 er mjósta veitingahús heims, Groene Lanteerne í 17. aldar stíl og þjónusturnar bera eins konar þjóðbúninga.

Síðan göngum við götuna til baka, beygjum til hægri og síðan aftur til hægri eftir Brouwersgracht. Við þetta síki byrja hin margnefndu skeifusíki Herengracht, Keizersgracht og Prinsengracht. Hér er síkjastemmningin í algleymingi. Við tökum sérstaklega eftir fallega endurnýjuðu pakkhúsi á nr. 118.

Hér erum við um það bil að detta út af kortinu á bls. 36, svo að nú verða menn að fylgja þessari leiðarlýsingu undanbragðalaust. Við höldum áfram eftir hægri bakka Brouwersgracht framhjá Herenmarkt, sem er greinilega huggulegt torg, úr því að gamla fólkið situr þar og ungu börnin leika sér þar.

Næstu skref

 

2. Norðvesturborgin – Ronde Luterse Kerk

Borgarrölt

Gravenstraat

Mjósta húsið, Amsterdam

Mjósta hús borgarinnar

Að baki Nieuwe Kerk eru nokkur skemmtileg húsasund. Næst kirkjunni er Gravenstraat. Þar á nr. 28 er skemmtileg, lítil ostabúð, Crignon, sem rúmar varla fleiri en einn viðskiptavin í einu, en býður þó upp á rúmlega hu

ndrað tegundir osta frá ýmsum löndum. Að búðarbaki er ostaveitingastofa. Við sömu götu, á nr. 16, er gamla jenever-búlan Drie Fleschjes.

Nieuwendijk

Við förum Gravenstraat til austurs að Nieuwendijk, sem er eins konar framhald Kalverstraat til norðurs frá Dam. Það er gata verzlunar og býður upp á ótal hliðarsund, sem meira að segja höfundar þessarar bókar hafa ekki kannað öll. Eftir því sem norðar dregur, vex skemmtanalífið á kostnað verzlunarinnar. Gatan tekur þverbeygju til vesturs og endar við Singel.

Singel & Ronde Luterse Kerk, Amsterdam

Singel & Ronde Luterse Kerk

Ronde Luterse Kerk

Við tökum örstuttan krók suður með vinstri hlið Singel, bæði til að virða fyrir okkur mjósta hús borgarinnar, sem er á Singel nr. 7, og til að skoða Ronde Luterse Kerk, sem er kúpulkirkja frá 1671.

Tvær milljónir tígulsteina og þakkopar frá Karli XI Svíakonungi fóru í þessa tæplega 50 metra háu kirkju í barokk- eða hlaðstíl. Hún var um síðir afvígð og gerð að pakkhúsi, unz Sonesta hótelið endurlífgaði hana.

Næstu skref

E. Norðvesturborgin

Amsterdam, Borgarrölt
Koninklijk Paleis vinstra megin & Nieuwe Kerk hægra megin

Koninklijk Paleis vinstra megin & Nieuwe Kerk hægra megin

Nieuwe Kerk

Þá er ekki annað eftir en norðvesturhlutinn. Við byrjum enn á Dam og í þetta sinn fyrir framan Nieuwe Kerk.

Nieuwe Kerk er, þrátt fyrir nafnið, ein elzta kirkjan í Amsterdam, reist á 15. öld. Hún er eins konar Westminster Abbey Hollendinga, krýningarkirkja konungsættarinnar. Þar hafa þrjár Hollandsdrottningar verið krýndar í rö
ð, Vilhelmína 1898, dóttir hennar Júlíana 1948 og dótturdóttirin Beatrix 1980. Svo virðist sem kvennaveldi hafi í heila öld ríkt í ættinni Oranje-Nassau. En nú hefur Beatrix eignast krónprins til að taka við ríkinu.

Nieuwe Kerk er ef til vill frægust fyrir að vera án tu
rns. Mjó spíra var sett á hana til málamynda á 19. öld. Um miðja 17. öld höfðu borgarfeður deilt um, hvort byggja skyldi kirkjuturn eða ráðhús og varð ráðhúsið ofan á. Kirkjan er opin 12-16, sunnudaga 13-17.

Næstu skref

 

17. Suðvesturborgin – Rokin

Borgarrölt

Handan Rokin síkis blasir við okkur hótelið Europe með veitingasalnum Excelsior og matreiðslumönnunum í kjallaranum undir yfirborði vatnsins. Að baki okkar er veitingahúsið Indonesia á annarri hæð í hótelinu Carlton.

Europe hotel, Amsterdam

Europe hotel

Við göngum norður eftir Rokin, þar sem við getum á ný tekið upp á að skoða í búðarglugga, ef við fáum okkur ekki bara að borða á Kopenhagen. Margar verzlanir, sem hafa dyr út að Kalverstraat, hafa einnig dyr út að Rokin. Innan skamms erum við komin á Dam, þar sem þessi ferð var hafin. Við höfum skoðað suðvesturhluta miðborgarinnar

Hér hefst og síðasta gönguferðin um Amsterdam

16. Suðvesturborgin – Munttoren

Borgarrölt

Bloemenmarkt

Munttoren, Amsterdam

Muntplein & Munttoren

Við förum til baka út á Viezelstraat, ljótustu götu borgarinnar, og göngum hana til norðurs fram hjá Algemene Bank Nederland, sem er svo stirður, að hann tekur ekki einu sinni gildar eigin ávísanir. Á brúnni yfir Herengracht stönzum við stutta stund til að virða fyrir okkur Gullbogann til vinstri, sem við vorum áður búin að sjá frá Leidsestraat.

Síðan förum við áfram að blómamarkaðinum, Bloemenmarkt við Singel og drekkum í okkur litskrúð blómanna. Slíkan blómamarkað sjáum við tæpast í öðrum borgum.

Munttoren

Við erum komin að torginu Muntplein, sem heitir eftir turninum Munttoren. Hann er einn af turnum hins gamla borgarvirkis frá miðöldum og hét áður Reguliers, en fekk nafnið Munttoren, af því að borgin sló eigin mynt í honum um tíma. Á 17. öld brann turninn að mestu og fékk þá nýjan efri hluta. Sjálft torgið er mesta umferðartorg bíla í borginni.

Næstu skref

 

15. Suðvesturborgin – Museum Fodor

Borgarrölt
Museum Willet-Holthuiysen, Amsterdam

Museum Fodor

Museum Van Loon

Þegar við erum komin út að Keizersgracht, beygjum við til hægri meðfram síkinu, förum yfir umferðargötuna Vijzelstraat að Keizersgracht 672, þar sem Museum Van Loon er til húsa. Það er ættarsafn van Loon ættarinnar, sem löngum hefur verið áberandi í opinberu lífi Amsterdam. Skemmtilegastur er skrautgarðurinn að húsabaki. Safnið er opið 10-12 og 13-16, lokað miðvikudaga.

Museum Fodor

Við þurfum að krækja út á brúna til baka til að komast í Museum Fodor, sem er andspænis Van Loon, við Keizersgracht 672. Þar eru sýnd málverk þeirra, sem enn eru ekki orðnir nógu frægir til að koma verkum sínum í Stedelijk Museum. Þess vegna fara menn hingað til að kynnast nýjum straumum i myndlist.

Verkaskipting þriggja safna er með þeim hætti, að Fodor sýnir list dagsins í dag, Stedelijk list 20. aldar og Rijksmuseum list fyrri alda. Hér á Museum Fodor gerðu Íslendíngar garðinn frægan í árslok 1983, fyrstir erlendra málara. Þetta safn á því stað í hjarta okkar.

Íslendingarnir, sem sýndu á Fodor, voru Árni Ingólfsson, Daði Guðbjörnsson, Eggert Pétursson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Ingólfur Arnarson, Ívar Valgarðsson, Kristinn Harðarson, Steingrímur Eyfjörð Kristmundsson og Tumi Magnússon.

Næstu skref

 

14. Suðvesturborgin – Nieuwe Spiegelstraat

Borgarrölt

Þegar við komum úr safninu, höldum við beint af augum yfir Singelgracht og götuna Weteringschans.

Nieuwe Spiegelstraat, Amsterdam

Grúskari í Spiegelstraat

Við höldum áfram yfir Lijnbaansgracht og síðan m
eðfram 

Spiegelgracht, þar sem við erum komin inn í hverfi forngripasala. Þeir eru hér á stóru svæði við Spiegelgracht, Prinsengracht og Keizersgracht, en þekktastir og flestir eru þeir við Nieuwe Spiegelstraat, sem er í beinu framhaldi af Spiegelgracht. Á kaflanum milli Prinsengracht og Keizersgracht er einmana vínbúð innan um þrjá tugi forngripasala.

Þessi samþjöppun er einkar þægileg fyrir áhugafólk um þessi efni. Á nokkrum tugum metra er hægt að finna sérfræðinga í flestum greinum forngripasölu. Og þeir selja ekki bara hollenzka forngripi, heldur hvaða lands sem er. Fransk- og brezkættaðir hlutir eru áberandi í þessum búðum.

Næstu skref

13. Suðvesturborgin – Rijksmuseum

Borgarrölt
Amsterdam, Holland

Málverk Rembrandts, oft kallað Næturvaktin

Þunglamaleg höllin Rijksmuseum stendur klofvega yfir Museumstraat. Við komum hér aftan að henni og förum göngin til að komast að framhliðinni, þar sem inngangurinn er.

Rijksmuseum er ekki beinlínís á borð við Louvre, Ufflzi, Prado og National Gallery, en slagar þó hátt upp i þessi söfn Parísar, Flórens, Madrid og Lundúna. Gimsteinn þess er auðvitað Rembrandt og síðan aðrir Hollendingar á borð við Frans Hals og Vermeer.

Hinir miklu málarar Hollands voru uppi á 17 öld, einmitt gullöldinni, þegar opinberar stofnanir og einstaklingar höfðu nóg fé til að moka i listamenn. Þannig fylgdi menningin gróðanum.

Rijksmuseum, Amsterdam 2

Rijksmuseum

Erfitt er að veita leiðsögn um samið, því að í seinni tíð hefur það ekki haft starfslið til að halda öllum vængjum opnum samtímis. Til að komast í alla vængina yrðum við að hafa allan daginn til ráðstöfunar. Til að þjóna þeim, sem ekki hafa tíma til slíks, hafa frægustu málverkin verið látin í míðsalina hægra megin, sem áður voru fyrir sérsýningar. Þessir miðsalir eru alltaf opnir.

Þar er mest látið með risastórt málverk Rembrandts af varðsveit Frans Banning Cocq og Willem van Ruytenburgh, oftast kallað Næturvaktin. Tveir varðmenn vaka yfir Næturvaktinni, sem í rauninni er dagvakt, svo sem í ljós kom, þegar fernisinn var hreinsaður af málverkinu skömmu eftir stríð.

Næstu skref

12. Suðvesturborgin – Coster

Borgarrölt
Coster diamonds, Amsterdam

Coster demantar slípaðir

Við göngum áfram Paulus Potterstraat að Rijksmuseum. Á enda götunnar, vinstra megin, er gimsteinasalan Coster. Í borginni eru margir góðir gimsteinasalar, sem sýna ferðamönnum slípun gimsteina, og Coster er einn sá besti. Það kostar ekkert að fylgjast með gamla manninum stunda þessa nákvæmnisv
innu með þar til gerðum vélakosti. En viljir þú kaupa, skaltu bara nefna upphæðina. Það er sama, hversu há hún er, Coster hefur eitthvað fyrir þig.

Næstu skref